Fleiri saksóknarahreinsunarfréttir

Meðan öll smáatriði þessa máls eru að tínast saman þarf maður að hafa sig allan við til að halda einhverri yfirsýn...

David Iglesias, sem var rekinn fyrir að vera "ekki nógu duglegur" við að rannsaka kosningasvindl var þekktur innan FBI fyrir að vera duglegastur allra saksóknara við að rannsaka kosningasvindl... (Skv. Washington Post) Hann var ítrekað fenginn til að þjálfa aðra saksóknara í kosningasvindlmálum. Það er kannski skiljanlegt að Iglesias finnist þetta allt hálf ósanngjarnt, og að hann hafi verið rekinn fyrir upplognar sakir.

Carol Lam, sem var rekin fyrir að vera "ekki nógu dugleg" að rannsaka innflytjendaglæpi, sem stangast víst líka eitthvað á við raunveruleikann, því "Lam had received glowing evaluations for her work fighting border crime"... (Skv. LA Times)

LA Times birtir í morgun langa grein um rannsókn Lam á "Dusty" Foggo og "Duke" Cunningham og öðrum þingmönnum og "fjármögnurum" Repúblíkana í Kaliforníu en það spillingarmál allt virðist vera eitt það allra rosalegasta sem komið hefur upp seinustu ár. M.a. vegna þess að spillingin var innan CIA og er því nærri öll "classified"! Neat-o.

Þá eru demokratar að undirbúa sig undir að kalla Karl Rove og Harriet Meiers fyrir þingnefnd til að útskýra sinn hlut í þessu máli öllu. Hvíta Húsið hefur þegar gefið í skyn að það muni neita, og Patrick Leahy hefur svarað með því að segja að þeim verði þá barasta birtar stefnur. Ef Rove og Meiers eru saklaus og hafa ekkert að fela hljóta þau að geta mætt fyrir þingið og útskýrt þetta grunsamlega mál allt fyrir þingheimi? Nei?

Chuck Schumer hélt því fram í sjónvarpinu í gær að það væri augljóst að Gonzales hefði borið ljúgvitni fyrir þinginu, sem þykir frekar slæmt. Svo bætti hann því við að Gonzales myndi segja af sér fyrir vikulok.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband