Fréttir, Írak og Anna Nicole Smith

Fréttir og WMD'sEins og sennilega allir vita, lést Anna Nicole Smith, sem var tvímælalaust mjög tragískur karakter, í gær. Og þetta eru auðvitað merkilegustu fréttir dagsins, sem endurspeglast í þeim tíma sem sjónvarpsstöðvar og kapalstöðvar í Bandaríkjunum eyddu í að tala um Smith. Think Progress tók saman hversu oft kapalstöðvarnar hefðu minnst á Smith, og báru það saman við hversu oft þær minntust á Írak:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
CNN14127
FOX NEWS11233
MSNBC17024

 

Það er ekki eins og það hafi ekki verið mikilvægar fréttir frá Írak, eða um Írak: Eitt stykki þyrla skotin niður (sem bendir til þess að "the insurgents" séu orðnir áræðnari), fréttir að heilbrigðismálaráðherra landsins hafi fjármagnað og stjórnað mannránum og árásum hryðjuverkamanna, fréttir þess efnis að herinn sé þegjandi og hljóðalaust að búa sig undir að "the surge" misheppnist og stríðið í Írak sé tapað, fréttir þess efnis að leiðtogum repúblíkana í öldungadeildinni hafi snúist hugur, og þeir séu nú tilbúnir til að ræða rekstur stríðsins við Demokrata - þrátt fyrir að Hvíta Húsið hafi bannað þeim það, og svo auðvitað fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi sent 363 tonn af nýprentuðum peningaseðlum, samtals 8 miljarða dollara (Reuters segir 4, en heildarupphæðin var nær 9), til Írak - og hafi ekki hugmund um hvað hafi orðið af þessum peningum! (Sjá frábæra grein á Mother Jones um þessar peningasendingar*)

En ekkert af þessu fannst kapalstöðvunum jafn merkilegt og andlát sorglegrar konu. Eins og Lenin sagði, dauði eins er harmleikur, dauði þúsunda er statistík...

Sjónvarpsstöðvarnar voru þó balanseraðari:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
NBC3:130:14
CBS2:00

2:17

ABC2:212:58

 

Anna Nicole Smith og Írak fengu nokkurnveginn jafn mikið rými. Harry Shearer, sem bloggar á Huffingtonpost segir að dauði Smith sé dæmi um "weapons of mass distraction", sem eru ekki síður hættuleg en hin tegundin af WMD's.

M

* Þessa Mother Jones grein fann ég í tengli hjá Hit&Run, sem er fyndið, því H&R er vefútgáfa Reason magazine, sem er frjálshyggjurit - og mjög "pro-kapítalískt", meðan Mother Jones er eitt vinstrisinnaðasta vikuritið! Sannar að allt skynsamt fólk, hvorum megin það er á stjórnmálaskalanum hafi sömu skoðanir á spillingu, heimsku og getuleysi Bushco!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér myndi finnast það þjóðráð hjá Bushco að kála einhverri filmstjörnu til að breiða yfir umræðu um vafasamar hernaðaraðgerðir og stjórnarfrumvörp. Til dæmis gætu þeir þurrkað út fyrstu grein stjórnarskrárinnar eða steypt stjórn Venesúela og látið Tom Cruise deyja í bílslysi á sama tíma. Umræðan myndi þá snúast um krúsa og leynimakkið fara hjá garði í fréttum. Allir rólegir.

Bara svona pæling um taktík, sem ekki er langt frá sumu sem þeir gera. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: FreedomFries

Þetta er góð hugmynd! Mér finnst að við ættum samt að setja markið hærra: Bushco ættu þá að slá tvær (fjórar?) flugur í einu höggi og senda Tim Robbins, Sean Penn, og Alec Baldwin á eitthvað "fact finding mission" til mið-austurlanda, og láta terroristana skjóta þá félaga niður. Á meðan væri hægt að steypa ríkisstjórn Venezuela eða gera loftárásir á Íran. Kannski yrði líka að kála einhverjum frægari? En þeir félagar, svona samanlagðir, jafnast allavegana á við hálfan Cruise?

FreedomFries, 9.2.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Frétta-iðnaðurinn hérna snýst auðvitað bara um entertainment value.  Fólk tjúnar ekki inn til að horfa á niðurdrepandi fréttir frá Írak...enda sömu fréttirnar þaðan dag eftir dag...enn ein þyrlan skotin niður...50 börn sprengd upp í rútu...who cares?  Þetta selur ekki auglýsingar.

CNN veit að 70% af áhorfendunum vilja frekar horfa á Nancy Grace og Larry King velta sér uppúr einkalífi stjarnanna sem það les um í National Enquirer. 

Á meðan þurfum við sem viljum reyna að fylgjast með "alvöru fréttum" að hlusta á útvarpið (NPR og BBC World Service) og vera beintengdir við AP og Reuters á netinu.  Það er merkilegt að það skuli ekki þrífast svo mikið sem ein kapalstöð sem caterar inn á þann "sub-culture" markað.

Róbert Björnsson, 9.2.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband