Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins, þróunarkenningin og Ronald Reagan

Kappræður forsetaframbjóðenda Repúblíkanaflokksins voru haldnar um daginn, og ólíkt kappræðum demokrata voru ekkert nema gamlir hvítir karlar uppi á sviði. Kappræðurnar voru ekkert sérstaklega áhugaverðar, og fjölmiðlar hafa sýnt þeim furðulitla athygli. Fyrir utan tvö atriði sem hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi voru frambjóðendurnir spurðir hvort þeir "tryðu" á þróunarkenninguna, og þrír sögðust ekki trúa á þróunarkenninguna. Sbr þessa upptöku:

Það er auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir, en það er full ástæða til að efast um að maður sem kýs sköpunarsögu biblíunnar fram yfir nútíma vísindi geti stjórnað þróuðu lýðræðisríki. Ef þessir frambjóðendur bera þetta litla virðingu fyrir vísindum og skilja veröldina þetta ílla hvernig er þá hægt að búast við því að þeir geti tekið upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir?

En þetta þróunarkenningarmál er samt ekkert sérstaklega merkilegt. Við höfum vitað um nokkurt skeið að mikið af kjósendum og fulltrúum flokksins hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um gangverk veraldarinnar. Sam Brownback, Mike Huckabee, and Tom Tancredo eiga hvort sem er aldrei eftir að vinna tilnefningu flokksins, svo þetta skiptir svosem ekki miklu máli.

Það sem er merkilegra er að enginn af frambjóðendumum virðist trúa á George Bush.

Það var ekki raunverulega fyrr en i fyrra haust að fréttaskýrendur gerðu sér grein fyrir því að óvinsældir stríðsins í Írak, og ekki síst óvinsældir forsetans, gætu skaðað flokkinn. Síðan þá hafa vinsældir stríðsins og forsetans síst aukist. Samkvæmt síðustu könnun Newsweek er "job approval rating" forsetans 28%. Innan við þriðjungur þjóðarinnar telur að forseti landsins sé að leiða landið í rétta átt. Það þarf að leita allt aftur til 1979 til að finna forseta með jafn lítið fylgi! Með öðrum orðum: Það hefur enginn forseti Bandaríkjanna í 28 ár verið jafn óvinsæll meðal þjóðarinnar...

Þetta er auðvitað meiriháttar vandamál fyrir flokkinn, sem kom skýrt fram í kappræðum forsetaframbjóðenda þeirra um daginn. Nafn forsetans var nefnt einu sinni allt kvöldið! Samhengið var þetta. Chris Matthes, sem stýrði umræðunum spurði Brownback út í Scooter Libby:

MATTHEWS: Let me go to, Senator — do you think Scooter Libby should be –
BROWNBACK: Let the legal process move forward, and I’d leave that up to President Bush. And I think he could go either way on that.

(Sjá uppskrift MSNBC á umræðunum.) Til samanburðar var Ronald Reagan nefndur 19 sinnum á nafn... Hver ætli hafi nefnt Reagan oftast?

  • Giuliani: 5
  • Romney: 3
  • Brownback: 1
  • Hunter: 2
  • Huckabee: 1
  • Thompson: 3
  • McCain: 3
  • Gilmore: 1

Þessi Reaganást stafar vitaskuld af því að flokkurinn hefur ekkert annað til að grípa til - eftir áralanga óstjórn Bush getur flokkurinn ekki með góðu móti bent á afrek sín. En það að frambjóðendur flokksins finni sig knúna til að segja "Ronald Reagan" í hvert sinn sem þeir þurfa að útskýra afstöðu sína til erfiðra mála, þegar þeir þurfa að útskýra hvaða "sýn" þeir hafa á framtíð Bandarikjanna bendir til djúpstæðari vanda. Það sem gerði Ronald Reagan vinsælan var að honum tókst einhvernveginn að koma í orð draumum og hugsunum margra Bandaríkjamanna. Ég er ekki að segja að ég telji Reagan hafa stýrt Bandaríkjunum í rétta átt - heldur að honum hafi einhvernveginn tekist að telja flestum Bandaríkjamönnum trú um að hann hefði framtíðarsýn, hærri hugsjónir og að hann væri leiðtogi. Þetta virðast frambjóðendur flokksins ekki hafa skilið. Peggy Noonan, sem er dálkahöfundur og mjög hægrisinnuð benti á að þessi Reagan-fixasjón væri ekki til marks um leiðtogahæfileika, heldur skort á þeim. (Að vísu kennir hún "fjölmiðlum" um - en ég held að það hafi ekki þurft fjölmiðla til að kítla Giuliani til að líkja sjálfum sér við Reagan fimm sinnum).

[T]he media’s fixation with which Republican is the most like Reagan, and who is the next Reagan, and who parts his hair like Reagan, is absurd, and subtly undermining of Republicans, which is why they do it. Reagan was Reagan, a particular man at a particular point in history. What is to be desired now is a new greatness. Another way of saying this is that in 1960, John F. Kennedy wasn’t trying to be the next FDR, and didn’t feel forced to be. FDR was the great, looming president of Democratic Party history, and there hadn’t been anyone as big or successful since 1945, but JFK thought it was good enough to be the best JFK. And the press wasn’t always sitting around saying he was no FDR. Oddly enough, they didn’t consider that an interesting theme.

They should stop it already, and Republicans should stop playing along.

Hvað segir það um frambjóðendur flokksins að þeir geti hvorki sagt kjósendum sínum hver afstaða þeirra til sitjandi forseta er, eða hvernig og hvert hann hefur leitt þjóðina seinustu árin, né hvert þeir sjálfir myndu leiða hana?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag. Góð færsla hjá þér.

En það eru ekki 38 ár síðan 1979.

Helgi Bergmann (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: FreedomFries

Mikið rétt... það er sennilega rétt hjá þér. Og fyrst ég er þeirrar skoðunar að menn geti ekki orðið forsetar ef þeir hafna þróunarkenningunni hlýt ég að vera þeirrar skoðunar að menn sem ekki kunna samlagningu og frádrátt eigi ekkert frekar erindi í stjórnmál! Ekki nema ég haldi því fram að þetta sé creationist math? :)

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 6.5.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Púkinn

Dapurlegt - en kemur ekki svo voðalega á óvart.

Púkinn, 7.5.2007 kl. 12:16

4 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Romney virðist heldur ekkert vera að farast úr veruleikatengingu.

"It seems that Europe leads Americans in this way of thinking," Romney told the crowd of more than 5,000. "In France, for instance, I'm told that marriage is now frequently contracted in seven-year terms where either party may move on when their term is up. How shallow and how different from the Europe of the past."

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2007/05/05/AR2007050501081.html

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: FreedomFries

Þar sem Romney hefur nýlega lýst því yfir að uppáhalds bókin hans sé "Battlefield Earth" eftir L Ron Hubbard - föður vísindakirkjunnar, telja menn að Romney hafi sennilega verið að ruglast á Frakklandi og annarri vísindaskáldsögu, Orson Scott Card, The Memory of Earth, sem er aftur byggð á einni vinsælustu vísindaskáldsögu allra tíma, Mormónsbók...   - hugsanlega var hann líka að slá saman Vulkönum og Fransmönnum, og svo klúðrað sögunni í þokkabót - því Vúlkanir makast bara á sjö ára fresti.

Og þessi ummæli um Frakkland féllu í Regent University - sem er rekinn af sjónvarpspredíkaranum Pat Robertson. Það var kannski við hæfi að Romney talaði tóma vitleysu og vitnaði í vísindaskáldsögur fyrst hann var að ávarpa þykjustuháskóla?

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 8.5.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband