lau. 17.2.2007
"Concerned Women for America" gagnrýna hómófóbíu NBA leikmannsins Tim Hardaway - gleymdi að nefna biblíuna sem yfirskyn...
Um daginn kom NBA leikmaðurinn John Amaechi út úr skápnum. Þetta voru auðvitað fréttir, því NBA deildin er víst einhverskonar hræðileg forarstía karlrembu og hómófóbíu. Og það leið ekki á löngu að einhver af kollegum Amaechi léti í sér heyra. Tim Haradaway - sem mér skilst að sé, eða hafi verið NBA leikmaður, og spilað fyrir "Miami-heat", vildi að allur heimurinn vissi að hann væri sko enginn kynvillingur. Í útvarpsviðtali á miðvikudaginn sagði Hardaway:
First of all, I wouldn't want him on my team," the former Miami Heat star said.
"And second of all, if he was on my team, I would, you know, really distance myself from him because, uh, I don't think that is right. I don't think he should be in the locker room while we are in the locker room."
Semsagt - homminn Amaechi ætti að nota aðra sturtuklefa en hinir leikmennirnir. Vegna þess að "ööö... það er rangt" að vera gay. En þegar Hardaway var beðinn að útskýra þetta frekar ákvað hann leggja spilin á borðið:
"You know, I hate gay people, so I let it be known. I dont like gay people and I dont like to be around gay people. I am homophobic. I dont like it. It shouldnt be in the world or in the United States.
Þetta fór fyrir brjóstið á "the liberal elites" sem eru að troða hommaskap í alla fjölmiðla og leikskóla og allstaðar að reyna að breyta öllu heiðarlegu fólki í kynvillinga - og Hardaway var settur í einhverskonar helgarlangt leikbann.
En það voru fleiri sem gagnrýndu Hardaway. T.d. "Concerned Women for America", sem er einhverskonar félagsskapur kvenna sem hafa áhyggjur af siðspillingu, guðleysi og dónalegu sjónvarpsefni. CWA sendi nefnilega frá sér fréttatilkynningu þar sem Hardaway var harðlega gagnrýndur:
A former NBA star has made disturbing and harmful comments about his feelings toward people trapped in the homosexual lifestyle. Interviewing with a Florida sports radio show, former Miami Heat player Tim Hardaway said that he "hates gay people" and that he distances himself from them because he is "homophobic." Concerned Women for America (CWA) is disappointed that a man who is respected by many sports fans would make such inflammatory remarks.
Ok. Þetta hljómar vel. En svo fara CWA að útskýra hvað það var sem þeim fannst að yfirlýsingu Hardaway: (eftirfarandi er líka úr fréttatilkynningunni - þetta eru ekki ummæli sem fréttafulltrúar CWA misstu óvart út úr sér! Já, og menningarmálasérfræðingur CWA er karlmaður...)
"Hardaway's comments are both unfortunate and inappropriate," said Matt Barber, CWA's Policy Director for Cultural Issues. "They provide political fodder for those who wish to paint all opposition to the homosexual lifestyle as being rooted in 'hate.' It's important to note that Hardaway's words represent the feelings of Hardaway. His words do not represent the feelings of the vast majority of people opposed to the homosexual agenda.
Semsagt - það var slæmt að Hardaway að segjast "hata" homma, því það hjálpaði þeim sem vildu mála alla hómófóbíu sem hatur? Ekki að það sé bara rangt að hata fólk? Heldur að það sé "bad publicity" fyrir "legit" hómófóbísk outfit eins og CWA að einhver durtur skuli segja skoðun sína umbúðalaust? En gamanið er ekki búið, því fréttatilkynningin heldur áfram!
"It's perfectly natural for people to be repelled by disordered sexual behaviors that are both unnatural, and immoral," said Barber.
Já - og hananú! Það er sko fullkomlega eðlilegt að finnast hommar vera viðbjóðslegir! CWA hefur nefnilega engar áhyggjur af fyrri hluta yfirlýsinga Hardaway, það var bara þetta með "hatrið" sem CWA hefur áhyggjur af. Concerned Women for America vill að lokum ráðleggja öllum sem finnst samkynhneigð ógeðsleg hvernig þeir eigi að láta þann viðbjóð sinn í ljós:
"... the appropriate reaction is to respond with words and acts of love, not words of hate. Jesus Christ offers forgiveness and freedom for all sinners, and that is the heart of the Gospel message.
"Thousands of former homosexuals have been freed from the homosexual lifestyle through acts of love. Hardaway's comments only serve to foment misperceptions of widespread homosexual 'victimhood' which the homosexual lobby has craftily manufactured."
Semsagt: Næst þegar Hardaway finnur til viðbjóðs þegar hann mætir samkynhneigðum karlmanni, á hann ekki að fara að tala um hatur, heldur Jesú. Og ef það er bara talað nóg mikið um Jesú, er kannski hægt að afhomma hommann? Fyrst það var hægt að afhomma sjónvarpspredíkarann, spítthundinn og syndaselinn Ted Haggard á þremur vikum hlýtur að vera hægt að frelsa aðra úr þessari hræðilegu ánauð?
Það sem er merkilegt við þessa röksemdafærslu CWA er að hún stekkur nokkurnveginn fyrirstöðulaust frá því að segja "samkynhneigð er ógeðsleg - og það er eðlilegt að finnast hún ógeðsleg" yfir í að segja "það á ekki að segja að maður hati samkynhneigð", og svo þaðan yfir í að segja að maður eigi að láta skoðun sína á samkynhneigð í ljós undir yfirskyni biblíunnar. CWA segir hvergi að hommahatarinn hafi haft á röngu að standa að finnast samkynhneigð ógeðsleg. Það eina sem hann gerði rangt var að tjá viðbjóðinn með hatri, en ekki biblíuþusi.
Það er eitt skref í þessari hugsanakeðju CWA sem ég sleppti - fréttatilkynningin bætir nefnilega við einhverskonar "réttlætingu" fyrir þeirri staðhæfingu að samkynhneigð sé viðurstyggð, og það sé í lagi að finnast hún það:
All too often those behaviors are accompanied by serious physical, emotional, and spiritual pitfalls.
CWA leggur ekki í að segja að það sé beint samband milli kynvillu og andlegra sjúkdóma - bara að það sé "of oft" að samkynhneigð fylgi slíkir sjúkdómar...
Þetta virðist vera lykilrak fyrir "hógværa" mannhatara eins og CWA sem sveipa hómófóbíu sína með tali um "kærleiksboðskap biblíunnar" - því þetta fólk gerir sér fyllilega grein fyrir því að það getur ekki með góðri samvisku réttlætt hómófóbíu með biblíutilvísunum einum saman. Því finnst það þurfa að "sanna" mál sitt með því að segja að hommarnir þjáist allir af einhverjum alvarlegum andlegum og líkamlegum sjúkdóm, sem valdi þeim andlegum og líkamlegum þjáningum. Og þá vitum við það. Næst þegar einhver finnur sig knúinn til að lýsa því yfir að hann hati homma á hann að gera eftirfarandi:
- láta sér nægja að segja að samkynhneigð sé ógeð og ónáttúruleg
- tala um að samkynhneigð sé sjúkdómur sem fylgi aðrir andlegir kvillar
- tala um Jesú og biblíuna
- boða afhommun
hmm...
M
Meginflokkur: Siðgæði | Aukaflokkar: Satanismi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 05:24 | Facebook
Athugasemdir
Ég er orðlaus...
Jón Steinar Ragnarsson, 17.2.2007 kl. 05:41
Góður punktur í captioninu á myndinni af kerlingarskarinu... hún er alveg eins og Marie gamla í Everybody Loves Raymond!
Love the sinner, hate the sin...einhversstaðar hefur maður heyrt þetta áður. Tim Hardaway má þó eiga það að hann kom hreint til dyranna og var ekkert að blanda Jesús í málið.
Það var nýr Real Time with Bill Maher þáttur á HBO áðan...John Ameachi var meðal gesta og Bill benti réttilega á að þetta heimskulega tal Tim´s hafi sennilega stóraukið áhuga fólks á nýju bókinni hans Johns. Þegar hann kom út úr skápnum um daginn þá voru margir sem sögðu "so what? - this is 2007! There´s no homophobia in the United Sates today" - Hehe...yeah right.
Annars verð ég sem mikill aðdáandi NBA deildarinnar að hrósa þeim leikmönnum/þjálfurum sem hafa opinberlega stutt John Amaechi að undanförnu...Charles Barkley, Doc Rivers, Grant Hill og fleiri.
Og by the way...John Edwards var líka gestur Bill Maher í kvöld...kom bara nokkuð vel út...á eftir að veita Hillary og Obama verðuga samkeppni.
Róbert Björnsson, 17.2.2007 kl. 08:04
Edwards er flottur, og þrátt fyrir þetta asnalega Pandagon - bloggmál Edwards um daginn held ég að þetta geti orðið nokkuð jöfn keppni milli Edwards, Obama og Clinton. Edwards er nefnilega djöfulli klókur, kemur vel fyrir - og er bæði hvítur og karlmaður! Nokkuð sem eru kostir þegar menn sækjast eftir völdum.
Kannski hann ætti að bjóða sig fram með Al Gore sem varaforseta? Þó ég sé hrifinn af bæði Obama og Clinton finnst mér tilhugsunin um gore í Hvíta húsinu nokkuð heillandi!
FreedomFries, 17.2.2007 kl. 08:10
Fyrirgefðu að ég set hér inn athugasemd sem tengist færslunni ekki beinlínis, þér óhætt að fjarlægja hana.
Ég finn ekki póstfang á síðunni. Ég myndi gjarnan vilja fá að nota svör þín til JVJ hér í annarri umræðu um samkynhneigð, sem grunn að Vantrúargrein.
kv.
Matthías Ásgeirsson
Matti (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.