Rick Renzi, saksóknarahreinsunin og nýjustu spillingarmál repúblíkana

Rick RenziÞað er frekar erfitt að fylgjast með fréttum af nýjustu spillingarmálum repúblíkana og saksóknarahreinsuninni. Ekkert þessara mála hefur verið leitt til lykta, og þau virðast öll einhvernveginn tengd. Nýjasta dæmið er rannsókn alríkislögreglunnar á Rick Renzi, þingmanni repúblíkana frá Arizona. Renzi auðgaðist á vafasömu landbraski, og er sakaður um að hafa þrýst á um löggjöf og fjárveitingar fyrir hönd viðskiftafélaga sinna.

Fréttir af Renzi eru orðnar frekar gamlar - það fréttist fyrst af þessu máli í fyrra. Renzi vann engu að síður endurkjör (naumlega). Í síðustu viku var svo gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu fjölskyldumeðlima Renzi, og í kjölfarið hefur hann sagt af sér allri nefndarsetu í þinginu. Samkvæmt fréttum hefur Renzi einnig beðið flokkinn að aflýsa þáttöku sinni á öllum kosninga- og fjáröflunarfundum, nokkuð sem sumum blogurum finnst benda til þess að hann ætli að segja af sér þingmennsku.

Það sem gerir þetta Renzi mál forvitnilegt er að það (eins og reyndar flest pólítísk spillingarmál sem komið hafa upp undanfarnar vikur og mánuði) virðist tengjast saksóknarahreinsuninni. Paul Charlton, alríkissaksóknari Arizona, sem var að rannsaka viðskifti Renzi var einn þeirra sem var rekinn af Alberto Gonzales, meðan hann var í einu af minnisleysisköstum sínum. Dagblöð í Arizona hafa velt því fyrir sér hvort þetta sé bara merkileg tilviljun, eða hvort eitthvað meira búi undir.

En jafnvel þó Charlton hafi ekki verið rekinn fyrir að rannsaka Renzi virðist sem dómsmálaráðuneytið hafi kerfisbundið reynt að sabotera rannsóknina. Wall Street Journal - sem verður ekki sakað um að vera einhverskonar málgagn bandarískra vinstrimanna - útskýrir þetta sérkennilega mál:

As midterm elections approached last November, federal investigators in Arizona faced unexpected obstacles in getting needed Justice Department approvals to advance a corruption investigation of Republican Rep. Rick Renzi, people close to the case said.

The delays, which postponed key approvals in the case until after the election, raise new questions about whether Attorney General Alberto Gonzales or other officials may have weighed political issues in some investigations....

Investigators pursuing the Renzi case had been seeking clearance from senior Justice Department officials on search warrants, subpoenas and other legal tools for a year before the election, people close to the case said....

...the investigation clearly moved slowly: Federal agents opened the case no later than June 2005, yet key witnesses didn't get subpoenas until early this year, those close to the case said. The first publicly known search -- a raid of a Renzi family business by the Federal Bureau of Investigation -- was carried out just last week....

...the Renzi case -- like many that involve members of Congress -- is being handled jointly by the local U.S. attorney and the department's public-integrity section. In such cases, a senior department official must approve requests for wiretaps and warrants and other formal legal steps.

Lögreglumenn sem voru að rannsaka Renzi urðu að bíða mánuðum saman eftir að fá leyfi til að hlera síma hans - og loks þegar leyfið var gefið var rannsóknin komin í fréttirnar. Samskonar seinagangur einkenndi viðbrögð dómsmálaráðuneytisins við rannsókn Carol Lam í San Diego á Duke Cunningham. Cunningham endaði í fangelsi, og Lam var rekin. Ég er varla einn um að finnast þetta vera grunsamlegar tilviljanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánsi

Bússi hefur nú aldrey veruð þekktur fyrir annað en að vera vinur vina sinna. Held nú samt að Gonzales verði látinn taka pokann sinn á komandi vikum.

Skemmtileg samantekt ;/ 

Brjánsi, 26.4.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: FreedomFries

Brjánsi - Ég held að þetta verði ekki skýrt nema með því að taka með í reikninginn vináttu Bush og Gonzales. Bush er loyal - annars gæti hann ekki heldur vænst loyalty frá undirmönnum sínum? Og jú, hann hlýtur að fara bráðum.

Sölvi - takk fyrir þessa ábendingu.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 27.4.2007 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband