sun. 27.5.2007
Vælukjóinn John Boehner brotnar niður í þingræðu
Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga velt fyrir sér hvernig þeir eigi að skilja tilfinningarót John Boehner, þingmanns Repúblíkana frá Ohio.
Boehner brotnaði niður í umræðum um stríðið í Írak á fimmtudagskvöld:
After 3,000 of our fellow citizens died at the hands of these terrorists, when are we going to stand up and take them on? When are we going to defeat them?
Þetta sagði Boehner (sem er borið fram "Boner") með grátstafinn í kverkunum. Hvað Boehner er að tala um er öllu vitibornu fólki ráðgáta, því eftir árásirnar 2001 gerðu Bandaríkin innrás í Afghanistan til að ganga milli bols og höfuðs á þessum "them" - umræðurnar sem fengu Boehner til að fara að grenja snérust um stríð sem hafði ekkert með þessa sömu "them" að gera, stríð sem leyniþjónusta Bandaríkjanna varaði við, einmitt vegna þess að það myndi efla þessa "them"... Kannski þyrfti Boehner ekki að vera að vola í þingsal ef hann og flokkur hans hefðu staðið sig í stykkinu og séð til þess að forsetinn einbeitti sér að því að "defeat them"?
Þetta er í annað skipti sem Boehner grenjar í þingsal - og það er ekki nema von að menn séu farnir að spyrja sig hvort hann sé 1) á lyfjum eða fullur, eða 2) hörmulega vondur leikari. Ég hallast að fyrri skýringunni.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er að hugsa um að veðja á seinni skýringuna. Kannski bæði/allt?
Magnús (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.