Skýring fundin á fjöldamorðunum í Virginíu: kennsla á þróunarkenningu Darwin

Ken HamÍ gær skrifaði ég um þann elskulega dálkahöfund John Derbyshire, sem er helst frægur fyrir óendalega karlmennsku sína og hetjulund. Derbyshire hafði á sinn alkunna hátt athyglisverðar skoðanir á voðaverkunum í Virginíu, en meðan Derbyshire hafði skoðanir á því hvernig hefði mátt stöðva morðingjann (hann hefði prívat og persónulega yfirbugað morðingjann með kungfustökki... hæææ-A) eru aðrir sem hafa komið auga á fyrirbyggjandi aðgerðir.

Vinstrimenn hafa auðvitað lagt til að banna vopnaburð - sem er ógerlegt, bæði vegna þess að þð er of mikið af byssum í umferð nú þegar, og vegna þess að stjórnarskráin tryggir vopnaburðarrétt almennings. En sem betur fer eru "the social conservatives" og family values hugsuðir sem geta leyst erfið félagsleg vandamál sem vinstrimenn ráða ekki við! Og hver skyldi lausnin vera? Nú, augljóslega að nota biblíuna í líffræðikennslu! Vegna þess að allt ofbeldi, öll samfélagsleg vandamál, og yfirleitt allt sem miður fer er afleiðing þess að við höfum leyft allskonar "vísindamönnum" og öðrum meðlimum "the reality based community" að vaða uppi og útskýra veröldina í stað þess að leita að öllum svörum alltaf í biblíunn...

Ken Ham, sem er hávær talsmaður þess að þróunarkenningu Darwin, svo kenna megi sköpunarsögu biblíunnar, skrifaði í gær hugleiðingar um fjöldamorðin:

We live in an era when public high schools and colleges have all but banned God from science classes. In these classrooms, students are taught that the whole universe, including plants and animals--and humans--arose by natural processes. Naturalism (in essence, atheism) has become the religion of the day and has become the foundation of the education system (and Western culture as a whole). The more such a philosophy permeates the culture, the more we would expect to see a sense of purposelessness and hopelessness that pervades people's thinking. In fact, the more a culture allows the killing of the unborn, the more we will see people treating life in general as "cheap."

I'm not at all saying that the person who committed these murders at Virginia Tech was driven by a belief in millions of years or evolution. I don't know why this person did what he did, except the obvious: that it was a result of sin. However, when we see such death and violence, it is a reminder to us that without God's Word (and the literal history in Genesis 1-11), people will not understand why such things happen.

Greinin öll er vangavelta um að guð láti hluti ekki gerast að ástæðulausu - en undirliggjandi boðskapur hennar er að voðaverk eins og það sem átti sér stað í fyrradag séu skiljanleg í ljósi þess að það sé verið að kenna vísindi í skólum, og að samfélagið hafi "banned God from science classes", (nb. hann er ekki að bolsótast yfir því að guð fái ekki inni í skólum, heldur að guð sé ekki kenndur í líffræði, eðlisfræði eða efnafræði!) - og að samfélag sem leyfi fóstureyðingar kalli yfir sig hugsunarhátt sem leiði til fjöldamorða.

Eftir fjöldamorðin í Columbine kom Ham fram með nákvæmlega sömu skýringu. Hugsunin er einhvernveginn sú að þar sem þróunarkenningin segi að menn hafi þróast af öpum og dýrum, hvetji það nemendur til þess að sjá sjálfa sig sem villidýr og kasta af sér öllum böndum siðmenningar, skynsemi og siðgæðis. Til grundvallar þessari furðulegu hugmynd býr auðvitað botnalus vantrú á siðferðislegan styrk eða skynsemi annars fólks - að maðurinn sé svo breyskur og spilltur að ef hann lifi ekki í stöðugum ótta við refsiglaðan guð, og sé minntur á guð og biblíuna við hvert fótmál, hljóti hann ekki aðeins að falla í freystni, heldur leiðast til fjöldamorða!?

Þegar Ham kenndi þróunarkenningunni um fjöldamorðin í Columbine var hann þó ekki einn á báti, því enginn annar en Tom DeLay kvaddi sér hljóðs í þingsal til að lýsa því yfir að þróunarkenningin (og útivinnandi mæður, leikskólar og getnaðarvarnir) væru orsök slíkra voðaverka!

...because we place our children in day care centers where they learn their socialization skills among their peers under the law of the jungle,  ...  our school systems teach the children that they are nothing but glorified apes who are evolutionized [sic] out of some primordial soup.*

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að leggja út af þessum orðum DeLay, annað en að í ræðunni taldi hann upp allt sem honum finnst að í nútímasamfélagi, sjónvarpsáhorf barna, tölvuleikir (eða dungeons and dragons - það er ekki alveg ljóst hvort hann á við þegar hann talar um "virtual worlds", en þar sem þetta er 1999 held ég að hann hafi sennilega verið að tala um D&D), getnaðarvarnir, einhleypar mæður osfv.

Það sem er merkilegt við þessa vangaveltur DeLay og Ham er að þeir virðast í einlægni trúa því að Bandarískt samfélag sé að molna, m.a. vegna þess að sköpunarsaga biblíunnar sé ekki kennd í skólum. Vandamálið er augljóst: það er eitthvað að í samfélagi þar sem ungt fólk heldur að fjöldamorð séu eðlilegt svar við sálarangist. En okkur virðist greina á um hver orsökin sé. Ég leyfi mér þó að fullyrða að hún, og lausnin, finnast ekki meðan menn eins og DeLay og Ham eru ekki bara fullgildir þátttakendur í umræðunni, heldur komast til valda og áhrifa og geta mótað félagsgerðina, sett lög og stýrt samfélaginu.

*Fyrir þá sem trúa því ekki að DeLay hafi látið þetta út úr sér er bent á að fletta þessu upp - ég trúði þessu ekki sjálfur. Það er eitt að vitleysingar eins og Ham vogi sér að kenna kennslu í vísindum um fjöldamorð, en að einn valdamesti þingmaður Repúblíkanaflokksins finnist það eðlilegt er eiginlega of ótrúlegt. En semsagt, þessi ummæli er að finna í umræðum um CONSEQUENCES FOR JUVENILE OFFENDERS ACT OF 1999 -- (House of Representatives - June 16, 1999), blaðsíðu H4366, og það er hægt að finna þessi ummæli í þíngtíðindum neðri deildar, sem eru leitanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn er ég algerlega orðlaus. Hvað er hægt að segja við svona rugli?  Hvar byrjar maður? 

Er ekki ástæðan sú að bandaríkin búa við fasíska stjórnskipun, þar sem hervæðing og stríðrekstur heimtar helming þjóðartekna og byggir að miklum hluta á hernaðarbrölti, ofbeldisdýrkun og totalitarian trúarofstæki? 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2007 kl. 17:24

2 identicon

Auðvitað hefur það áhrif á fólk hvernig það sér lífið og sjálft sig. Ef Guð er ekki til og þjáningar, dauði og baráttan til að lifa af á meðan hinir sem eru ekki svo hæfir deyja þá hefur það auðvitað áhrif á hugsunargang fólks.  Sá sem aðhyllist náttúruisma og trúir því virkilega að náttúrulegir ferlar geta búið til forritunarmál, gífurlega flóknar vélar og gífurlegt magn af upplýsingum; hvaða ástæðu getur viðkomandi gefið að það sé rangt að gera eins og þessi maður gerði?  Eina siðgæðið sem hann hefur er það sem að náttúrulegir ferlar gáfu honum og hann er í rauninni sinn eigin Guð og ákveður hvað er rangt og hvað er rétt og í þessu tilfelli þá greinilega komst þessi ungi maður að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert til að lifa fyrir og það væri í lagi að drepa helling af fólki.

Darwinismi tekur allt andlegt út úr lífinu, rífur niður gildi annara einstaklinga nema þíns sjálfs og síðan smá auka leiðindi að hann skaðar framgang vísinda.

Mofi (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: FreedomFries

Ég trúi því reyndar að stjórnskipan Bandaríkjanna sé ekki fasísk, þó sumir af valdamestu mönnum landsins hafi sérkennilegar hugmyndir um lög og rétt og finnist lítið varið í stjórnarskrá landsins. Það er svo auðvitað allt annað mál að Bandaríkjamenn veita óþarflega miklu til hernaðaruppbyggingar, þó það sé ekki helmingur þjóðartekna. (Það er innan við 5% - á hátindi kalda stríðsins eyddu Bandaríkjamenn innan við 10% í varnarmál). Vandamál Bandaríkjanna held ég að sé fyrst og fremst léleg stjórn - t.d. menntastefna sem er miðuð við að gleðja jólasveina eins og þennan Ken Ham og skoðanabræður og systur hans sem halda að samfélagið hrynji ef skólar eru ekki stöðugt að predíka fagnaðarerindið eða ágæti skírlífis. Það, og þjónkun við aðra sérhagsmunahópa. Jú, og líka hrein spilling og frændsemi - sbr. "Heck of a job" Brownie.

Tom DeLay er líka ágætur fánaberi fyrir heimskuna (eða kannski er atgerfisskortur eða vanhæfni betri til að lýsa þessari stjórnmálaheimspeki Bushco?) og trúarruglið annarsvegar og sérhagsmunaþjónkunina hins vegar.

mbk! Magnús

FreedomFries, 18.4.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kæri Mofi. Darwinismi er ekki stefna eða hugmyndafræði.  Ákveðin ráðandi tilhneiging í lífkerfinu er kennd við manninn, sem veitti henni fyrst athygli og sýndi fram á tilvist hennar. Trúarbrögð eru ekki mótvægi við náttúru lögmál.  Það er svipað og kommarnir héldu um mannlegt eðli, með svo hrapalegum afleiðingum. Trúarlegt dogma er hins vega hápólitískt og notað í pólitískum tilgangi.  Lífið rís og hnígur án þeirra inngripa.  Trú er heimspekileg viðleitni einstaklingsins til að höndla jafnvægi í sálar og félagslífi sínu og verður ekki stofnanavædd.  Í stórum dráttum finnst mér hún snúast um að gefa og þiggja að launum í stað þess að hrifsa og grípa, sem eru viðbrögð óttans, sem á hinn bóginn kemur af vantrausti okkar til náungans. Trú reynir að rjúfa þennan vítahring. Trúarbrögð og þvingun festir hann í sessi.  Fyrir mér snýst þetta um að gefa egóinu minna vægi og hugsa meira við í stað ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2007 kl. 19:03

5 identicon

Auðvitað er Darwinismi hugmyndafræði sem hefur áhrif á hvernig fólk sér lífið í kringum sig.  Ekki einu sinni Darwin var svo vitlaus að hann sæi ekki að hans hugmyndir myndu hafa siðferðislegar afleiðingar og afleiðingar á þá einstaklinga sem myndu taka við hans hugmyndum.  Ákveðin hugmynd er tengd við Darwin, að einfrömungar gætu orðið að fólki ef þú gæfir þeim nógu mikinn tíma. Þetta er ekki beint eitthvað sem hægt er að sjá af því að horfa á náttúruna. Ef þú ert að tala um náttúruval þá var búið að "uppgvöta" það fyrir tíma Darwins; Darwin aðeins dróg þá ályktun að ef goggurinn á finkum gæti stækkað og minnkað, þá þýddi það að froskar gætu orðið að prinsum.

Þróun er pólitískt og t.d. notaði Hitler þessa hugmynd í pólitískum tilgangi. Trú á þróun hefur áhrif á siðferði, svarar spurningum eins og hvaðan við komum og hvað verður um okkur. Hvort það sé von um eitthvað meira eða ekki. Hvort við séum eitthvað meira en tilviljanakennd klessa af sameindum sem segir margt um hvers virði við og aðrir einstaklingar séum.

mofi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband