þri. 20.3.2007
Viðbrögð demokrata við tilboði Bush: nei takk
Á blaðamannafundi rétt áðan lýsti Bush því yfir, fimm eða sex sinnum að hann hefði lagt fram "pretty good offer", en samkvæmt því myndi hann náðarsamlegast leyfa starfsmönnum sínum að tala við þingmenn, en bara fyrir luktum dyrum, það yrði bannað að skrifa neitt niður, og starfsmennirnir myndu ekki undir neinum kringumstæðum sverja eið að því að segja sannleikann... Þetta fannst Bush að ætti að sannfæra kjósendur um að hann, og ríkisstjórn hans, hefðu ekkert að fela.
Patrick Leahy, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar hafnaði þessu furðutilboði:
I dont accept his offer. It is not constructive and it is not helpful to be telling the Senate how to do our investigation, or to prejudge its outcome.
"Instead of freely and fully providing relevant documents to the investigating committees, they have only selectively sent documents, after erasing large portions that they do not want to see the light of day. Testimony should be on the record, and under oath. Thats the formula for true accountability.I hope the President will agree to be forthcoming. The straighter the path to the truth, the sooner we will finally know the facts.
Þingið mun greiða atvæði um að gefa út stefnur á hendur starfsmönnum Hvíta Hússins á morgun, og öldungadeildin á fimmtudaginn.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir verða dregnir á löppunum til yfirheyrslu, kicking and screaming, í krafti subpoena í þessari viku eða næstu
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 21.3.2007 kl. 14:27
Mikið svakalega er stjórnartíð Bush yngri farin að minna á sömu tíð Nixons. Alveg hreint ótrúlegt að þrjóskan, valdahrokinn og spillingin sé að endurtaka sig meira og minna.
Þarfagreinir, 21.3.2007 kl. 15:36
Það er merikilegt að þú skulir nefna Nixon, því Nixon reyndi akkúrat sömu vörnina og Bush - "imperial...", nei, ég meina "executive privilige", og hæstiréttur hafnaði þeirri vörn. Þingið er búið að samþykkja stefnur - nú er bara að bíða eftir öldungadeildinni... svo verður gaman að horfa á þá reyna að snúa sig út úr því! Það verður sennilega nóg af kicking and screaming!
Ef fram fer sem horfir verða næstu vikur undirlagðar af þessu máli.
Það liggur samt við að ég vilji ekki að Bush verði hrakinn frá völdum, því það mun bara verða til þess að Cheney taki við. Repúblíkanar eru líka ennþá sárir yfir því að Nixon hafi þurft að segja af sér. Það væri miklu betra að demokrötum takist að lama stjórnina svo hún geti í það minnsta ekki byrjað stríð við Íran, og svo að demokratar vinni forsetaembættið 2008 (það eða að einhver sæmilega skynsamur repúblíkani vinni... en ég veit ekki hver það ætti að vera.)
Magnús
FreedomFries, 21.3.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.