Samkvæmt Times munu "fjórir eða fimm" háttsettir herforingjar og flotaforingjar segja af sér ef Cheney fyrirskipar loftárásir á Íran. Ég segi Cheney, því einhverra hluta vegna eru liberal bloggarar og margir stjórnmálaskýrendur þeirrar skoðunar að það sé Cheney, en ekki Bush, sem sé raunverulega við völd í Washington. Og þetta Cheneytal er sérstaklega bundið við loftárásir á Íran.
Svo virðist reyndar sem Cheney sé í einhverjum rosalegum ham þessa dagana, því það líður varla sá dagur að hann sé ekki í fjölmiðlum með einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar um pólítíska andstæðinga sína - en eins og karlmennið sem hann er, hefur hann ákveðið að einbeita sér að árásum á konur og gamalmenni: Nancy Pelosi og John Murtha. Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við fullorðna karlmenn sem froðufella af bræði yfir því að konur séu að gagnrýna þá.
En ég ætlaði ekki að fara að skrifa um Cheney og ómerkilegar árásir hans á Pelosi og Murtha, heldur um þessa frétt Times.
There are four or five generals and admirals we know of who would resign if Bush ordered an attack on Iran, a source with close ties to British intelligence said. There is simply no stomach for it in the Pentagon, and a lot of people question whether such an attack would be effective or even possible.
There are enough people who feel this would be an error of judgment too far for there to be resignations.
A generals revolt on such a scale would be unprecedented. American generals usually stay and fight until they get fired, said a Pentagon source. Robert Gates, the defence secretary, has repeatedly warned against striking Iran and is believed to represent the view of his senior commanders.
Ég vona svo sannarlega að þetta verði að veruleika, því það er alveg augljóst að það væri fullkomið glapræði að gera árásir á Íran - ég tala nú ekki um meðan Bandaríkjamenn eru uppteknir við að tapa öðru stríði hinum megin landamæranna.
Cheney og Bush virðast hins vegar trúa því staðfastlega að stríð sé pólítík - þ.e. það snúist fyrst og fremst um orð og yfirlýsingar, og að það sé hægt að gera nokkurnveginn hvað sem er ef viljinn er fyrir hendi. Í pólítík er nefnilega hægt að lofa hlutum, og jafnvel gera hluti - og meðan það lítur út fyrir að þú sért að gera þá skiptir minna máli hvort þú ert raunverulaga að gera þá. Meðan þú hefur peninga til að starta einhverju metnaðarfullu prógrammi, og getur svo farið og látið taka af þér ljósmyndir fyrir framan þetta sama prógramm, mæta í kokteilboð og móttökur þar sem blaðamenn fá að hitta yfirmenn þessa nýja prógramms og þú getur látið taka af þér myndir (í þessu tilfelli á flugvélamóðurskipi með borða "Mission Accomplished"), skiptir minna máli hvort prógrammið er raunverulega að gera nokkurn skapaðan hlut.
Eina vandamálið er að heyja stríð er dálítil alvara - eins og alvöru herforingjar skilja. Og herforingjar skilja að það er ekki hægt að ana út í stríð sem er fyrirséð að muni ekki vinnast. Þeir skilja að stríð sem tapast á vígvellinum er ekkki hægt að vinna í þingsölum.
M
Meginflokkur: Írak | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakk fyrir skrif þín!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.2.2007 kl. 20:28
Þú kannt betur að meta Cheney en Scooter? ;) Og samt býr Scooter til fyrirmyndar músík, en Cheney framleiðir ekkert annað en leiðindi, milli þess sem hann skýtur gamalmenni í andlitið eða segir pólítískum andstæðingum að fara og hafa mök við sjálfa sig... (orðrétt sagði Cheney við Patrick Leahy: "go f**k yourself"!)
Það sem mér finnst eiginlega verst er að fyrir forsetakosningarnar 2000 fannst mér Cheney hljóma bara þónokkuð skynsamlega. Mér fannst reyndar líka að Lieberman hljómaði skynsamlega...
FreedomFries, 26.2.2007 kl. 03:39
Pólitíkusar eru atvinnu kjaftaskar ;) Vona að stríðið fari að verða búið, þetta eru mistök frá upphafi.
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.2.2007 kl. 04:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.