Samtök bandarískra íhaldsmanna vilja Gonzales burt

Gonzales brosir á sinn alkunna og greindarlega máta...Þegar fjallað er um saksóknarahreinsunina og hneykslismál Alberto Gonzales vill það oft gleymast að gagnrýni á hann er ekki flokkspólítískt mál: gagnrýni á embættisfærslur hans eru ekki allar eða einvörðungu úr herbúðum "vinstrimanna" eða Demokrata. Framburður Gonzales, og allur málatilbúnaður dómsmálaráðuneytisins - svo ég tali nú ekki um fyrri árásir Gonzales á persónufrelsi og stjórnarskrárvarin réttindi almennings gagnvart ofríki ríkisins og lögregluyfirvalda - gera að verkum að allir sem hafa áhuga á lögum og rétti, réttarríkinu og frelsi, hafa ókyrrst mjög...

Seinasta sönnun þess að það eru ekki bara "vinstrimenn" sem hafa áhyggjur af lögum og rétti er bréf American Freedom Agenda - sem er félagsskapur stofnaður til framdráttar "conservative legal principles". Skv. Time, sem fjallaði í gær um bréfið og mikilvægi þess:

In what could prove an embarrassing new setback for embattled Attorney General Alberto Gonzales on the eve of his testimony before the Senate Judiciary Committee, a group of influential conservatives and longtime Bush supporters has written a letter to the White House to call for his resignation.

Bréfritarar telja upp marga glæpi Gonzales: 

"Mr. Gonzales has presided over an unprecedented crippling of the Constitution's time-honored checks and balances," it declares. "He has brought rule of law into disrepute, and debased honesty as the coin of the realm." Alluding to ongoing scandal, it notes: "He has engendered the suspicion that partisan politics trumps evenhanded law enforcement in the Department of Justice."

Að þeirra viti gerir þetta allt að verkum að Gonzales geti ekki setið sem "the chief law enforcement officer" - nú, vegna þess að hann hefur grafið undan trausti almennings á lögunum, löggæsluyfirvöldum, og stjórnvöldum almennt.

The letter concludes by saying, "Attorney General Gonzales has proven an unsuitable steward of the law and should resign for the good of the country... The President should accept the resignation, and set a standard to which the wise and honest might repair in nominating a successor..."

Og bréfritarar eru allir bona-fide íhaldsmenn og harðir repúblíkanar:

It is the first public demand by a group of conservatives for Gonzales' firing. Signatories to the letter include Bruce Fein, a former senior official in the Reagan Justice Department, who has worked frequently with current Administration and the Republican National Committee to promote Bush's court nominees; David Keene, chairman of the influential American Conservative Union, one of the nation's oldest and largest grassroots conservative groups; Richard Viguerie, a well-known G.O.P. direct mail expert and fundraiser; and Bob Barr, the former Republican Congressman from Georgia and free speech advocate, as well as John Whitehead, head of the Rutherford Institute, a conservative non-profit active in fighting for what it calls religious freedoms.

Fein, speaking for the signatories, told TIME that Gonzales' planned testimony to Congress tomorrow, the text of which has been released by the Justice Department, was a "terrible disappointment" that left unanswered key questions on which his job may now depend. "Gonzales' testimony before the Judiciary Committee resorts to a truly Clintonesque defense of his own previous false statements," says Fein. "In fact," he says, "Gonzales' latest declarations really do call into question the forthrightness and honesty indispensable for America's chief law enforcement officer."

Í kosningunum 2000 hélt Bush því fram að hann ætlaði að "restore dignity to the White House". Margir, sérstaklega í röðum íhaldsmanna, trúðu þessu loforði hans. Því verður ekki neitað að margir Bandaríkjamenn höfðu á tilfinningunni að Clinton hefði einhvernveginn "brought shame on the White House" með aulalegum framhjáhaldstilburðum og "Clintónískum" útúrsnúningum. Þó ég sé persónulega þeirrar skoðunar að glæpir hans og afsakanir séu varla stórmál - í það minnsta ekki efni í þingrannsóknir á kostnað skattgreiðenda - ætla ég ekki að gera lítið úr siðferðislegu sjokki margra Bandaríkjamanna. (Það að leiðtogar Repúblíkana í þeirri siðferðiskrossferð hafi sjálfir verið ómerkilegir hræsnarar er allt annað mál).

Bush hefur hins vegar tekist að ganga mun lengra í að rýja Hvíta Húsið trausti, virðingu og tiltrú þjóðarinnar. Þegar íhaldsmenn eru farnir að lýsa málatilbúnaði ráðherra Bush sem "Clintonesque" er ljóst að stjórnin hefur sokkið heldur djúpt.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband