Komin til baka úr sólinni í Mexico í snjóinn í Minnesota

Solla og Magga eftir að hafa gengið bæði upp, og niður, öll 113 þrepin, sem allar guidebooks segja að séu að vísu 120... Okkur tókst samt ekki að telja fleiri en 113. Kannski eru mismörg þrep eftir því hver telur?Eftir nærri tveggja vikna ferðalag komum við aftur til Minnesota. Eftir sumar og sól á Yucatanskaga beið okkar snjókoma og kuldi í Minnesota. Og svo hafði öryggið farið af í eldhúsinu, svo ísskápurinn náði að mygla. Hálfgerður antíklímax.

Seinustu dögunum eyddum við í Cancun, á einhverskonar "all included resort". Eftir að hafa verið í Playa del Carmen og í sumarhúsi fjarri túristavitfirringunni get ég ekki mælt með Cancun við nokkurn mann - nema bara til að keyra í gegn um "Zona Hoteleria" sem er um það bil 17 kílómetra langur vegur eftir einhverskonar mjórri eyju, eða eyði, sem er þéttsetið risavöxnum hótelbyggingum, verslunarmiðstöðvum og Amerískum keðjuveitingahúsum. Börnin skemmtu sér að vísu vel - sonur minn skemmti sér konunglega í öldunum á ströndinni meðan dóttir mín svamlaði í hótelsundlaugunum. Seinasta kvöldið var ég svo að keyra með dóttur minni, en gleymdi að kveikja á ljósunum og var stoppaður af lögreglumanni sem talaði enga ensku, en gerði mér þó ljóst að ég væri í mjög alvarlegum málum - hefði brotið allskonar umferðarlög, og gæti gleymt því að fljúga heim daginn eftir ef ég borgaði sér ekki 350 pesos, í "sekt" á staðnum. Sem hann svo breytti í 200 eftir að hann var búinn að sjá að ég var ekki með meira í veskinu... Mér fannst það vel sloppið.

Konan mín fékk líka einhverja matarsýkingu á hótelinu - eftir að hafa borðað á allskonar lókal veitingastöðum suður eftir ströndinni, sem sannar að maður á bara "eat what the locals eat - not what they feed the turists" regluna. Sem betur fer vorum við búin að gera flest allt sem við ætluðum okkur að gera: Meðal annars að klífa hæsta Mayapíramída Mexico, Nohoch Mul, sem þýðist víst sem "stóri hóllinn" eða eitthvað álíka.

Það sem mér fannst merkilegast við Coba, þar sem þessi píramídi er, og reyndar alla staði sem við komum á aðra en Cancun, var hversu lítið "túristavæddir" þeir voru - þó Cancun sé engan veginn frábrugðin túristastöðum í Ameríku, t.d. sundlaugagarðaborginni Wisconsin Dells í Wisconsin (sem við höfum heimsótt þrisvar með krakkana), er afgangurinn af Yucatan frekar lítið snortinn af öllum bandarísku ferðamönnunum. Sem betur fer.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Verið velkomin heim í "siðmenninguna"!     Vonandi komið þið með góða veðrið með ykkur....snjókoma um miðjan apríl...WTF???

Róbert Björnsson, 12.4.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Heima er best ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:42

3 Smámynd: FreedomFries

Takk! Það er ágætt að vera aftur heima - veðrið er strax búið að batna, og eftir að hafa klárað að þrífa ísskápinn og ná allri lyktinni út úr honum líður mér aftur eins og hlutirnir eiga að vera. Ekki að ísskápurinn hefði sennilega myglað hvort sem öryggið fór af eða ekki, því við fórum í tveggja vikna ferðalag, en skildum eftir ískáp fullan af salathausum og kössum af jarðaberjum.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 13.4.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband