The Twilight Zone og þingmenn Norður Karolínu

Nýleg kosningauglýsing Vernon Robinson, republikana frá Norður Karólínu verður líklega minnst sem einni rosalegustu sjónvarpsauglýsingu þessarar kosningabaráttu. Í Norður Karólínu hafa kjósendur áhyggjur af hnignum hefðbundinna gilda, og það veit frambjóðandi Republikana, Vernon Robinson. Robinson lýsir sjálfum sér sem "íhaldssömum Republikana", hefur haldið úti nokkuð stífri baráttu gegn Brad Miller, sem vann 59% atkvæða í seinustu kosningum.

Barátta þeirra Vernon og Miller er forvitnileg fyrir nokkurra hluta sakir. Miller er frekar frjálslyndur demokrati, en þó ekki svo að hann geti talist í hópi frjalslyndustu demokrata þingsins. En á mælikvarða Robinson er Miller þó stórhættulegur - í nýlegri útvarpsauglýsingu ræðst hann á Miller, við undirleik Mariachi bands lýsir hann því yfir að Miller stefni að því að fylla bandaríkin af Mexikönum og öðru fólki sem góðum guðhræddum bandaríkjamönnum ætti að vera í nöp við:

Brad Miller supports gay marriage and sponsored a bill to let American homosexuals bring their foreign homosexual lovers to this country on a marriage visa. If Miller had his way, America would be nothing but one big fiesta for illegal aliens and homosexuals.

En útvarpsauglýsingar Robinson blikna við hliðina á sjónvarpsauglýsingu sem hann hefur sjálfur skýrt 'the twilight zone'. Sú mynd sem Robinson dregur upp af hignun hefðbundinna gilda er ekki fögur, og hverjum er um að kenna. Íhaldssamir og afturhaldssamir repúblíkanar keppast við að lofa Robinson fyrir að þora að segja sannleikann... meðan aðrir bandaríkjamenn geta ekki gert það upp við sig hvort Robinson sé að grínast eða hvort þeir eigi að vera skelefingu lostnir. Robinson er hæst ánægður með viðbrögðin, og er stoltur af því að vera líkt við Ann Coulter...

Ég mæli með því að fólk horfi á auglýsinguna - Robinson er með hana á heimasíðu sinni:

Heimasíða Vernon Robinson.

M

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverður gorgeir hjá manni sem er skv síðunni er menntaður :,,Bachelor of Science degree in Middle Eastern Affairs" og með starfsreynslu sem ,,Missile Combat Crew Commander and Intelligence Officer, Air Force Captain".

Jens Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 22:12

2 identicon

Takk fyrir þetta. Vernon er hreint út sagt STÓRKOSTLEGUR!

http://brandarakall.blogspot.com (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband