fös. 19.1.2007
Fyrir kosningar voru eftirlitslausar hleranir NSA algjört prinsippmál fyrir Bush - en ekki lengur?
Fyrir seinustu kosniningar reyndi forsetinn nokkrum sinnum að gera andstöðu Demokrata gegn njósnaprógrammi NSA að kosningamáli. Forsetinn hélt því blákalt fram að með andstöðu sinni við eftirlitslausar hleranir framkvæmdavaldsins væru demokratar að sanna ábyrgðarleysi sitt og andúð á Bandaríkjunum! Nú, vegna þess að þegar við förum að krefjast þess að það sé farið að lögum, og mótmælum því að ríkið geti njósnað um eigin borgara eftirlitslaust, hafa hryðjuverkamennirnir unnið! Þetta, að atkvæði greidd demokrataflokknum væru atkvæði greidd "hryðjuverkamönnum" var reyndar þema í kosningabaráttu Hvíta Hússins fyrir kosningarnar.
Think Progress tók saman nokkrar yfirlýsingar Bush frá því fyrir kosningarnar þar sem hann hélt þessu fram. Þann þriðja október:
BUSH: The stakes in this election couldnt be more clear. If you dont think we should be listening in on the terrorist, then you ought to vote for the Democrats. If you want your government to continue listening in when al Qaeda planners are making phone calls into the United States, then you vote Republican.
Þann fjórða október:
BUSH: If the people of the United States dont think we ought to be listening in on the conversations of people who could do harm to the United States, then go ahead and vote for the Democrats.
Og svo þrítugasta október:
BUSH: In all these vital measures for fighting the war on terror, the Democrats just follow a simple philosophy: Just say no. When it comes to listening to the terrorists, whats the Democrats answer? Its, just say no.
Taktík forsetans var nefnilega annarsvegar að halda því fram að eftirlit með njónsnum NSA myndi koma í veg fyrir að hægt væri að heyja stríðið gegn hryðjuverkum, og hinsvegar að ásaka alla sem leyfðu sér að gagnrýna hvernig njósnirnar væru stundaðar um að vilja "koma í veg fyrir að það væri hlustað á hryðjuverkamenn". (Ég minnist þess reyndar ekki að hafa nokkurntímann heyrt neinn halda því fram að það ætti að stöðva allar njósnir eða að það ætti að koma í veg fyrir að NSA njósnaði um hryðjuverkamenn.)
Kjósendur fóru samt og kusu demokrataflokkinn. Og tveimur mánuðum seinna lýsir forsetinn því yfir sjálfviljugur að hlerunarprógrammið myndi hér eftir lúta efitrliti dómstóla. En af hverju? Fyrst eftir að upp komst um hlerunarprógrammið hélt forsetinn og stuðningsmenn hans því fram að það væri algjörlega lífsnauðsynlegt að það lyti engu eftirliti - annars myndu hryðjuverkamennirnir vinna... Og fyrir kosningar endurtók forsetinn sama sönginn. Hvað hefur breyst í millitíðinni?
Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að útspil forsetans sé pólítískt. Nú þegar demokratar hafa lokið 100 klukkutíma prógrammi sínu (sjá færslu mína um þessa dularfullu 100 klukkutíma hér - þegar allt kom til alls tóku þeir svo bara 42 klukkutíma!) munu taka við þingrannsóknir á því hvernig forsetanum hefur tekist að klúðra bæði stríðinu í Írak og "stríðinu gegn hryðjuverkum" - en þess í stað tekist að þenja út vald forsetaembættisins og ríkisins, bæði í gegn um löggjöf (the Patriot Act), "signing statements" forsetans og svo með ólöglegum embættisfærslum, á borð við hlerunarprógramm NSA. Forsetinn gerir sér sennilega grein fyrir því að hann muni bíða lægri hlut ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja þetta prógramm sitt, og frekar en að þurfa að viðurkenna lægri hlut fyrir demokrötum eða dómstólum, dregur hann prógrammið til baka sjálfviljugur. Þetta viðhorf kom m.a. fram í NYT í morgun:
The details remained sketchy yesterday, but critics of the administration said they suspected that one goal of the new arrangements was to derail lawsuits challenging the program in conventional federal courts.
Its another clear example, said Ann Beeson, associate legal director of the American Civil Liberties Union, of the government playing a shell game to avoid accountability and judicial scrutiny.
In other cases, too, the timing of litigation decisions by the government has been suggestive.
Shortly before the Supreme Court heard a set of three detainee cases in 2004, the administration reversed course and allowed two Americans held incommunicado by the military to meet with their lawyers, mooting that issue.
Í hvorugu dæminu hefur forsetinn viðurkennt að hafa haft á röngu að standa. Með því að taka málið "af dagskrá" getur hann komist hjá því að það sé skorið skýrt úr um að embættisfærslur hans séu ólöglegar og brjóti stjórnarskrána. Með öðrum orðum, forsetinn hleypur af hólmi áður en kemur til átaka. Pínulítið eins og Jeb litlibróðir Bush sem faldi sig í kústaskáp frekar en að mæta mótmælendum! (sjá færslu mína um kústaskápaævintýri Jeb hér.)
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, Karlmennska | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.