fim. 1.6.2006
Líkamsræktin gerir menn að terroristum?
Þetta hefur mig lengi grunað - líkamsræktarstöðvar væru stórhættulegar, og þessvegna hef ég staðist freistinguna fram að þessu. Í grein á Slate.com í dag eftir bendir Brendan O´Neil á að líkamsræktarstöðvar séu sennilega hættulegri sem gróðrastíur ofstækis og hryðjuverka en moskur...
"The three cells appear to have had at least one thing in common, thoughtheir members' immersion in gym culture. Often, they met and bonded over a workout. If you'll forgive the pun, they were fitness fanatics. Is there something about today's preening and narcissistic gym culture that either nurtures terrorists or massages their self-delusions and desires?"
Hryðjuverkamennirnir að baki árásunum í Madríd og London, að ógleymdum þeim sem stóðu að baki árásanna á bandaríkin 11 september 2001, voru allir ákafir líkamsræktarfrömuðir, og stunduðu ræktina af miklum móð - margir þeirra gengu jafnvel hryðjuverkasamtökum á hönd meðan þeir voru að lyfta lóðum... Ég veit ekki alveg hvort það sé einhver lærdómur í þessu öllu, en ég get allavegana núna réttlætt leti mína sem mitt framlag til baráttunnar gegn hryðjuverkum!
Afganginn af greininni má lesa hér.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.