New York Times skýrir frá því að Fiski- og náttúrlífsstofnun Bandaríkjanna (The Fish and Wildlife Service) bannar vísindamönnum sem ferðast á vegum stofnunarinnar að tala um gróðurhúsaáhrifin. Þetta mál komst í hámæli á fimmtudaginn þegar upp komst að vísindamenn sem voru á leið á ráðstefnur í Noregi og Rússlandi á vegum stofnunarinnar fengu fyrirmæli um að tala ekki um 1) gróðurhúsaáhrifin, 2) ísbirni, 3) hafís...
The stipulations that the employees will not be speaking on or responding to questions about climate change, polar bears and sea ice are consistent with staying with our commitment to the other countries to talk about only whats on the agenda, said the director of the agency, H. Dale Hall.
Innanríkisráðuneytið hefur útskýrt þessi fyrirmæli nánar, en í viðtali við New York Times segir talsmaður Innanríkisráðuneytisins að vísindamenn megi tala um gróðurhúsaáhrifin, en bara þegar þeir eru í glasi!
Tina Kreisher, a spokeswoman for the Interior Department, parent of the wildlife service, said the memorandum did not prohibit Ms. Hohn from talking about climate change over a beer but indicated that climate was not the subject of the agenda.
Það sem er kannski fyndnast við þetta er að annar vísindamannanna sem fékk fyrirmælin er sérfræðingur í ísbjörnum, en hinn var á leiðinni á fund til að ræða hvernig vernda mætti lífríki norðurskautsins... Þetta er samt alls ekki í fyrsta skiptið sem Bush stjórnin reynir að segja vísindamönnum fyrir verkum:
Top-down control of government scientists discussions of climate change heated up as an issue last year, after appointees at the National Aeronautics and Space Administration kept journalists from interviewing climate scientists and discouraged news releases on global warming.
The NASA administrator, Michael D. Griffin, ordered a review of policies, culminating in a decision that scientists could speak on science and policy as long as they did not say they spoke for the agency.
Því þessir fjárans vísindamenn með allar sínar leiðinlegu "staðreyndir" og "rannsóknir" sem stangast á við bjargfasta sannfæringu okkar að allt sé í besta lagi. Þeir ljúga líka að okkur um "þróunarkenninguna" og segja að guð hafi ekki skapað jörðina á sjö dögum fyrir nokkur þúsund árum eða svo, eins og biblían segir. Það er þó heppilegt að það fara saman, hagsmunir olíufyritækja og ranghugmyndir kristinna bókstafstrúarmanna!
M
Meginflokkur: ímyndunarveiki | Aukaflokkar: Bush, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Helvítis hjarðhugsun og tíska hjá þessum vísindamönnum, því auðvitað er það órækasta sönnunin á að "gróðurhúsaáhrifin" séu bara einhverskonar ímyndunarveiki að allir vísindamenn sem hafa rannsakað þau séu sammála: þau eru raunveruleg, þau eru alvarlegt vandamál, og þau eru af mannavöldum... Svona snilldarrök eru svo klók að ég veit ekki alveg hvar á að byrja! Og svo má auðvitað benda á að loftslag hafi verið öðru vísi á öðrum tímum, og að veðrið sé margbreytilegt: þar með sé búið að "sanna" að það geti nú alls ekki verið að mengun hafi áhrif á veðurfar í dag.
Veðurfar breytist, ergó, það getur ekki verið að menn geti haft neitt með það að gera að veðurfar breytist í dag...
Þess utan er þetta mál töluvert miklu alvarlegra en svo að það snúist um að þetta eða hitt sé einhverjum að "kenna". Visindamenn (og Pentagon, btw!) eru á einu máli um að lífríki jarðarinnar, og afkomu okkar mannanna, stafi alvarleg hætta af hlýnun jarðarinnar og að hún sé af mannavöldum: Það sem við eigum að vera að gera er að finna lausnir á þessu og hætta að sóa tíma okkar í barnalega leit að einhverjum til að "kenna um".
Ísbirnir eru viðkvæmt umræðuefni vegna þess að bandaríkjastjórn sjálf er að íhuga að setja ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, vegna þess að þeir eru í útrýmingarhættu!
Með bestu kveðju!
Magnús
FreedomFries, 10.3.2007 kl. 16:12
Þetta er farið að verða vandræðalegra en í Sovét fyrrum, gert var mikið grín að aðferðafræði stjórnvalda sem reyndi að halda í fyrirfram ákveðin svör sem þóknuðust þeim.
Til dæmis var einn aumur komma flokkur sem fékk 99% atkvæða. Sama hér í USA þar sem einn aumur fyrirtækjaræðisflokkur er við völd, dökkgrár og medium grár. Valið er þitt. og þeir fá 99% atkvæða líka!
Talandi um Ísland í náinni framtíð....
Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.