Írakar kunna Bandaríkjunum engar þakkir fyrir að slá grasið, heldur skjóta á þá?!

Punxsutawney PhilSvo virðist sem starfsmannastjóri bandaríkjaþings sjái til þess að eintómir jólasveinar fái vinnu sem "þingmenn"... Allavegana mega menn alls ekki kunna að segja sæmilega vitibornar dæmisögur. Ric (ekki Rick, bara Ric) Keller, sem er einhverskonar undarlegur einfeldningur og þingmaður Repúblíkana fyrir Flórída sté í pontu í gær til að mæla með þingsályktunartillögu demokrata gegn "the surge":

Let me give you an analogy. Imagine your next door neighbor refuses to mow his lawn and the weeds are all the way up to his waist. You decide you’re going to mow his lawn for him every single week. The neighbor never says thank you. He hates you and sometimes he takes out a gun and shoots at you.

Under these circumstances, do you keep mowing his lawn forever? Do you send even more of your family members over to mow his lawn? Or do you say to that neighbor, ‘You better step it up and mow your own lawn or there’s going to be serious consequences for you’?

Ok - ég skal játa að þetta meikar smá sens - auðvitað myndi maður ekki nenna að slá túnið fyrir nágrannann ef hann væri að skjóta á mann. Og ekki heldur senda einhverja aðra til að slá sama túnblett. Ric ætlaði kannski líka að halda því fram að það væri jafn klókt að senda 20.000 manns til viðbótar til Írak, í þeirri trú að það myndi stöðva óöldina sem þar geisar, og að halda að maður geti stoppað morðóðan nágranna sem skýtur á fólk af handahófi, með því að slá túnið hjá honum. Hvort heldur er, þetta er frekar langsótt dæmisaga...

En það voru fleiri þingmenn repúblíkana sem töluðu um Íraksstríðið og landbúnað. (Því túnrækt er landbúnaður! - ég veit ekki betur en landbúnaður okkar Íslendinga hafi snúist um grasrækt síðan einhverntímann á landnámsöld?) Allavegana, Lynn Westmoreland, sem er þingmaður fyrir Georgíu, varaði nefnilega "defeotokrata" á borð við Ric Keller og nýfundna vini hans í demokrataflokknum við að halda að Írakar hefðu áhuga á grasi:

This is a global war on terror. Some people from the other side seem to believe that if we pull out of Iraq, that the Iraqi people are going to go back to tending sheep and herding goats. That’s not what’s going to happen. If we pull out of Iraq, what’s going to happen is you are going to see more bloodshed than we have seen in a long time in this world.

Það sem er merkilegt er að Westmoreland heldur að Írakar geti snúið sér aftur að því að vera geithirðar. Því í hans huga eru allir arabar, eða kannski bara allir skítugir útlendingar, einhverskonar "geithirðar"? Þ.e. fyrir utan þá sem eru morðóðir byssumenn? En þetta skýrir kannski alltsaman: Kannski eru geithirðirnir í Írak fúlir yfir því að Ric Keller sé alltaf að slá grasið sem geiturnar áttu að éta?

Þetta virðist alltasaman allavegana snúast um geitur og gras, en ekki olíu, eins og vinstrimenn halda!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gilda sömu lögmál með snjómokstur? Ég meina, hvað ef maður er að moka snjó hjá nágrannanum fer hann þá að skjóta á mann líka?

Ólafur Þórðarson, 15.2.2007 kl. 07:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í mörgumfylkjum má skjóta þá sem hætta sér inn fyrir girðingu hjá þér. Trespass. Ósköp ber þessi pabbadrengur nú af sér einfeldningslegan þokka.

Það er greinilega panikk þarna yfir þessu Phandoruboxi, sem þeir hafa opnað þarna. Sennilega væri allt með friði og spekt þarna ef þeir hefðu ekki ákveðið að slá blettinn fyrir þá. Sem fær mann til að pæla...hvað hefur unnist með þessu stríði?? 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 12:52

3 identicon

Sjitt, hvað setti þetta hideous, ógeðslega ljóta gerpi út í vatnið til að láta fólk kjósa sig?!?

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Lets give credit where credit is due... a.m.k. má hrósa þessum jólasvein fyrir að gangast gegn flokkssvipunni og greiða atkvæði með þingsályktunartillögu demókrata þrátt fyrir að rök hans fyrir því séu hlægileg.  Það er ánægjuefni að líklega muni "a few dozen" moderate repúblikanar greiða atkvæði gegn áætlun Bush um að fjölga í herliðinu í Írak.  Það sýnir svo ekki verður um villst að það er farið að grafast undan valdi og trúverðuleika stjórnarinnar.

Róbert Björnsson, 15.2.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: FreedomFries

Sælir! - Ég held að ef Ric væri frá Minnesota, en ekki Florida, hefði þetta grassláttudæmi gengið út á snjómokstur... því meðan ég hef aldrei slegið túnið hjá nágrönnunum hef ég mokað gangstéttir fyrir framan hús annarra. Meðan við bjuggum á studentagörðunum mokaði ég oft gangstéttina fyrir framan alla húsalengjuna... Ég ætti því kannski að fara varlega í að gera grín að Ric sem slær óbeðinn grasið hjá öðru fólki?

Róbert - vissulega er það gott mál að Ric, og margir aðrir repúblíkanar, skuli tilbúnir til að kjósa samkvæmt eigin samvisku, og gegn flokkslínunni. Maður óskar þess bara að það hefðu verið fleiri þingmenn með bein í nefinu fyrir fjórum árum eða svo! Ég held líka að Jón hafi á réttu að standa með panikið - málatilbúnaður repúblíkana, og þetta "surge" forsetans lyktar af paniki, fálmi og fumi frekar en yfirveguðri stefnumótun. Það má nefnilega líka túlka nýfundna skynsemi margra repúblíkana, sem áður studdu forsetann, sem skipulagslaust undanhald: þeir eru að reyna að bjarga eigin skinni?

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 15.2.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband