Undanfarna daga hef ég á bloggrúntum mínum nokkrum sinnum rekist á vangaveltur um að Gonzales væri rétt í þann veginn að segja af sér, en þessar vangaveltur virðast stöðugt verða háværari. Seinasta spekúlasjónin er á Americablog, sem getur ekki setið á sér að rifja upp að Bush ætlaði að tilnefna Gonzales sem hæstaréttardómara...
DC buzzing with rumors that Gonzales is quitting tonight
And to think Bush considered putting this bozo on the Supreme Court. That's how dangerous a president Bush is. And something to keep in mind the next election, that's how important winning the presidency is. No more Harriets, no more Albertos. And no more Brownies and Cheneys and Condis and Rummys and Wolfies...
Hugsið ykkur hversu stórfenglegt það hefði verið ef bæði Alberto Gonzales og Harriet Meiers hefðu verið gerð að hæstaréttardómurum? Og svo hefði mátt gera "heck of a job" Brownie að dómsmálaráðherra og Wolfowitz að varnarmálaráðherra (því Wolfowitz sóttist eftir þeirri stöðu áður en han fór í Alþjóðabankan)...
En ég hef enga trú á því að Gonzales segi af sér alveg strax, því þegar Gonzales er farinn munu demokratar snúa sér að því að þjarma að Karl Rove, og forsetinn hefur ekki efni á að missa of marga úr innsta hringnum. Það eru fáir aðrir eftir!
M
Meginflokkur: ímyndunarveiki | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.