mán. 12.2.2007
Obamamanía grípur þjóðina!
Merkilegustu fréttir helgarinnar voru auðvitað að "Barry" Obama tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta 2008. Reyndar lýg ég því að þetta hafi verið merkilegar fréttir - því þetta voru nefnilega alls engar fréttir! Það er búið að liggja ljóst fyrir í langan tíma að Obama myndi bjóða sig fram. Sumir demokratar eru auðvitað voða spenntir, því Obama þykir bráðglæsilegur og frambærilegur frambjóðandi. Þó hann sé svartur! Obama er reyndar svo glæsilegur að þegar hann fer úr að ofan verður uppi fótur og fit, samanber myndina hér til hliðar sem birtist í People.
Svo virðist sem helsti ókostur Obama (Fyrir utan að heita "Hussein") sé að hann skuli reykja. Sígarettur, þ.e. Það er fyrir löngu orðið frægt að hann hafi reykt aðrar plöntuafurðir á yngri árum, og það er til marks um þroska Bandaríkjamanna að þeir virðast hafa meiri áhyggjur af sígarettureykingum Obama en því að hann skuli hafa reykt gras á unglingsárum. Sígarettureykingar hafa nefnilega mjög sterka stéttatilvísun - menntaðir millistéttakanar reykja ekki. Grasreykingar hafa ekkert slíkt stéttastigma. Til að leysa þetta vandamál hefur Obama því lofað að hætta að reykja. Eða allavegana reyna!
Framboð Obama hefur auðvitað vakið mikla athygli, því hann er fyrsti svarti frambjóðandinn sem á virkilegan séns í að vinna tilnefningu annars stóru flokkanna - og á meira að segja alvöru séns í að ná kjöri sem forseti. (Þ.e. ef honum tekst að safna jafn mörg hundruð milljónum og Hillary Clinton og McCain... sem virðist ólíklegt). Joe Biden, annar frambjóðandi Demokrata, benti á þessa merkilegu furðu í seinustu viku. Ummæli Biden eru þegar orðin klassísk, enda hreinasta snilld!
I mean, you got the first mainstream African-American who is articulate and bright and clean and a nice-looking guy. I mean, thats a storybook, man.
Hvern hefði grunað að það væru til greindir, sæmilega máli farnir og frambærilegir negrar? Og svo virðist þessi Obama meira að segja vera hreinn, hann baðar sig, og þvær sér meira að segja þvo sér bakvið eyrun! Biden hefur síðan haldið því fram að hann hafi ekki meint neitt ljótt með þessum ummælum, og fréttaskýrendur virðast hafa fyrirgefið honum, hvernig sem á því stendur. Útskýringar Biden hljóma í það minnsta sæmilega sannfærandi, og eftir því sem mér hefur skilist er Biden hvorki "Exalted Cyclops" í klaninu, né hefur hann gerst sekur um að troða afskornum dýrshausum í póstkassann hjá svörtum nágrönnum sínum. Kannsk átti þetta að vera einhverskonar hrós?
Jæja, hvað um það, því þó Joe Biden hafi eitthvað sérkennilegar hugmyndir um getu minnihlutahópa til að taka þátt í stjórnmálum, virðist meirihluti bandarísku þjóðarinnar tilbúinn til að kjósa hörundsdökkan mann sem forseta. Samkvæmt könnunum segir meirihluti þjóðarinnar að Bandaríkin séu tilbúin fyrir svartan forseta. Samkvæmt könnun CNN eru 62% aðspurðra sannfærð um að svartur maður gæti unnið kosningar.
M
Meginflokkur: Forsetakosningar | Aukaflokkar: Karlmennska, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Athugasemdir
Heitur gaur! Þarf bara aðeins að vinna í magavöðvunum. Fær nokkur atkvæði útá myndina.
Róbert Björnsson, 12.2.2007 kl. 08:26
Er það ekki bara "24" að þakka? Palmer er svo "forsetalegur"
Friðjón R. Friðjónsson, 12.2.2007 kl. 09:24
Þ.e. að samkvæmt könnun CNN eru 62% aðspurðra sannfærð um að svartur maður gæti unnið kosningar.
Friðjón R. Friðjónsson, 12.2.2007 kl. 09:25
Doonesbury í dag er með fína skýringu á þessu 'clean'... 'Biden just meant that unlike most homies, Obama doesn't pack heat'. Gaman að sjá Duke vera mættan aftur!
Björn Friðgeir Björnsson, 12.2.2007 kl. 12:54
Friðjón - ég hafði reyndar ekki hugsað út í það, en væri það þá ekki hálf súrt fyrir Mike Gallagher aðra aðdáendur 24 á Fox og í AM talk radio, að 24 hafi sannfært bandaríkjamenn um að kjósa svartan forseta? Ann Coultner sagði reyndar um daginn að fyrsti svarti forsetinn ætti að vera repúblíkani. Mér finnst reyndar fréttaskýrendur repúblíkana undarlega hræddir við Obama. Kannski er það einmitt þetta sem Doonsbury og Biden benda á - það er erfitt að fitta Obama inní venjulegar stereotýpur um svertingja? Venjulegar ófrægingarherferðir virka þá kannski ekki á hann?
Ég held að við ættum allavegana alveg að reikna með því að Obama eigi séns í að vinna kosningarnar 2008. Ekki stóran séns, en samt.
FreedomFries, 12.2.2007 kl. 16:58
Hahahaha...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.2.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.