fim. 11.1.2007
Bush flytur ræðu - og gerir innrás í Íran í leiðinni
Íraksræða forsetans í gær kom ekkert sérstaklega á óvart. Öll aðalatriði ræðunnar voru löngu kunn: 1) "Surge", 2) "Benchmarks" - og svo var viðbúið að forsetinn myndi tala um mikilvægi lýðræðis og þess að Bandaríjunum takist ætlunarverk sitt, að Írak verði stabílt og lýðræðislegt. Svo var líka fyrirséð að forsetinn myndi reyna að sýnast voðalega skilningsríkur og bi-partisan.
Og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum þegar ég kveikti á sjónvarpinu í gærkvöld. Ræðan var mjög vel skrifuð og Bush var upp á sitt allra besta - kom vel fyrir og talaði sæmilega hratt, tafsaði ekkert og var ekki með neitt of stórkarlalegt glott. Eftir að hafa hlustað á hann í um 15 mínútur eða svo var ég eiginlega orðinn honum hjartanlega sammála: nú þurfum við öll að standa saman og styðja við bakið á forsetanum sem ætlar ser - nei, mun - að bjarga Írak frá glötun.
Eða eitthvað þannig. Í það minnsta var ræðan miklu áheyrilegri en ég bjóst við. Ég gat ekki alveg gert það upp við mig hvort hann væri að reyna að líta út fyrir að vera umburðarlyndur og ábyrgur, áhyggjufullur yfir öllu stríðinu eða hvort hann væri taugaveiklaður og stressaður og fyndist óþægilegt að sitja svona frammi fyrir þjóðinni og reyna að sannfæra fólk um eitthvað sem það hefur enga trú á.
Fyrsta útspil forsetans í ræðunni var að halda því fram að allt hafi verið í besta lagi - og allar áætlanir hans og stjórnar hans hafi verið að svínvirka, alveg þar til einhverntímann fyrir einu og hálfu ári, eða svo. Þá hafi Íranir og Al-Qaeda farið að grafa undan stöðugleika í landinu og kynt undir "sectarian violence" ofbeldi og upplausn. Og þegar allt var komið á kaf í ofbeldi og upplausn fóru allar góðu áætlanirnar út um þúfur... Írakski herinn var of lítill og Bandaríkjamenn og Írakar gátu ekki tryggt frið í borgarhverfum og landssvæðum þar sem óeirðaseggirnir búa. Nú, og lógísk niðurstaða er því að senda fleiri hermenn til Írak - enda var það næsta atriði sem forsetinn minntist á. Og forsetinn hélt því fram að allir sem hann hefði talað við væru nokkurnveginn sammála þessari snilldaráætlun. Hermennirnir yrðu sendir til þess að styðja írköksku ríkisstjórnina sem þyrfti að mæta allskonar skilyrðum og ná einhverjum "benchmarks" um framfarir etc...
Fyrir mitt leyti óska ég forsetanum alls hins versta - en ég hlýt að vona að þessi áætlun hans virki. Ef það getur stillt til friðar í Írak að senda þangað fleiri hermenn væri það hið besta mál. Flestir bandarískir þingmenn sem ég hef heyrt tjá sig um þetta mál eru enda sömu skoðunar: Þeir lýsa sig í grundvallaratriðum ósammála því að senda fleiri hermenn til Írak, og lýsa sig andsnúna stríðinu, en bæta líka við að þeir muni ekki stoðva áætlun forsetans sem þeir voni að muni virka. Það er sömuleiðis ljóst að ef þetta "surge" virkar ekki mun stuðningur við stríðið minnka enn frekar.
En það var ekki allt þetta Írakstal sem var merkilegast í ræðu forsetans, heldur hitt, að hann bætti við nokkrum lítt duldum hótunum í garð Íran. Samkvæmt New York Times:
In some of his sharpest words of warning to Iran, Mr. Bush accused the Iranian government of providing material support for attacks on American troops and vowed to seek out and destroy the networks providing advanced weaponry and training to our enemies.
He left deliberately vague the question of whether those operations would be limited to Iraq or conducted elsewhere, and said he had ordered the deployment of a new aircraft carrier strike group to the region, where it is in easy reach of Iranian territory.
Þetta fannst mér merkilegt, því svo bætti forsetinn við:
I recently ordered the deployment of an additional carrier strike group to the region.
Það er vitað mál að freigátur og flugvélamóðurskip eru nokkuð gagnslaus þegar kemur að því að elta skæruliða hús úr húsi - og ég get ekki alveg séð hvernig flotinn getur hjálpað til við að finna "Improvised Explosive Devices, IED's". Hins vegar eru flugvélamóðurskip og flugher flotans mjög gagnleg þegar kemur að því að hafa í hótunum við ríki sem búa yfir alvöru herjum, og hafa skotmörk sem hægt er að gera loftárásir á! Enda hafa margir liberal bloggarar í Bandaríkjunum allir stokkið á þetta atriði. Sjá Carpetbagger, Americablog, Think Progress, Crooks and Liars.
Og svona til að sýna að honum er fúlasta alvara gerði Bush árás á Íran í gær.
Iraqi officials said Thursday that multinational forces detained as many as six Iranians in an overnight raid on Tehran's diplomatic mission in the northern city of Irbil....
The forces stormed the Iranian mission at about 3 a.m., detaining the five staffers and confiscating computers and documents, two senior local Kurdish officials said, speaking on condition of anonymity because of the sensitivity of the information....
A resident living near the mission said the foreign force used stun bombs in the raid and brought down an Iranian flag that was on the roof of the two-story yellow house.
Í alþjóðasamskiftum er yfirleitt litið hornauga á innrásir í sendiráð annarra ríkja.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bush | Breytt s.d. kl. 16:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.