Monica Goodling mun bera vitni

Eina myndin sem til er af Moniku GoodlingMerkilegustu fréttir dagsins eru að Monika Goodling, fyrrverandi aðstoðarmanneskja Alberto Gonzales, og sem virðist vera lykillinn að saksóknarahreinsunarskandalnum, mun að öllum líkindum bera vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins. Skv. AP:

A federal judge approved an immunity deal Friday allowing former Justice Department aide Monica Goodling to testify before Congress about the firing of eight federal prosecutors.

Goodling, who served as the department's White House liaison, has refused to discuss the firings without a guarantee that she will not be prosecuted. Congress agreed to the deal, Justice Department investigators reluctantly agreed not to not oppose it and U.S. District Judge Thomas Hogan gave it final approval Friday.

Þetta eru stórfréttir, því Goodling hefur neitað að bera vitni - en nafn hennar kemur upp hvað eftir annað í skjölum tengdum saksóknarahreinsuninni sem hafa verið gerð opinber. Aðrir viðriðnir málið, þar með taldir saksóknarar sem voru reknir, telja allir að hún hafi séð um að skipuleggja aðgerðirnar. Og meðan Alberto Gonzales neitar að svara spurningum þingsins, og þykist ekki muna eitt né neitt, er Goodling besta von okkar að komast til botns í þessu máli.

Goodling hefur fram til þessa neitað að bera vitni, og borið við að hún vilji ekki veita vitnisburð sem geti komið sér í fangelsi, (og menn hafa að vonum spurt sjálfa sig hvað það sé sem Goodling vilji ekki tala um sem hún sjálf veit að geti komið sér í fangelsi!).

Hvort sem Goodling segir nokkuð nýtt eða merkilegt, eða yfirleitt veitir nokkrar upplýsingar sem geti komið fyrrverandi yfirmönnum sínum í vandræði, er ljóst að vitnisburður hennar er nauðsynlegur til að komast til botns í þessu máli öllu.

Fréttaskýrendur hafa t.d. bent á að við þingyfirheyrslurnar muni blaðaljósmyndarar fá tækifæri til að taka af henni nýjar ljósmyndir, því eina einasta ljósmyndin sem til er af þessari konu (í það minnsta eina ljósmyndin sem dagblöð og sjónvarpsstöðvar hafa, er sú sem er hér að ofan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband