Laura Bush, Maria Antoinette og Imelda Marcos

Laura og GeorgeÞað er sorglegt hvernig sagan hefur farið með eiginkonur ömurlegra þjóðarleiðtoga. Lagalega bera þessar konur enga ábyrgð á hörmulegri óstjórn eða ofstjórn eiginmanna sinna, en ef skríllinn hálsheggur þær ekki sjá sagnfræðingar um það. Imelda Marcos, með skósafn sitt og Maria Antoinette með kökubakstur sinn, eru frægar fyrir fullkomna veruleikafyrringu sína. Meðan þær léku sér og höfðu það gott þjáðust þjóðir þeirra undan hörmungarstjórn eiginmanna þeirra.

Í gærkvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar benti konan mín mér á að Laura Bush sótt um aðild að þessum merkilega klúbb. Í viðtali við CNN í fyrradag sagði Laura Bush nefnilega að það væri allt í himnalagi í Írak, ef ekki væri fyrir "eina sprengingu daglega", og að almenningur myndi ekki vera á móti stríðinu ef ekki kæmi til fréttaflutningur fjölmiðla!

And many parts of Iraq are stable now. But, of course, what we see on television is the one bombing a day this discourages everybody.

Þessi skilningur Bush á ástandi í Írak er jafn hlægilega fáránlegur og skilningur Maríu Antoinette á ástandi franskrar alþýðu vorið 1789. Að meðaltali eru um 190 árásir hemdarverkaárásir daglega í Írak. Ekki ein, heldur 190... Annað hvort er Laura Bush fullkomlega veruleikafirrt - sem segir kannski eitthvað um veruleikafyrringu annarra fjölskyldumeðlima, eða Lauru Bush finnst allt í lagi að ljúga að þjóðinni.

Það er líka merkilegt að Lauru fannst aðalleiðindin sem stríðið skapaði vera óþægilegar fréttamyndir í sjónvarpinu. Með öðrum orðum: stríðið er leiðinlegt vegna þess að það gerir að verkum að við þurfum að hlusta á "leiðinlegar" fréttir í The Teevee? Eins og John Stewart benti á í The Daily Show í gærkvöld, það er meira "discouraging" að vera sprengdur í loft upp... en það er lífsreynsla sem þúsundir bandarískra hermanna og tugþúsundir írakskra borgara hafa upplifað, þökk sé snilldarherstjórn eiginmanns hennar!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Var ekki einhvern tíma sagt að það væri friður í öllum 100 hreppum Íraks nema 5?

Ár & síð, 28.2.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Birgir Gunnarsson

Frábær grein og lýsir vel hugarástandi Kananna og hve vel þeim hefur gengið að heilaþvo íhaldsmenn og því miður lét Davíð Oddsson heilaþvo sig líka þegar hann talaði um hreppana 5.

Birgir Gunnarsson, 5.3.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: FreedomFries

Ég missti auðvitað af þessu hreppatali... Sagði Davíð þetta?

Það er ótrúlegt að íslenskir hægrimenn skuli hafa látið plata sig til þess að tala máli þessara bjána. Ég skil nefnilega að repúblíkanar skuli hafa stutt Bush, hann er þeirra maður, en að hægrimenn (og "sósíaldemokratar" eins og Blair) í öðrum löndum skuli hafa verið svo vitlausir að sjá ekki í gegnum hversu augljóslega vitlaus og hættuleg þessi utanríkisstefna þeirra var.

FreedomFries, 6.3.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband