The loonie left og 9/11 conspiracies

Hank Hill
Craig Hill

Eitt af þeim hugtökum sem hægrimenn í bandaríkjunum hafa hvað mest gaman af er "the loonie left" sem þýðir, að því er ég kemst næst, næstum það sama og "cool-aid liberals"... Ég hélt alltaf að þetta væru skammaryrði - og þau eru það vissulega, en ég hef undanfarið verið að átta mig á því hversu furðulegir og galnir sumir Bandarískir vinstrimenn hljóma.

Ég rakst á Craig Hill, sem er græningi frá Vermont, en hann mun víst vera einn af þeim sem sækjast eftir tilnefningu Demokrataflokksins sem öldungadeildar-efni þeirra.

Hill, sem er sennilega andmynd Hank Hill úr King of the Hill (þeir eru meira að segja frekar líkir - smellið á tengilinn hér að neðan til að bera saman Hank og Craig Hill. Þeir gætu verið bræður!), hefur gert stríðið í Írak að aðalbaráttumáli sínu, en í öðru sæti er hin sígilda krafa um að CIA viðurkenni að það hafi verið leyniþjónustan og the military industrial complex (kannski zionistarnir, frímúraranir og rótarýklúbbarnir líka?) sem stóðu á bak við árásirnar í New York og Washington fyrir fimm árum.

Það er eiginlega alveg sama hversu sammála maður getur verið því að hernaðarrekstur Bush stjórnarinnar sé heimskulegur og kostnaðarsamur, og að stjórnvöld í Washington hafi miskunnarlaust misnotað 9/11 til að ausa peningum skattgreiðenda í Lockheed Martin, Northrop Grumman eða Haliburton, það er ekki nein leið til þess að Hill og hans líkar geti unnið fylgi annara kjósenda en þeirra sem þjást af vænisýki og ranghugmyndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband