Og nú er komið að kókaíni og vændiskonum

Robert Wexler

Enn eru Demokratar að skjóta sig í fótinn... Steven Colbert fékk Robert Wexler, sem situr á bandaríkjaþingi sem fulltrúi Florida, til að lýsa því yfir að sér þætti kókaín skemmtilegt, vændiskonur sömuleiðis, en best væri að njóta bæði í einu... Colbert byrjaði á að fá Wexler til að láta eftirfarandi yfirlýsingu flakka: 

I enjoy cocaine because it's a fun thing to do 

Og í kjölfarið lýsti Wexler eftirfarandi yfir: 

I enjoy the company of prostitutes for the following reasons; because it's a fun thing to do. If you combine the two together, it's probably even more fun. 

Wexler meinti auðvitað ekki það sem hann sagði - Colbert hefur tekist að veiða nánast allir gestir sína í álíka gildrur. Bill Kristol fékk t.d. fyrir stuttu skemmtilega útreið. En yfirlýsingar Wexler voru fljótar að komast í fréttirnar hjá Fox. Að vísu urðu Fox news að klippa Colbert niður, til að ná fram réttum effekt. Það er hægt að sjá viðtalsbútinn með Colbert og Wexler, ásamt fréttaskoti Fox á youtube

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband