sun. 14.5.2006
Sunnudagspistillinn
Það er gömul hefð fyrir því að dagblöð, og reyndar vefrit af öllum stærðum og gerðum, séu með lengri helgarútgáfur. Það ræðst sennilega af því að um helgar hefur fólk yfirleitt meiri tíma til að lesa og skrifa. Ég held ekki að ég sé svo mikil undantekning frá öru fólki og það verður því haldið í þessa hefð hér á Frelsi og frönskum. En það er kannski eitthvað mismunandi sem maður hefur af tíma. Stundum þarf maður eitthvað að vera að snúast með fjölskyldunni. Svo þetta verða annaðhvort laugardags eða sunnudagspistlar. Pistill þessarar helgi er í vinnslu. Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér framtíð republikanaflokksins og 'the religious right', sem ég held að sé nokkuð misskilið tvíeyki. En nóg um það í bili.
Já, svo er ég kominn með yfir 70 heimsóknir, sem mér finnst bara nokkuð gott, miðað við aldur og fyrri störf. Það er hins vegar engin leið fyrir mig að vita hvort nokkur kjaftur les þetta þvaður mitt svo, ég hvet fólk til þess að skilja eftir eitthvað feedback! Bæði ef menn eru sammála, ósammála eða bara pirrðu á slettum og stafsetningu...
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.