David Wu (D-Or): Bush bandaríkjaforseta er stjórnað af Klingonum...

David Wu, þingmaður demokrata frá Oregon, kvaddi sér hljóðs um daginn í sal fulltrúadeildarinnar og lýsti því yfir að Forseta bandaríkjanna væri stjórnað að "Faux Klingons" - þykjustu klingonum. Fyrir þá sem ekki þekkja til, eru klingonar ein af helstu þjóðflokkum Star Trek. Og Wu finnst það mjög alvarlegt mál að Hvíta húsinu sé stjórnað af Klingonum, en ekki tildæmis Vulkönum - en vulkanir eru geimverurnar sem eru með oddmjó eyru - frægasti Vulkaninn er auðvitað Spock. En hvað Vulkanar og Klingonar koma Bush og Hvíta húsinu við er hins vegar nokkuð óvíst. Eftir að hafa horft á Wu í nokkur skifti útskýra þessa stórfurðulegu samlíkingu á Sci-Fi og DC stjórnmála er ég eiginlega enn jafn áttavilltur. En semsagt, upptaka af Wu á YouTube:

Það er margt athugavert við þessa samlíkingu Wu. Til að byrja með þarf sennilega að útskýra þetta með "vúlkanina": Condoleezza Rice og nokkrir af helstu ráðgjöfum forsetans hafa verið kallaðir "Vúlkanir" - og á það að vísa til guðsins Vulkan, sem var rómverskur guð og sá um að smíða vopn og herklæði fyrir guðina, og er því sennilega verndari The Military-Industrial Complex. Vulkan var líka giftur "a trophy wife", því hann og Venus voru par. En þó Condoleezza og vúlkanirnir hafi haft einhver völd innan Hvíta hússins voru þau þó aldrei ráðandi rödd: Rumsfeld var t.d. aldrei einn af vúlkönunum, og vúlkanarnir og Nýíhaldsmennirnir voru sömuleiðis á sitt hvorri blaðsíðunni. Margir þeirra hafa þess utan hrökklast úr þjónustu forsetans, samanber Colinn Powell sem var einn af helstu vúlkönunum. Eini vúlkaninn sem er enn í áhrifastöðu innan stjórnar Bush er Rice.

Það kom mér því á óvart að Wu væri að reyna að halda því fram að segði að Hvíta Húsinu væri stjórnað af vúlkönum. Það meikar samt smá sens. En hvaðan hann fær það að þeir sem ráði ríkjum þykist vera Klingonar er mér algjörlega hulin ráðgáta - þá hefði verið nær lagi að halda því fram að það væru Romúlar sem hefðu náð völdum í Washington, því Rómular eru frændur Vúlkananna. Eða kannski hefði verið lógískt að halda því fram að Bush og félagar væru Kardassar? Það hefði þá allavegana verið eitthvað fútt í þeirri samlíkingu! Menning Klingona byggist á karlmennsku og heiðri, þeim er ílla við undirferli og leynimakk. Klingonarnir eru einhverskonar Mongólskir-Forngermanir eða eitthvað álíka, meðan Kardassarnir eru bæði siðlausir og svikulir. (Kardassarnir komu reyndar frekar lítið fyrir fyrr en í Deep Space-9, og kannski hefur David Wu aldrei horft á aðrar Star-trek seríur en "Star Trek: The original Series"?) Klingonarnir eru þess utan bandamenn The Federation og okkar jarðarbúa, meðan bæði Rómularnir og Kardassarnir neita að skilja að öll dýrin í skóginum þurfa að vera vinir! (Og ef einhver er í vafa um að The Federation sé ekki stjórnað af repúblíkönum, þá eru höfuðborgir þess tvær: San Fransisco og Paris!)

En hvað sem öðru líður er ég sammála Wu um að við hljótum að geta verið sammála um að þykjustuklingonar (ekkert frekar en þykjustukúrekar) eiga ekki að stjórna ríkjum!

Wu er ekki fyrsti þingmaðurinn til að reyna að tengja role-play nördisma við stjórnmálaskýringar: Rick Santorum vakti verðskuldaða athygli þegar hann hélt því fram að stríðið í Írak væri "eins og" Hringadróttinssaga, og að hann væri alveg hræðilega hræddur við að "auga Sauron" myndi skína á Bandaríkin.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið væri heimurinn góður ef honum væri stjórnað af Star Trek nördum í stað trúarofstækismanna.

Eigum við ekki bara að vona að W. og Dick verði brottnumdir af geimverum (þessum með anal próbana) og í framhaldinu gerir Nancy Pelosi heimabæ sinn San Fransisco að höfuðborg og lætur byggja framtíðarhöfðustöðvar United Federation of Planets í Castro hverfinu.   Það má láta sig dreyma!

Róbert Björnsson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 07:05

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Framvegis munt þú líka verða minn aðalsérfræðingur um allt sem snýr að star trek.  en hvað með  myndina Men in Black? að bush sé þá gæinn í smekkbuxunum en cheney sá sem brotlenti í hlaðinu hjá honum. það vantar bara einhverja til að taka að sér hlutverk tommy lee jones og will smith. 

Pétur Gunnarsson, 13.1.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

nei auðvitað er al gore í hlutverki tommy lee jones, þeir deildu herbergi í háskóla ekki satt? kannski barak hussein obama endi sem will smith.

Pétur Gunnarsson, 13.1.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: FreedomFries

Senan þar sem Tommy Lee Jones og Will Smith tala við konu smekkbuxnamannsins, og hún segir "It was like he was wearing an Edgar suit" er ein af uppáhalds línum mínum úr geimverukvikmyndum! Og Obama er líka vaxinn eins og kvikmyndastjarna - samanber strandljósmyndirnar af honum sem voru birtar um daginn, svo hann gæti ábyggilega hlaupið uppi geimverur eins og Will Smith?

FreedomFries, 13.1.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband