Hávaðasamur vindbelgur tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels!

Rush LimbaughSvo virðist sem hvaða skoffín sem er geti fengið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels. Að vísu skilst mér að það megi nokkurnveginn hver sem er tilnefna kandídata. Áhugafólk um loftslagsbreytingar í Bandaríkjunum er æft yfir nýjustu tilnefningunni, því seinasti kandídatinn til þessara verðlauna er nefnilega óþverrakarakterinn Rush Limbaugh!

Limbaugh er bandarískur útvarpsmaður sem hefur aflað sér frægðar með ógeðfelldum athugasemdum um minnihlutahópa og konur - og honum er líka sérlega í nöp við umhverfisverndarsinna. Þó hann sé ekki allra ógeðfelldasti fjölmiðlakarakterinn á hægrivængnum er hann þó sá allra þekktasti, og meðfram hraðbrautum má víða sjá auglýsingar um útvarpsþátt hans, "the Rush Limbaugh show", sem felst í því að Limbaugh lætur móðann mása um hversu vondir vinstrimenn séu, hversu ógeðslegt samkynhneigt fólk sé, hversu mikið demokratar hati Bandaríkin, og hversu heimskir, latir og skítugir innflytjendur séu. Þess á milli tekur Limbaugh við viðtölum frá hlustendum sem eru hjartanlega sammála honum. (sjá stutta kynningu Media Matters á Limbaugh)

National Review greindi frá því að "Landmark Legal Foundation" hafi tilnefnt Limbaugh til friðarverðlauna Nóbels:

We are offering this nomination for Mr. Limbaugh's nearly two decades of tireless efforts to promote liberty, equality and opportunity for all mankind, regardless of race, creed, economic stratum or national origin. We fervently believe that these are the only real cornerstones of just and lasting peace throughout the world.

Þessi tilnefning Landmark Legal Foundation er auðvitað ekkert annað en hlægilegt publicity stunt,  því "conservative public interest law firms" geta ekki tilnefnt einn né neinn til nóbelsverðlauna. (Sjá umfjöllun Atrios um þetta fáránlega mál.) Það verður forvitnilegt að sjá hvort og þá hvernig Limbaugh og hægripressan muni fjalla um þessa tilnefningu.

Að vísu gæti raunverulegur tilgangur tilnefningarinnar átt að vera einhverskonar pólítísk yfirlýsing, því hún kemur á sama tíma og Gore er tilnefndur - en Limbaugh er, ásamt öldungardeildarþingmanninum Jim Inhofe einn háværasti baráttumaðurinn gegn allri umræðu um gróðurhúsaáhrifin. 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gróðurhúsaáhrifin eru bull. Endurvinnsla er þvæla. Rafmagn er málið.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: FreedomFries

Ég neita því alfarið að ég sé "orðljótur", hvað þá að ég sé lýginn. Reyndar skora ég á þig að benda á eina lygi í þessum pistli, eða öðrum pistlum mínum! Ef ég hef einhverstaðar farið með rangt mál biðst ég afsökunar - ég skrifa ekki um neitt sem ég hef ekki öruggar heimildir fyrir, og ég les alltaf baktengingarnar á öllum frétta og bloggfærslum sem ég nota sem heimildir. Ég lít samt alls ekki svo á að ég sé einhver pínkulítil eins manns fréttastofa eða ríkisfjölmiðill! Þetta er blogg, og lýtur lögmálum bloggsins! 

En varðandi Limbaugh, ég hef hlustað á hann í nokkur ár, og ég held að ég lýsi honum á nokkuð sanngjarnan hátt. Þeir sem þekkja til Limbaugh geta vottað það. - og ég þyrfti að vera mun "orðljótari" til að geta komist með tærnar þar sem Limbaugh hefur hælana í munnsöfnuði.

Það er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa hlustað á AM talk radio hverskonar vitfirring og vitleusa viðgengs þar. Við erum ekki að tala um neina venjulega "flokkspólítíska" umræðu, þar sem lítið er gert úr pólítískum andstæðingum. Það sem þáttastjórnendur á borð við Limbaugh, Ingraham, Medved og Savage segja um demokrata og repúblíkana sem eru ekki nógu afturhaldssamir að þeirra mati er oft það rosalegt að það hefi sómt sér vel í Der Stürmer. Þú ættir að prófa að hlusta á Limbaugh, og segja mér svo að ég sé orðljótari eða "lygnari" en hann.

Ég held ekki að það sé nein sæmilega upplýst og skynsöm manneskja í Bandaríkjunum, (sem ekki er gallharður íhaldssamur repúblíkani), sem myndi halda því fram að Limbaugh væri annað en fordómafullur og andstyggilegur hræsnari. Útvarpsþættir hans byggjast akkúrat á þessu sem ég segi - að hella út svívirðingum um pólítíska andstæðinga, móðga minnihlutahópa (sérstaklega svertingja og samkynhneigða karlmenn) og konur. Og út á það gengur sjóvið. Það er ekki fallegt að telja sig til aðdáenda Limbaugh.

Og varðandi að Stanley "Tookie" Williams hafi verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels - Ég veit ekki hverjir þessir "ykkur" eru, en get tekið fram að ég er ekki meðlimur í "The Free Mumia Crowd", og finnst Cindy Sheehan vera frekar sorglegur karakter. Ég hef aldrei tekið undir með "Blame America First" ruglinu í sumum vinstrimönnum. Ég skil vel að "hægrimönnum" skuli finnast óþægilegt að það sé minnt á hverskonar ótrúlegir hálfvitar skuli hafa valist til að tala fyrir þá opinberlega, en ég skil ekki að þið þurfið að vera að taka stöðugt upp hanskann fyrir þá. Þessir vitleysingar á vinstrivængnum eru þess utan allir fullkomlega "marginal" fígúrur - enginn þeirra er með útvarpsþátt sem milljónir hlusta á.

Já, og að lokum, mér er alls ekkert misboðið! Mér var bara skemmt - ég hlusta nefnilega á AM talk radio og les Townhall  fyrir skemmtanagildið ekkert frekar en vegna sjúklegs áhuga á pólítík.

Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 2.2.2007 kl. 16:34

3 Smámynd: FreedomFries

Hmm... ég ætla ekki að fara ofan af því að ég hafi látið Limbaugh njóta sannmælis! Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að maður eigi að lýsa hlutunum eins og þeir raunverulega eru. Ég get ekki séð að það sé nein dyggð falin í að fegra karaktera eins og Limbaugh, bara vegna þess að sum orð séu ljót. Þess utan notaði ég frekar snyrtilegt orðalag um Limbaugh - ég hef heyrt hann kallaðan mun "ljótari" hluti en skítakarakter. Því til sönnunar að Limbaugh sé skítakarakter vil ég benda á að Limbaugh sá ástæðu til þess að gera grín að sjúkdómi Michael J Fox. Limbaugh er sami skítakarakterinn sem gerði grín að fötluðum börnum þegar hann var barn. Sjá þessa upptöku af Olbermann á MSNBC um Limbaugh og Fox:

http://www.youtube.com/watch?v=oGxRbW060QY

Vissulega fjallar hann oft um málenfi sem full þörf er að ræða - en í nokkurnveginn öllum tilfellum á máta sem er fullkomlega ómálefnalegur. Ég er ekki viss um að við höfum hlustað á sama Limbaugh.

Að lokum vil ég þakka kærlega góðar kveðjur! Magnús

FreedomFries, 2.2.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hjörtur hefði kannski gott af því að lesa "Russ Limbaugh Is A Big Fat Liar & Other Observations" eftir tilvonandi öldungardeildarþingmanninn okkar, Al Franken.

Róbert Björnsson, 2.2.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband