Gonzales reynir að kenna McNulty um saksóknarahreinsunina!

McNulty í vinnunniAfsögn McNulty virðist hafa hleypt lífi í saskóknarahreinsunarskandalinn sem er búinn að dragast áfram undanfarna mánuði! Um leið og McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði af sér flýtti Gonzales, dómsmálaráðherrann, sér að kenna þeim fyrrnefnda um allan skandalinn!

Gonzales var á blaðamannafundi í morgun, og notaði tækifærið til að ásaka McNulty um að hafa staðið á bak við brottrekstur saksóknaranna. Það er hægt að horfa á Gonzales á C-Span. Samkvæmt Gonzales á McNulty að hafa "signed off on the names"...

Semsagt: Gonzales heldur því nú fram að hann hafi staðið í þeirri meiningu að McNulty hafi valið saksóknarana sem átti að reka. McNulty hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um brottreksturinn fyrr en búið var að setja saman lista yfir saksóknara sem þyrfti að reka, og þá setið fundi með Karl Rove þar sem farið var yfir brottreksturinn. Fréttaskýrendur halda því ennfremur fram að McNulty hafi sagt af sér m.a. vegna þess að hann hafi ekki verið hafður með í ráðum eða "in the loop".

Þetta er hið skemmtilegasta mál, því skjót viðbrögð Gonzales benda til þess að hann sé skíthræddur - það lítur allt út fyrir að dómsmálaráðuneyti Bush sé að molna niður!

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband