Í gær voru liðin nákvæmlega 35 ár frá innbrotinu í Watergate hótelðið í Washington. Þar voru á ferðinni starfsmenn af kosningaskrifstofu Richard Milhouse Nixon sem voru að koma fyrir hlerunarbúnaði á kosningaskrifstofum Demokrata. Engum sögum fer af því hvort Virgilio Gonzalez (óskyldur öðrum Gonzales sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði, sömuleiðis fyrir ólöglegar njósnir) og hinir "pípulagningamennirnir" hafi deilt skrifstofum með Karl Rove og stuttbuxnadeild kosningaskrifstofunnar.
Það tók bandarísku pressuna langan tíma að fatta að Watergate innbrotið væri alvarlegt hneyksli sem verðskuldaði umfjöllun í fjölmiðlum, og fyrir vikið náði Nixon endurkjöri með "mandate" sem var mun glæsilegra en nokkuð sem núverandi forseti áorkaði í þeim kosningum sem hann annaðhvort rétt marði eða vann á tæknilegum furðum Bandarísks kosningakerfis. Bush hefur þó tekist að skáka Nixon sem lélegasta þjóðarleiðtoga fyrr og síðar.
Tveimur árum síðar hrökklaðist Nixon frá völdum. Bush mun einnig hrökklast frá völdum áður en tvö ár eru liðin, þó það verði í kosningum.
Þegar Nixon var neyddur til að segja af sér komst Gerald D. Ford til valda, og hann fyrir sitt leyti kom tveimur annars óþekktum smápeðum í valdastöður: Richard Bruce Cheney og Donald Henry Rumsfeld - og gerði George H. W. Bush að yfirmanni CIA. Það er svo gaman að minnast þess að Bush var yfirmaður Repúblíkanaflokksins þegar Watergate innbrotið var skipulagt. Starfsmenn á kosningaskrifstofu Nixon, Karl Rove, steig sömuleiðis upp valdastigann innan flokksins. Watergate hefur því líklega haft mótandi áhrif á pólítískan þroska og feril nokkurra af valdamestu mönnunum innan ríkisstjórnar Bush yngri.
M
Meginflokkur: Heiðarleikaskortur | Aukaflokkar: Bush, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.