Wolfowitz: If they f*ck with me or Shaha I will f*uck with them!

Wofowitz og kærastan, RizaOrðrétt á Wolfowitz að hafa sagt: "If they fuck with me or Shaha, I have enough on them to fuck them too." Þetta eru auðvitað fleyg orð og skáldleg... Skv. The Guardian

The remarks were published in a report detailing the controversy that erupted last month after the size of Ms Riza's pay rises was revealed. The report slates Mr Wolfowitz for his "questionable judgment and a preoccupation with self-interest", saying: "Mr Wolfowitz saw himself as the outsider to whom the established rules and standards did not apply." ...

The angry comments attributed to Mr Wolfowitz came from damning testimony by Xavier Coll, head of human resources at the bank, who provided investigators with his notes of a meeting with Mr Wolfowitz last year. The notes directly contradict Mr Wolfowitz's assertions that the details of Ms Riza's treatment were properly shared with senior bank officials.

According to Mr Coll's notes: "At the end of the conversation Mr Wolfowitz became increasingly agitated and said that he was 'tired of people ... attacking him' and 'you should get your friends to stop it'. Mr Wolfowitz said, 'If they fuck me or Shaha, I have enough on them to fuck them too'," naming several senior bank staff he felt were vulnerable.

Wolfowitz er auðvitað ergilegur yfir því að einhverjir "stjórnarmenn" og "hluthafar" séu að vasast í því hvernig hann rekur þennan einkabanka sinn: Hann fékk bankann að léni frá keisaranum sjálfum, og allir undirsátarnir og bjúrókratarnir sem þar sitja og fletta í pappír eiga að hafa sig hæga þegar alvöru stórmenni fara sínu fram!

Stjórn bankans telur hins vegar að Wolfowitz hafi með framferði sínu og stjórnunarstíl stórskaðað bankann:

According to the report, Mr Wolfowitz's actions "had a dramatic negative effect on the reputation and credibility" of the bank.

It concluded that "the damage done to the reputation of the World Bank group" should lead the bank's board to "consider whether Mr Wolfowitz will be able to provide the leadership needed to ensure that the bank continues to operate to the fullest extent possible".

Það hefur reyndar verið stórskemmtilegt að fylgjast með sauðslega sokkböðlinum undanfarna daga, sérstaklega vegna þess að vörn Wolfowitz hefur verið stórfurðuleg. Ef eitthvað er að marka frásögn Washington Post af vörn Wolfowitz virðist sem hann haldi því fram að kærastan sem styrinn stendur um, sé þvílíkt skass og norn að hvorki hann, né stjórn bankans, hafi þorað að díla við hana: Hann hafi neyðst til að veita henni launahækkun því annars...

"Its members did not want to deal with a very angry Ms. Riza, whose career was being damaged as a result of their decision," Wolfowitz said in his response to the investigating committee's report. "It would only be human nature for them to want to steer clear of her."

Semsagt: Kærasta Wolfowitz er þvílíkt kvendi að það er ekki hægt að ætlast til þess að venjulegir menn legðu í að vera nálægt henni? Reyndar efast ég um að það sé mikið "action" hjá Wolfowitz þessa dagana, því hann gengur svo langt að kenna henni um allt djöfuls fjaðrafokið!

Wolfowitz effectively blamed Riza for his predicament as well, saying that her "intractable position" in demanding a salary increase as compensation for her career disruption forced him to grant one to pre-empt a lawsuit. He is scheduled to appear before the board this afternoon. The board is expected to begin deliberating on how to respond as soon as tonight. Board members are inclined to issue a resolution expressing a lack of confidence in Wolfowitz's leadership, senior bank officials said. ...

"Everyone acknowledges that Ms. Riza was extremely angry and upset about being required to take an external placement to resolve a problem that was not of her making," Wolfowitz wrote, portraying the raise as a "settlement of claims."

Þetta er einhver aumingjalegasta vörnin sem Wolfowitz hefði getað fundið upp! Við eigum semsagt að hafa samúð með honum vegna þess að Shaha er svo mikið skass?

Hvíta Húsið virðist reyndar líka eitthvað vera að missa trúna á að það sé hægt að verja Wolfowitz. Fram til þessa hefur Bush stutt við bakið á honum, eins og öllum öðrum vanhæfum aulum sem hann hefur skipað í hin ólíkustu embætti, en samkvæmt fréttum ABC er þessi stuðningur eitthvað að dala:

A senior White House official tells ABC News that "all options are on the table" regarding Paul Wolfowitz's future and that "it is an open question" whether he should should remain as president of the World Bank.

"If you don't have board support and you don't have staff support, it is hard to get anything done," the official told ABC News.  ... the senior official told ABC News "it is an open question" whether Wolfowitz can remain an effective president of the World Bank.

M


mbl.is Alþjóðabankinn hlýðir á mál Wolfowitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa "immunity from legal process" varðandi innri málefni þeirra - eins og t.d. launakjör vinkonu Wolfowitz.

Það er því út í hött fyrir Wolfowitz að þykjast hafa haft áhyggjur af því, sð vinkona hans myndi lögsækja bankann.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég held að þú hafir misskilið, eða viljir misskilja ýmislegt af því sem þú vitnar í hér að ofan. 

Hvar varst þú nafnlaus karlinn, þegar Kurt Waldheim var afhjúpaður? Líklegast ekki fæddur. 

Ekki veit ég til þess að Waldo hafi verið settur á bannlista á Íslandi, eins og víða annars staðar, þegar í ljós kom að hann var svæsinn nasisti í síðari Heimstyrjöldinni.

Wolfie er hins vegar ekki velkominn á Íslandi og í löndum Eystrasaltslandanna, ef trúa má bréfi Valgerðar Sverris úr tapliðinu, sem frábað sig heimsókn Wolfies hingað í Eystrasaltslandið Íslands hér um daginn. Enginn hefur þó fengið að sjá þetta bréf, sem var skrifað vegna rangra upplýsinga frá norskum diplómat, Aas að nafni, sem er fulltrúi Eystrasaltsráðslandanna í þeirri nefnd sem dæma átti sekt Wolfies. Aas hefur líklega farið fram úr umboði sínu.

Hvað er verst Wolfie og kærastan, eða Waldo og stríðið?  Wolfie er að sögn hætturlegur vegna þess að hann hefur sýnt af sér svona meðal "íslenskt siðgæði", en nasistinn Waldo stjórnaði Sameinuðu Þjóðunum og var góður maður og laug alla fulla!

Svo hver fukkar hvern? Mér sýnist að það sé aðeins meira sem hangir á spýtunni í málaflutningi þínum gegn Wolfi en fyrirgreiðslur til kærustunnar. Grunur um slíkt gæti auðveldlega læðst að manni. Og svor er Guardian er ekki ábyggilegasta heimild í heiminum. Ég hélt að menn vissu það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.5.2007 kl. 06:54

3 Smámynd: FreedomFries

Ef þú getur bent á eitt atriði sem ég "misskil" væri ég þakklátur, og áður en þú ásakar fólk um nafnleysi eða að vera pelabörn finnst mér að þú ættir að skoða síðuna örlítið betur. Það er hlekkur hér til hliðar: um höfundinn.

Hvað Kurt Waldheim kemur þessu máli við skil ég engan veginn.

Varðandi Guardian - þér finnst semsagt líklegt að the Guardian ljúgi upp tilvitnunum í skýrslu stjórnar Alþjóðabankans? Skýrslu sem er aðgengileg öllum almenningi á heimasíðu bankans? Sjá hér. Þó þér mislíki inntak frétta er óþarfi að halda því fram að þær séu lygar eða að þeir sem vitna í þær séu viljandi að "misskilja" innihald þeirra eða hafi gerst sekir um rangfærslur.

Þegar ég hef tíma til, og þegar ég hef aðgang að þeim, les ég yfirleitt frumheimildir frétta - og í öllum tilfellum athuga ég fréttir. Það kemur aldrei fyrir að ég endurbirti fréttir sem hafa vafasöman uppruna, nema ég taki sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða. Reyndar held ég að ég fact-tékki skrif mín eins vel og hægt er að ætlast til af bloggara: Ég hef aldrei þóst vera einhverskonar ríkisútvarp! En ég fer fram á að fólk véfengi túlkun mína á fréttum eða atburðum, en reyni ekki að véfengja heiðarleika minn og halda því fram að ég skáldi fréttir eða fari frjálslega með staðreyndir.

En semsagt, ég ákvað að fletta þessum ummælum Wolfowitz upp í skýrslu bankans, því hún er aðgengileg almenningi: Þessi ummæli Wolfowitz eru á blaðsíðu 68-69, línu 15-22 á blaðsíðu 68 og línu 1-2 á blaðsíðu 69 í uppskrift á viðtali við Xavier Coll, yfirmann HR deildar bankans. Þetta viðtal er fylgiskjal 10 með skýrslunni. Það er hægt að lesa þetta fylgiskjal hér. Blaðsíða 68 í viðtalinu lendir á blaðsíðu 72 í PDF skjalinu. Þú getur flett þessu upp sjálfur, og gengið úr skugga um að The Guardian, og þar með ég, vitnuðum rétt í skjöl Alþjóðabankans.

Ef þú lest skýrsluna og viðtölin er ljóst að Wolfowitz er algjör djöfulsins skíthæll og kemur fram við undirmenn og yfirleitt alla sem voga sér að vera ósammála honum af ótrúlegri vanvirðingu - og tilraun hans til að kenna kærustunni um þetta mál segir meira en flest annað um innræti hans. 

Bestu kveðjur, Magnús

FreedomFries, 16.5.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Magnús,

ég biðst afsökunar á að hafa ekki fundið nafn þitt fyrr. Nú er ég búinn að ættfæra þig og hef afrit af genótypunum í þér frá Kára í DeCode. Við erum lítt skyldir og hafði ég nú gert ráð fyrir því.

Þú ert með dálk sem kallast Höfundur. Þar gefur þú ekki upp nafn, eins og flestir, en setur þetta undir atriðisorðið Síður. Ég er viss um að Wolfowitz myndi gera það sama ef hann væri með Wolfie-blogg. Það væri nú gaman að lesa bloggið hans.

En hann er ekki skíthæll. Það er þinn dómur, og hann vegur ekki meira en álit eins manns í lýðræðisríki. En í lýðræði eru það venjulega dómstólar sem að lokum ákveða hvort menn eru skíthælar eða ekki. Við dómstóla er líka hægt að reka meiðyrðamál ef menn hafa verið kallaðir skíthælar að ósekju. Dómarar götunnar eru frekar í ætt við Saddam og aðra einræðisherra.

Langar mig að benda þér á athugasemdirnar við þetta til að skýra af hverju Waldheim kemur þessu máli við:

Ráðstjórnarríkin vissu allt um feril Waldheims í stríðinu. Þau vildu ólm hafa hann sem yfirmann SÞ og nýttu sér örugglega vitneskju sína. Waldheim getur nú auðveldlega komið í heimsókn til Íslands, en það getur Wolfie greinilega ekki. Spurðu bara Valgerði Sverrisdóttur. Hvernig ætli standi á því? Álítur Valgerður líka að Wolfie sé skíthæll? Lýðræði hefur ekki alltaf verið sterkasta hlið Framsóknarmanna og árið sem þú fæddist voru einhverjir sem kölluðu þá Mafíu. Sú ásökun fór víst aldrei fyrir dómstóla.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.5.2007 kl. 05:32

5 Smámynd: FreedomFries

Ég held reyndar að það sé ekki hlutverk dómstóla að ákveða hvort menn séu skíthælar eða ekki - þeir dæma um sekt og sakleysi en ekki karakterinnræti. Hlutverk "dómstóls götunnar" er akkúrat að kveða upp úr um karakterinnræti! Svo eru sálir manna dæmdar á hinsta degi. Þetta held ég að sé kallað þrískipting dómsvaldsins...

Það besta við dómstól götunnar er að þar mega allir kveða upp sinn eigin dóm. Og minn dómur er þessi: Wolfowitz er frekar ógeðfelld karlugla.

Mér stendur nú eiginlega algjörlega á sama hvað þessir "framsóknarmenn" og  "Valgerður" sem þú ert að tala um gera og segja og finnst um fyrrverandi þjóðarleiðtoga einhverra annarra útlanda, og ætla að biðja þig að hætta að þusa um það á þessum vetvangi. Það eru ábyggilega einhver blogg sem sérhæfa sig í að nöldra yfir embættisfærslum "framsóknarmanna". Yfirlýst stefna þessa bloggs er að tala um Bandaríkin, bandaríska stjórnmálamenn og bjurokrata. Seinast þegar ég gáði var Waldheim Austurríkismaður og Sovétríkin í Evrasíu. Svo leystust þau upp fyrir sextán árum, eða svo...

FreedomFries, 17.5.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband