Fjöldamorðin í Haditha

Execution style sagði LA times... Vinur minn sem var í mörg ár í Bandaríska fótgönguliðinu, var reyndar þjálfaður sem artctic infantry, til að verjast innrás yfir Beringssund, og var búinn með sinn túr þegar íraksstríðið hófst, sagði mér að hann hefði hitt nokkrar tegundir af mönnum í hernum: menn sem voru að flýja fátækt og sækjast eftir háskólastyrkjum hersins, menn sem voru á höttunum eftir einhverskonar ævintýrum, menn sem langaði til að skjóta úr byssu og leika sér að stórum tækjum, og svo skuggalegasta hópinn - menn sem vildu ekkert frekar en að skjóta fólk.

Svona út frá almannahag, hlýtur að þurfa að vera einhver legitimate atvinnugrein fyrir slíka menn, og hvað betra en að senda þá í annarra manna lönd til að skjóta fólk þar? Þegar þangað er komið eiga svo þessir menn erfitt með að greina á milli hvenær þeir megi drepa menn og hvenær ekki... Ég held að þetta hljóti að vera grundvallarvandamálið við her eins og þann sem Bandaríkin hafa komið sér upp - allir hermenn eru sjálfboðaliðar - fyrir vikið er hlutfall þeirra sem virkilega langar til að drepa hærra en í her þar sem allar stéttir, allir hópar, samfélagsins eru, eins og í herskylduherjum. Og sósíal control fyrir vikið minni, og þegar maður bætir við yfirstjórn sem leitar leiða til að brjóta landslög, getur niðurstaðan aðeins verið ein. Ekki að það afsaki neitt.

Maður getur því varla verið mjög sjokkeraður eða undrandi á þessum ótrúlegu grimmdarverkum - ég er helst hissa á að við höfum ekki heyrt af fleiri atvikum sem þessum.

Haditha morðin voru forsíðufrétt Washington Post og LA Times, sem voru fyrstir með fréttir af þessu máli. NYT hefur hins vegar sýnt Haditha minni áhuga og er undirlagt af fréttum að hinu stórmáli þessara daga - kúvendingu Bushstjórnarinnar í Íransmálinu. Haditha er líka eitt aðaáhugamál ýmissa bloggara vestra, þó aðeins ritstjórinn á mbl.is blogginu hafi skrifað um þetta hér á landi.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband