Bandaríkjamenn snúa bakinu við hugmyndafræði Repúblíkana

Bush hefur grafið undan repúblíkanaflokknumLA Times í morgun birti frétt um nýja könnun Pew sem sýnir að síðan Bush tók við völdum hefur Bandarískur almenningur misst tiltrú, ekki bara á forsetanum, heldur líka repúblíkanaflokknum. Í upphafi valdatíðar Bush höfðu 56% jákvæða mynd af flokknum, en nú hafa aðeins 41% jákvæða mynd af flokknum.

Þessar tölur er í samræmi við skoðanakannanir sem sýna að forsetinn njóti ekki stuðnings nema rétt þriðjungs kjósenda, og samrýmast líka niðurstöðum seinustu kosninga. Könnunin sýnir að síðan 2002 hefur þeim kjósendum sem líta á sig sem Repúblíkana eða hliðholla repúblíkönum fækkað stöðugt - þeir voru 43% 2002, en eru nú einvörðungu 35%. Á sama tíma hefur kjósendum sem líta á sig sem Demokrata fjölgað, úr 43% í 50%.

Það má búast við því að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar herðist í afstöðu sinni, sérstaklega í því andrúmslofti "partisanship" sem forsetinn hefur skapað undanfarin ár. Það er hins vegar merkilegt að repúblíkanar hafi ekki bætt við sig, eða í það minnsta haldið sínu betur, í ljósi allrar þeirrar orku sem flokkurinn hefur sett í að "rally the base".

Það sem er þó merkilegt við könnunina er að það er ekki bara Írak eða afspyrnuléleg stjórn Bush sem hefur reytt fylgið af Repúblíkönum, því samkvæmt könnuninni hafa Bandaríkjamenn verið að snúa bakinu við grundvallarstefum hugmyndafræði flokksins - nokkuð sem gæti skýrt fylgistap flokksins: þessi 35% sem enn líta á sig sem repúblíkana eru hugsanlega "the base", hörðustu fylgismenn flokksins, sama fólk og hangir ennþá í stuðningi við forsetann.

What's more, the survey found, public attitudes are drifting toward Democrats' values: Support for government aid to the disadvantaged has grown since the mid-1990s, skepticism about the use of military force has increased and support for traditional family values has decreased.

The findings suggest that the challenges for the GOP reach beyond the unpopularity of the war in Iraq and Bush.

Samkvæmt Pew, sem hefur framkvæmt rannsóknir sem þessa um margra ára skeið, hafa pólítískar skoðanir Bandaríkjamanna verið að færast "til vinstri" síðan á tíunda áratugnum:

Although Republicans rode to political power calling for smaller government, support for government action to help the disadvantaged has risen since the GOP took control of Congress in 1994. At that point, a Pew survey found that 57% said the government had a responsibility to take care of people who could not take care of themselves; now, 69% said they believed that.

Bandaríkjamenn, eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir, skilja að samfélagið þarf að taka þátt í því að tryggja velferð þegnanna. Þetta er í góðu samræmi við stuðning almennings við hærri lágmarkslaunum og stuðning við heilbrigðistrygginagar. Repúblíkanar hafa reynt að bregðast við þessu með fögrum orðum, en hafa enn sem komið er gert allt sem í þeirra valdi stendur til að drepa tilraunir til að hækka lágmarkslaun eða bæta hag hinna verst settu.

Það er þó enn athyglisverðara að "prinsippmál" nýíhaldsmanna innan repúblíkanaflokksins (því innan flokksins er líka sæmilega vitrænt fólk), að stórkarlaleg og aggressív utanríkisstefna sé leiðin til "friðar" hefur tapað fylgi:

On the other hand, support for Bush's signature issue — a strong, proactive military posture — has waned since 2002, when 62% said that the best way to ensure peace was through military strength. In the recent poll, 49% said they believed that.

Og merkilegst er að almenningur er að snúast gegn "the moral issues", eins og hómófóbíu "the moral majority". Þeim fækkar einnig sem segjast trúa á "family values":

On social issues, the survey found that support for some key conservative positions was on the decline. For instance, those who said they supported "old fashioned values about family and marriage" dipped from 84% in 1994 to 76% in the recent survey. Support for allowing school boards to have the right to fire homosexual teachers has dropped from 39% in 1994 to 28%.

Þetta samrýmist öðrum fréttum sem allar virðast benda í sömu átt: "fjölskyldugildi", eins og hómófóbískir kvenhatarar meðal "kristinna" afturhaldsmanna í Repúblíkanaflokknum, eru á undanhaldi. Venjulegt fólk er ekki í hnút yfir því að konur fari í fóstureyðingu eða að það séu tveir karlmenn að stunda kynlíf einhverstaðar á bak við luktar dyr. Almenningur gerir sér grein fyrir því að það eru alvöru vandamál sem þarf að leysa. Stjórnartíð repúblíkana og Bush hefur fært þeim sönnun fyrir því að þeim sé ekki treystandi til að leysa þessi vandamál. 

This is the beginning of a Democratic opportunity," said Illinois Rep. Rahm Emanuel, chairman of the House Democratic Caucus. "The question is whether we blow it or not."

Því miður hafa demokratar ekki haft bein í nefinu til þess að nýta sér sóknarfæri seinustu sex ára. Það er þó tvennt sem mun hjálpa þeim í kosningunum 2008: Þeir tefla fram mun sterkari forsetaframbjóðendum en repúblíkanar, og repúblíkanar virðast telja að leiðin til sigurs sé að keyra enn harðar til hægri og treysta á "the base". "The base" virðist hins vegar vera að þorna upp.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband