Palpatine hafði nokkuð til síns máls, Jedi-reglan er stórhættuleg!

Jedi CouncilEftir að hafa horft á báðar Star Wars trílógíurnar óþarflega oft tóku Jedi-riddararnir og allt djöfuls múnklífið og sjálfumgleðiruglið í þeim að fara meira og meira í taugarnar á mér. Í fyrstu myndunum er ekki það mikið af jedi-riddurum að maður geti látið þá pirra sig, en í nýju myndunum er Jedi-riddarareglan allan tímann í aðalhlutverki. Og það er eitthvað mjög óþægilegt við þá og allt þeirra baktjaldamakk, eins og senator Palpatine bendir réttilega á. Ef ég væri óbreyttur borgari í Star Wars heiminum fyndist mér mjög óþægilegt að vita af þessari leynilegu og vopnuðu munkareglu. Hver veit hvað þeir vilja? Eru þeir ábyrgir gagnvart einhverjum öðrum en litlum gömlum frosk í náttslopp?!

Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af Jedi-reglunni, því um daginn birti Boing Boing tengil á gamla grein af Marginal Revolution,* sem er skrifað af hagfræðiprófessor við George Mason University, um Jedi-regluna. Þó þetta sé gömul frétt og hafi ábyggilega áður farið nokkrum sinnum um veraldarvefina fannst mér hún það góð að ég stóðst ekki freistinguna að endurbirta hana:

The core point is that the Jedi are not to be trusted:

1. The Jedi and Jedi-in-training sell out like crazy.  Even the evil Count Dooku was once a Jedi knight. 

2. What do the Jedi Council want anyway?  The Anakin critique of the Jedi Council rings somewhat true (this is from the new movie, alas I cannot say more, but the argument could be strengthened by citing the relevant detail).  Aren't they a kind of out-of-control Supreme Court, not even requiring Senate approval (with or without filibuster), and heavily armed at that?  As I understand it, they vote each other into the office, have license to kill, and seek to control galactic affairs.  Talk about unaccountable power used toward secret and mysterious ends.

3. Obi-Wan told Luke scores of lies, including the big whopper that his dad was dead.

4. The Jedi can't even keep us safe.

5. The bad guys have sex and do all the procreating.  The Jedi are not supposed to marry, or presumably have children.  Not ESS, if you ask me.  Anakin gets Natalie Portman; Luke spends two episodes with a perverse and distant crush on his sister Leia, leading only to one chaste kiss.

6. The prophecy was that Anakin (Darth) will restore order and balance to the force.  How true this turns out to be.  But none of the Jedi can begin to understand what this means.  Yes, you have to get rid of the bad guys.  But you also have to get rid of the JediThe Jedi are, after all, the primary supply source and training ground for the bad guys.  Anakin/Darth manages to get rid of both, so he really is the hero of the story.  (It is also interesting which group of "Jedi" Darth kills first, but that would be telling.)

7. At the happy ending of "Return of the Jedi", the Jedi no longer control the galaxy.  The Jedi Council is not reestablished.  Luke, the closest thing to a Jedi representative left, never becomes a formal Jedi.  He shows no desire to train other Jedi, and probably expects to spend the rest of his life doing voices for children's cartoons.

8. The core message is that power corrupts, but also that good guys have power too.  Our possible safety lies in our humanity, not in our desires to transcend it or wield strange forces to our advantage

What did Padme say?: "So this is how liberty dies, to thunderous applause." 

Addendum: By the way, did I mention that the Jedi are genetically superior supermen with "enhanced blood"?  That the rebels' victory party in Episode IV borrows liberally from Leni Riefenstahl's "Triumph of the Will"?  And that the much-maligned ewoks make perfect sense as an antidote to Jedi fascism?

Og þó Palpatine hafi látið þróa klónaherinn vafðist það ekkert mjög lengi fyrir Jedi-riddururnum að beita honum, enda voru óvinirnir skordýr, sem über-mennirnir ásamt stormsveitum sínum gátu útrýmt að vild. Allt þetta reyndar eykur bara á ágæti Star Wars sem fyrsta flokks Sci-Fi.

*BoingBoing og Marginal Revolution eru með bestu bloggsíðum í Bandaríkjunum. Boing Boing er líka útnefnt í nokkrum flokkum í "Annual Weblog Awards, 2007 Bloggies" - meðal annars sem besta bloggsíða ársins. Ég mæli eindregið með þeim báðum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekki Anti-Jedi-ismi?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2007 kl. 05:11

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

En þú gleymir aðalpunktinum, það er siðgæðið. Jedi-riddurunum, ólíkt öðrum "góðum" öflum í okkar heimi, tekst að halda sér gangandi á þeim grunngildum sem þeir lifa eftir og það er leitin eftir réttlæti og sannleikanum sem keyrir þá áfram. Það er síðan alltaf matsatriði hvað sé rétt og hvað sé satt en það er ekkert sem kemur fram í myndunum sem talar gegn þeirra trúfestu.

Sith byggir á eflingu sjálfsins, að upphefja eigin girndir og þrár fram yfir hagsmuni heildarinnar. Ekkert gott getur komið af því og það er ekki fyrr en Darth Vader sér að sér í lokin, þar sem hann gerir sér grein fyrir 'the err of his ways' að hann kemur loksins jafnvægi á hlutina.

Magnús V. Skúlason, 29.1.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: FreedomFries

Jú Magnús - það er rétt að persónuleg heimspeki Jedi-riddaranna er mjög göfug, og við ættum auðvitað öll að reyna að vera Jedi riddarar í okkar daglega lífi, þ.e. láta gott af okkur leiða, vera yfirveguð og hugsa allar athafnir og hugsanir til enda og láta "the good force" streyma í gegn um okkur... Að vera einn með öllu og allt það. Jedi-ismi er einhverskonar buddismi, og sem trúarbrögð er þessi Jedi-ismi nefnilega nokkuð góður.

Mér fannst hins vegar þessi Marginal Revolution grein nokkuð góð, því hún lítur á hvað gerist þegar jafnvel svona algóð búddísk skynsemiskirkja býr yfir stórhættulegum vopnuðum hersveitum ofurmenna sem trúa því að þeir séu hafnir yfir landslög. Þó trúin, persónulega, sé góð, er hún varhugaverð sem vopnuð og valdamikil samfélagsstofnun. Svolítið eins og Páfagarður á miðöldum? Ég efast ekki um að kaþólskir konungar Evrópubúar hafi verið gott fólk, og kristni þeirra "hrein", en veraldlegt vald páfans var ekkert betra en ofríki venjulegra konunga. Og verra ef eitthvað var - samanber að páfinn stóð í stöðugu djöfuls valdapoti og afskiftum af innaríkismálum konungsríkja Evrópu! Páfinn, ásamt Ferdinand II af Stýríu ber einnig ábyrgð á því hversu langvinnt og blóðugt 30 ára stríðið var.

Það er ekki fyrr en það er búið að útrýma bæði The Sith og Jediriddurunum að það kemst á balance í the force. Það má kannski segja að endanlegur siðferðislegur boðskapur Star Wars sé þetta sem Marginal Revolution bendir á - að það leiði ekkert nema íllt af því að reyna að vera ofurmenni, og að þyrsta í vald? 

Ekki að ég er reyndar þeirrar skoðunar að Jedi-ráðið hafi borið alla ábyrgð á því að Anakin gekk af göflunum og varð Sith. Ef þeir hefðu ekki verið með þetta djöfuls munkrugl, bannað honum að elska Padme, og stöðugt verið að tala niður til hans og halda aftur af honum hefði hann ekki verið jafn viðtækilegur fyrir smjaðrinu í Palpatine?

FreedomFries, 29.1.2007 kl. 16:51

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Snilld!  Skemmtileg samlíking með Jedi-ráðið og Hæstaréttinn.  Sýnir þetta ekki bara að það er ekki til neitt fullkomið stjórnarfar?  Nema kannski Anarkismi?  "Lýðræðið" er oft ekkert annað en sýndarmennska.

Mestu hetjurnar í Star Wars voru að mínu mati frjálshyggjumennirnir Han Solo, Lando Calrissian, Boba/Jango Fett...og jafnvel sjálfur Jabba the Hut.   Eins og kafteinn Solo orðaði það við Leiu í A New Hope..."Look, I ain't in this for your revolution, and I'm not in it for you, Princess. I expect to be well paid. I'm in
it for the money!"   (já ok, Harrison Ford er gyðingur í móðurætt )

Róbert Björnsson, 29.1.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: FreedomFries

Róbert, auðvitað eru Lando Calrissian og Han Solo langflottastir! Og ég yrði hissa ef það væri hægt að finna einn Star Wars áhugamann sem ekki þykir Boba og uppeldisfaðir hans Jango Fett vera með allra svölustu karakterum seríunnar. Hvað í ósköpunum á að kalla samband Boba og Jango? Ef maður elur upp manns eigin klón, er maður þá pabbi hans eða hvað? Pabbi sjálfssín? Það er miklu auðveldara að taka á þessu klónamáli eins og í Multiplicity með Michael Keaton, þar sem klónarnir eru jafn gamlir og maður sjálfur, og virka eins og einhverskonar bræður...

FreedomFries, 29.1.2007 kl. 19:56

6 identicon

Skemmtilegt! Bendi á aðra grein og enn eldri í repúblíkanapressunni weekly standard þar sem Jonathan V. Last leggur fram málsvörn fyrir keisaradæmi stjörnustríðsmyndanna. Hann finnur lýðveldinu flest til foráttu og líkir því við Sameinuðu þjóðirnar enda er lýðveldið herlaust og laustengt bandalag ríkja (stjarna) eins og Sþ. Jedi-reglan er eins konar friðargæslusveit en hálfmáttlaus eins og margar slíkar sem starfa í umboði Sþ. Þá mislíkar Last að Jedi-reglan byggði á "guðlegu valdi" og bendir á að keisaradæmið var meritokrasía þar sem duglegir einstaklingar höfðu tækifæri til að koma sér áfram í lífinu óháð stéttarstöðu. Han Solo naut þess en hann hóf einmitt feril sinn með námi í keisaralegri akademíu

 http://www.weeklystandard.com/Content/Public/Articles/000/000/001/248ipzbt.asp?pg=1

Takk annars fyrir stórskemmtilegt blogg

Stígur (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband