Um daginn skrifaði ég færslu um Ann Coulter og ummæli hennar um John Edwards á einhverskonar landsþingi bandarískra íhaldsmanna. Coulter kallaði Edwards "faggot". Þessi uppákoma virðist kannski hálf ómerkileg - en Coulter er mjög vel þekkt "fjölmiðlakona": hún er fastur gestur á kapalsjónvarspsstöðvum, þar sem hún birtist sem sjálfskipaður talsmaður "íhaldsstefnunnar", hún hefur gefið út fjölda bóka, og hún skrifar reglulega greinar í fjöldann allan af bandarískum dagblöðum. Coulter er langt því frá einhverskonar "fringe" fígúra: ræða hennar, þar sem hún lét þessi frægu ummæli falla, var kynnt af Mitt Romney, sem sækist eftir tilnefningu Repúblíkana til forsetakosninganna 2008.
Liberal bloggarar í Bandaríkjunum hafa bent á að Coulter, og annað hægrisinnað fjölmiðlafólk, komist upp með munnsöfnuð sem sé fullkomlega óásættanlegur og eigi ekki undir neinum kringumstæðum heima í siðaðri umræðu. Það er skiljanlegt að Fox "news" myndi leyfa Coulter að mæta í sjónvarpssal, en henni er boðið að tala á öðrum sjónvarpsstöðvum. Eftir "faggot" ummælin bauð CNN henni t.d. til að útskýra "sína hlið" á þessu "controversy"...!
Ann Coulter joins Paula Zahn with her side of the story, thats tonight at 8:00 p.m. Eastern. Dont miss it.
Og hver er "hennar hlið" á þessu máli? Coulter varði ummæli sín með því að kalla þau "a schoolyard taunt"... Semsagt: Það er í lagi að kalla pólítíska andstæðinga "faggots" af því að það er saklaust barnagrín? Svona saklaus leikur barna í frímínútum? Sumir eru í brennó, en aðrir hía á krakka sem þeim líkar einhverra hluta ílla við, eða stendur stuggur af, og uppnefna þá "hommatitti"? En það er ekki saklaust grín þegar týpur á borð við Ann Coulter elta börn sem þeim einhverra hluta vegna líkar ekki við á leikvöllum og uppnefna þau "homma". En þegar Coulter er gagnrýnd gólar hún og stuðningsmenn hennar "ritskoðun! ritskoðun!" og ásaka andstæðinga sína um að vera kommúnista!
Þetta mál er nefnilega mjög mikilvægt. Hvernig stendur á því að fjölmiðlar og hægrimenn eru tilbúnir til að styðja við bakið á konu sem hefur hvað eftir annað svívirt pólítíska andstæðinga sína með því að uppnefna þá "hommatitti" og kallað fólk frá mið-austurlöndum "ragheads" og þaðan af verra?
Coulter gerir líka ráð fyrir því að hægrimenn muni sjálfkrafa styðja hana, og hélt því fram að hún væri að sýna ungum hægrimönnum hvernig þeir ættu að haga baráttuaðferðum sínum. Á Hannity og Colmes á Fox sagði hún:
This is the same thing we go through every six months. I say something, the same people become hysterical, and thats the end of it. I mean I think the lesson young right-wingers ought to draw from this is: its really not that scary to attack liberals.
Með öðrum orðum: hún vill að ungir hægrimenn taki sig til fyrirmyndar! Því miður hefur henni og Fox news tekist að telja hægrimönnum í Bandaríkjunum trú um að starfsaðferðir Coulter séu í lagi, og þeir hafa í gegn um tíðina oltið um hvorn annan þveran til að verja Coulter og "baráttu hennar fyrir íhaldsstefnunni".
Ég hélt, í einfeldni minni, að íhaldsstefnan gengi út á eitthvað annað en skítlegan munnsöfnuð og ómerkilegar persónulegar árásir, og þegar það bregst, útúrsnúninga. En Coulter og hennar líkar hafa dregið bandaríska hægripólítík niður á það plan. Sem betur fer eru bandarískir hægrimenn að átta sig á því að þeir eru ekki að græða neitt á því að hafa fólk eins og Coulter innan sinna raða.
Hópur hægrisinnaðra bloggara (meðal annars Captains Quarters, sem er skrifað hér í Minnesota) hefur sent CPAC bréf og krafist þess að Coulter verði fordæmd, og að henni verði ekki boðið að ávarpa samkomur íhaldsmanna í framtíðinni. Eftirfarandi eru brot úr bréfi þeirra:
Conservatism treats humans as they are, as moral creatures possessing rational minds and capable of discerning right from wrong. There comes a time when we must speak out in the defense of the conservative movement, and make a stand for political civility. This is one of those times.
Ann Coulter used to serve the movement well. She was telegenic, intelligent, and witty. She was also fearless: saying provocative things to inspire deeper thought and cutting through the haze of competing information has its uses. But Coulter's fearlessness has become an addiction to shock value. She draws attention to herself, rather than placing the spotlight on conservative ideas.
At the Conservative Political Action Conference in 2006, Coulter referred to Iranians as "ragheads." She is one of the most prominent women in the conservative movement; for her to employ such reckless language reinforces the stereotype that conservatives are racists.
At CPAC 2007 Coulter decided to turn up the volume by referring to John Edwards, a former U.S. Senator and current Presidential candidate, as a "faggot." Such offensive language--and the cavalier attitude that lies behind it--is intolerable to us. It may be tolerated on liberal websites but not at the nation's premier conservative gathering....
Coulter's vicious word choice tells the world she care little about the feelings of a large group that often feels marginalized and despised. Her word choice forces conservatives to waste time defending themselves against charges of homophobia rather than advancing conservative ideas....
Denouncing Coulter is not enough. After her "raghead" remark in 2006 she took some heat. Yet she did not grow and learn. We should have been more forceful. This year she used a gay slur. What is next? If Senator Barack Obama is the de facto Democratic Presidential nominee next year, will Coulter feel free to use a racial slur? How does that help conservatism?
....CPAC sponsors, the Age of Ann has passed. We, the undersigned, request that CPAC speaking invitations no longer be extended to Ann Coulter. Her words and attitude simply do too much damage.
Það er oft erfitt að útskýra fyrir fólki sem ekki fylgist með bandarískri stjórnmálaumræðu hversu ótrúlegir margir af talsmönnum repúblíkana eru, og hversu ótrúlega andstyggileg ummæli þeir komast upp með. Yfirleitt hristir fólk bara hausinn og segir að "vinstrimenn leyfi sér nú líka samskonar tal..." en það er ósköp einfaldlega ekki rétt. Auðvitað eru til vinstrimenn sem segja ósmekklega hluti, og heimska og fordómar eru ekki einhvernveginn einskorðaðir við hægrivænginn - en það eru engir vinstrimenn í fjölmiðlum sem kemast með tærnar þar sem Coulter hefur hælana, og enginn þeirra er fastur gestur á kapalsjónvarpsstöðvum, og enginn þeirra fær að ávarpa mikilvægar samkomur demokrataflokksins. Bandarískir íhaldsmenn eru loksins að átta sig á því að þeir þurfa að sýna ábyrgð og fordæma fólk eins og Coulter.
M
Meginflokkur: Fox News | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Athugasemdir
Hvað með ummæli Bill Mahers varðandi tilræðið við Cheney?
grímnir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 20:02
Ég horfði á þau á föstudagskvöldið og þau geta ekki flokkast sem neitt sambærilegt - þetta var löng samræða, sem er allt annað en ræða. Maher og gestir voru að ræða komment á kommentasectioni á Huffington post - komment sem voru fjarlægð btw, þar sem eitthvað fólk var að segja að það hefði verið betra að Cheney hefði drepist í sprengjutilræðinu. Maher sagði einvörðungu að það væri engin spurning að það væri færra fólk að deyja ef Cheney væri ekki varaforseti. Það var nú allt og sumt. Svo töluðu þeir um ummæli McCain um að verið væri að sóa lífum ungra manna í Írak, og um það spunnust langar umræður, hvort rétt væri að segja að lífum þessara hermanna væri "sóað" og hvort það væri viðeigandi orðalag, Maher var aftur þeirrar skoðunar að það væri rétt: Að Cheney væri að "sóa" lífi ungra manna og kvenna í Írak, og að það mætti alveg segja það umbúðalaust.
Munurinn á Maher og Coulter er líka sá að Maher er fyndinn og greindur - og honum er samt ekki boðið að ávarpa fundi demokrata. Enda er Maher ekki demokrati!! Hann er yfirlýstur frjálshyggjumaður.
Mbk Magnús
FreedomFries, 7.3.2007 kl. 20:39
Já þessi kona er greinilega einhvers konar Steingrímur J. Sigfússon þeirra Bandaríkjamanna. Athyglisvert mál.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:12
Coulter er náttúrulega bara snar geðveik og það er alveg ótrúlegt að þessi kona hafi ekki verið gerð útlægð úr sjónvarpi og stjórnmálum þarna ytra. En málið er hinsvegar að maður tekur ekkert sem hún segir alvarlega og ég held að það geri það enginn. Hún er trúður í Prada dragt.
Ómar Örn Hauksson, 8.3.2007 kl. 00:44
Ómar: Heilbrigt fólk tekur hana ekki alvarlega...en með það í huga var athyglisvert að hún uppskar mikið klapp og hlátur á CPAC ráðstefnunni!
Annars var þetta óvenju slappur þáttur hjá Bill Maher s.l. föstudagskvöld...Barney Frank og Joe Scarborough voru ekki alveg að fúnkera saman
Róbert Björnsson, 8.3.2007 kl. 05:46
Róbert og Ómar: heilbrigt fólk tekur hana auðvitað ekki alvarlega - en ef "helbrigði" stjórnmálaumræðunnar er einhverskonar meðaltal geta fjölmiðlar, með því að bjóða henni í sjónvarpssal til að ræða stjórnmál getur hún ein síns liðs dregið meðalheilbrigði stjórnmálaumræðunnar ansi langt niður!
Róbert - ég er sammála þér um Maher á föstudaginn. Frank hleypti engum að og tuðaði svo stöðugt "leymmér að klára, leymmér að klára" milli þess sem hann greip frammí fyrir öðrum. Og mig minnir að allar setningar hans hafi byrjað á " I voted against the war..." Það var eins og Scarborough væri líka hálf þreytulegur. Ég vona að þátturinn núna á föstuaginn verði góður - Maher hefur nóg efni: Walter Reed, Lewis Libby og þetta the disappearing and threatened prosecutors mál allt...
FreedomFries, 8.3.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.