mán. 22.1.2007
Bara 22 mánuðir í forsetakosningar!
Eitt af því sem gerir bandarísk stjórnmál skemmtileg er að það eru nokkurnveginn alltaf kosningar - Bandaríkjamenn ganga að kjörborðum annað hvert ár, og kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar tekur alltaf um tvö ár. Og núna eru innan við tvö ár til næstu forsetakosninga, og skoðanakannir og kosningabarátta er þegar hafin!
Og samkvæmt nýjustu tölum virðist sem Demokratar standi betur að vígi. Þrátt fyrir að allskonar kverúlantar hafi reynt að halda því fram að Obama eða Hillary "geti aldrei náð kjöri" vegna þess að hann sé svartur og hún kona eru bæði Obama og Hillary með forskot á McCain. Mig grunar að ástæða þess að Giuliani komi betur út en McCain sé sú að McCain, sem lengi vel var talinn "rödd skynseminnar" innan repúblíkanaflokksins, hafi fallið í áliti hjá almenningi í kjölfar þess að hann hefur markaðssett sjálfan sig sem helsta stuðningsmann Íraksstefnu forsetans.
Samkvæmt könnun Newsweek á því hvernig fólk myndi kjósa ef kosningarnar væru í dag:
- Barack Obama myndi sigra McCain (46% gegn 44%) en tapa fyrir Giuliani (47% gegn 45%);
- Hillary Clinton myndi sigra McCain (48% gegn 47%) en tapa fyrir Giuliani (48% gegn 47%).
Í samskonar könnn Washington Post:
- Clinton myndi sigra McCain (50% gegn 45%) og sömuleiðis Giuliani (49% gegn 47%);
- Obama myndi sigra McCain (47% gegn 45) en tapa fyrir Giuliani (49% gegn 45%).
Svo virðist því sem bæði Clinton og Obama séu sigurstranglegri en McCain - og eigi bæði góðan séns í Giuliani. Það fer því fjarri að þau eigi "ekki séns", eða að það sé einhvernveginn útilokað að Bandaríkjamenn myndu kjósa konu eða svertingja sem forseta. (Könnun WaPo er reyndar mjög forvitnileg. T.d. kemur fram að 64% Bandaríkjamanna telji að innrásin í Írak hafi verið mistök og 70% telja að ríkisstjórn Bush hafi ekki "a clear plan for handling the situation in Iraq"!)
Þessar kannanir eru samt nokkuð þversagnakenndar, því samkvæmt könnun Washington Post er Hillary Clinto langsamlega vinsælust af frambjóðendum Demokrata - en samkvæmt könnun Newsweek virðist John Edwards standa betur að vígi ef velja eigi milli hans og frambjóðenda repúblíkana.
- John Edwards myndi sigra John McCain (48% gegn 43%) og sömuleiðis Rudy Giuliani (48% gegn 43%)
Edwards er flottur og myndi sennilega vera góður forseti. 2004 hefði hann átt að vera frambjóðandi flokksins frekar en varaforsetaefni Kerry.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Forsetakosningar | Facebook
Athugasemdir
Þessar tölur eiga nú væntanlega eftir að breytast töluvert á næstu mánuðum þegar auglýsingaherferðirnar hefjast fyrir alvöru. Svo þarf ekki nema eitt "Howard Dean moment" til að breyta öllu. Ég er ennþá svaka svekktur yfir því...hann var minn maður. John Edwards er annars ágætur kandídat...verður spennandi að fylgjast með honum næstu mánuði.
Róbert Björnsson, 23.1.2007 kl. 04:56
Ég hef líka mikla trú á Howard Dean og Edwards. Fyrir 2004 hélt ég fyrst með Dean og svo með Edwards. Ég lét mig hafa það að styðja Kerry - en það var eitthvað ótrúlega óspennandi við þann mann! En ég held að Edwards sé nokkuð decent náungi, og líka sæmilega greindur.
En útkoman veltur held ég mikið á því hvað gerist hægramegin - og svo er alls ekki útséð með "dark horse candidates". Mig grunar að Edwards sé að koma þetta vel út í könnun Newsweek vegna þess að hann höfðar líka til margra repúblíkana, og repúblíkanar hafa raunverulega ekki nema tvo sæmilega áhugaverða valkosti enn sem komið er, og hvorugur virðist geta sameinað evangelista, neocons og svo the libertarians. Giuliani og McCain ættu báðir að eiga séns í að halda atkvæðum "hógværra" repúblíkana en hvorugur held ég að muni get sannfært evangelistana um að kjósa sig.
Næstu kosningar gætu ráðist á því hverjir kjósa ekki frekar en á því hvern þeir sem kjósa, kjósa!
FreedomFries, 23.1.2007 kl. 05:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.