þri. 9.5.2006
Freedom Fries
Titillinn hefur alls ekkert með innihaldið að gera. Og svo er kannski líka spurning hversu mikið innihaldið hefur með sjálft sig að gera. Nema kannski helst að það er innihald- ólíkt flestum bloggsíðum sem snúast aðallega um sjálfhverfu höfundarins, óspennandi hversdagslegt amstur og annað sem ég hef aldrei skilið að nokkur heilvita manneskja geti haft áhuga á. Markmiðið er að halda úti heimasíðu og skrifum um nokkur helstu áhugamál mín, nefnilega bandarísk stjórnmál, neyslusamfélagið og einstaklingsfrelsi. Það er kannski þaðan sem titillinn kemur.
Svo er líka ætlun mín að segja sem allra minnst um íslensk stjórnmál. Það er nóg heimasíðum haldið úti um borgarstjórnarmál, framsóknarmenn og annað þessháttar. Í staðinn ætla ég aðallega að skrifa um bandarísk málefni, og alþjóðamál. Og til þess að það sé alveg ljóst, þá eru stjórnmálaskoðanir mínar fyrst og fremst einstaklingsfrelsi og markaðsfrelsi, en nóg um það.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2006 kl. 08:45 | Facebook
Athugasemdir
Hey .. ekkert að smá sjálfhverfu, maður þarf að létta á sér einhverstaðar.!
Ólafur N. Sigurðsson, 9.5.2006 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.