Dickerson á þing

Í gær póstaði ég færslu um Rick Dickerson, demokrata sem sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, í haust, en Dickerson, sem hefur áhyggjur af siðleysi og glæpum í samfélaginu, er nú frjáls ferða sinna eftir að hafa lagt fram 100.000 dollara tryggingu. Málavextir eru eiginlega of ótrúlegir til að maður trúi fréttinni - en enn sem er hefur engin af 'national' fréttastofum, blöðum eða sjónvarsstöðvum bandarikjanna tekið fréttina upp. Stærsta blaðið sem fjallað hefur um Dickerson er Baltimore Sun. Ég bíð hins vegar spenntur eftir því að það komi meiri fréttir af honum - og ekki síður eftir því að hægriblogg eða AM talk radio í BNA pikki fréttina upp! The Captains Quarters og Michael Savage hefðu ekki getað upphugsað eða fundið ævintýralegri frambjóðanda fyrir Demokrataflokkinn þó þeir hefðu lagt sig alla fram.

Eini pólitíski blogginn, svo ég viti til, sem hefur fjallað um Dickerson er Wonkette -  sem reyndar leggur sig alla fram um að leita uppi ósmekklegar fréttir, eða búa til ósmekkleg comment um annars sakleysislegar fréttir. (Wonkette er libertarian leaning blogg.)

Þá er það að frétta að Dickerson ætli ekki að draga framboð sitt til baka, þó það sé nokkuð útilokað að hann nái kjöri...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband