Færsluflokkur: lönd sem heita "stan"

Bush og nýstofnað "stríðskeisara" embætti Hvíta Hússins

SheehanSeinasta útspil Hvíta Hússins í ævintýralegri sigurgöngu þeirra í Írak er að stofna embætti stríðskeisara, eða "War Czar". Hugmyndin er sú að það vanti einhvern sem geti stýrt öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna í bæði Afghanistan og Írak. The Daily Show hefur sennilega gert þessu máli öllu best skil (það er hægt að horfa á upptöku af umfjöllun Jon Stewart og Jon Oliver á Raw Story:

So there you have it, folks: five years into the global war on terror, the President believes it is now time for someone to be in charge of it.

Af lestri bloggsíðna og fréttaskýringa virðist sem þessi skoðun sé nokkuð ríkjandi, og ef stríðskeisaraembættið átti að vera PR-stunt þá hefur það líklega misheppnast. En þessi frétt er mjög merkileg, fyrir nokkurra hluta sakir, og óþarfi að afskrifa þessa hugmynd alveg strax. Það er af nógu að taka: af hverju her "keisara"? og hvað varð um embættið "commander in chief"? Gerir stjórnarskráin ekki líka ráð fyrir embætti sem hefði endanlegt úrskurðarvald og gæti sætt deilur milli ráðuneyta og samræmt störf þeirra? Mig minnir að það sé meira að segja haldnar kosningar á fjögurra ára fresti til þessa embættis?

Það sem hefur þó vakið mesta athygli er að forsetanum hefur ekki tekist að finna neinn til að taka þetta starf að sér. Það er ekki á hverjum degi sem jafn háttsettar stöður eru stofnaðar og enginn vill fá heiðurinn af því fá keisaratitil. Fred Kaplan á Slate:

Let's be clear about the significance of these refusals. Generals do not become generals by being demure. They are, as a rule, confident, opinionated, and in many cases, arrogant. Retired generals like to talk with other retired generals about how they would handle one foul-up or another if they were still in command.

In other words, if some retired generals out there had a great idea about how to solve the mess in Iraq, and if the president offered them the authority to do what they wanted to do, few of them would hesitate to step up and take charge.

The fact that Bush has found no takers suggests one of three possibilities: The generals don't have any great ideas; they don't believe they'd really be given carte blanche; or, most likely, to some degree, both.

Kaplan bendir á að þessi herkeisari Bush sé ekki fyrsta keisaraembættið sem bandaríkjaforsetar hafa stofnað til að takast á við erfið vandamál. Frægastur er auðvitað eiturlyfjakeisaraembættið sem Ronald Reagan stofnaði - og það þarf sennilega ekki að segja mikið um hversu árangursríkt það embætti hefur reynst. Ef vandamálið er óleysanlegt er augljóst að það breytir engu hvort skipaður er "keisari" til að leysa það, og eins og Kaplan bendir á, þessi "czar" embætti öll hefur skort vald eða umboð til að móta stefnu - hlutverk þeirra er að samræma störf annarra stofnana svo hún samræmist betur stefnu stjórnarinnar:

...they're not given the power to set policy. If the president doesn't have a sound policy, the most efficient coordinator can't solve anything important.

Þeir herforingjar sem stjórnin hefur leitað til fram til þessa virðast allir  vera þeirrar skoðunar að það sé ekkert sem þeir geti gert til að leysa ástandið í Írak. Best þekktur þeirra herforingja sem hefur hafnað tilboði forsetans er John Sheehan, en hann skrifar langa grein í Washington Post í dag. Útskýringar hans eru merkilegar m.a. vegna þess að þær veita innsýn í hvernig hæst settu og reyndustu herforingjar Bandaríkjanna upplifa stríðsrekstur þeirra Bush, Cheney og Rumsfeld.

... after thoughtful discussions with people both in and outside of this administration, I concluded that the current Washington decision-making process lacks a linkage to a broader view of the region and how the parts fit together strategically. We got it right during the early days of Afghanistan — and then lost focus. We have never gotten it right in Iraq. For these reasons, I asked not to be considered for this important White House position. These huge shortcomings are not going to be resolved by the assignment of an additional individual to the White House staff. They need to be addressed before an implementation manager is brought on board.

Sheehan segir vandann liggja í því að forsetinn og stjórnin hafi enga heildstæða strategíu eða sýn varðandi Írak eða Mið-Austurlönd, og ólík markmið stjórnarinnar stönguðust á:

What I found in discussions with current and former members of this administration is that there is no agreed-upon strategic view of the Iraq problem or the region. 

... Simply put, where does Iraq fit in a larger regional context? The United States has and will continue to have strategic interests in the greater Middle East well after the Iraq crisis is resolved and, as a matter of national interest, will maintain forces in the region in some form. The Iraq invasion has created a real and existential crisis for nearly all Middle Eastern countries and created divisions among our traditional European allies, making cooperation on other issues more difficult. In the case of Iran, we have allowed Tehran to develop more policy options and tools than it had a few years ago. Iran is an ideological and destabilizing threat to its neighbors and, more important, to U.S. interests.

Möo: Forsetinn hefur ekki haft heildstæða utanríkisstefnu eða strategíu í Írak, og Sheehan gagnrýnir stjórnina fyrir að hafa breitt yfir þetta með því að slá um sig með frösum og klisjum:

The day-to-day work of the White House implementation manager overseeing Iraq and Afghanistan would require a great deal of emotional and intellectual energy resolving critical resource issues in a bureaucracy that, to date, has not functioned well. Activities such as the current surge operations should fit into an overall strategic framework. There has to be linkage between short-term operations and strategic objectives that represent long-term U.S. and regional interests, such as assured access to energy resources and support for stable, Western-oriented countries. These interests will require a serious dialogue and partnership with countries that live in an increasingly dangerous neighborhood. We cannot "shorthand" this issue with concepts such as the "democratization of the region" or the constant refrain by a small but powerful group that we are going to "win," even as "victory" is not defined or is frequently redefined.

Grundvallarvandamál Bush stjórnarinnar, í þessu, líkt og öllu öðru, virðist vera að forsetinn heldur að starf sitt sé pólítík - en ekki að stjórna stóru ríki og leysa vandamál. Pólítíkusar slá um sig með frösum og slagorðum meðan þeir eru að sækjast eftir atkvæðum almennings. Það er hægt að vinna kosningar og ræðukeppnir með því að kunna að raða saman slagorðum og frösum og snúa út úr fyrir andstæðingunum. En það er ekki hægt að sigra stríð með slagorðum og útúrsnúningum - og það er ekki hægt að stjórna löndum með PR einu saman.

M


Meðlimur úr innsta hring repúblíkanaflokksins, verktaki fyrir varnarmálaráðuneytið kærður fyrir að fjármagna... Al Qaeda!

Gallagher vill fleiri hryðjuverkaárásir til að þagga niðrí vinstrimönnumAllt síðan 2001 hefur Repúblíkanaflokkurinn blóðmjólkað Al-Qaeda ógnina. Allar kosningar síðan "9-11" hefur flokkurinn varað kjósendur við því að ef demokratar kæmust til valda væri stríðið gegn terroristunum tapað, því allir demokratar væru einhverskonar flugumenn Bin Laden. Mike Gallagher, sem er republican "pundit", sem er starf sem gengur út á að hafa, eða þykjast hafa, vit á málefnum líðandi stundar og geta talað út í eitt um þessi mál öll, skrifaði um daginn á bloggsíðu sinni á Townhall:

Seeing Jane Fonda Saturday was enough to make me wish the unthinkable: it will take another terror attack on American soil in order to render these left-leaning crazies irrelevant again. Remember how quiet they were after 9/11? No one dared take them seriously. It was the United States against the terrorist world, just like it should be.

Það er sennilega fátt sem veitir betri innsýn í þankagang margra á hægrivæng (nei, réttara sagt, hálfvita, og fasistavæng) repúblíkanaflokksins: "9-11" var hið besta mál vegna þess að það þaggaði niðri í þessum leiðinda vinstrimönnum! (Ég mæli með umfjöllun Pandagon um þessi ummæli Gallagher.)

Í ljósi þessa kemur það eiginlega ekki á óvart að fjármálamenn flokksins skuli hafa reynt að halda lífinu í þessum félagsskap með fjárgjöfum! Samkvæmt CBS news hefur auðmaðurinn Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari verið ákærður fyrir að hafa reynt að senda hátt á annað hundruð þúsunda dollara til Afghanistan til að kaupa búnað fyrir Osama!

Terrorism charges brought Friday against the administrator of a loan investment program claimed that he secretly tried to send $152,000 to the Middle East to buy equipment such as night vision goggles for a terrorist training camp in Afghanistan.

Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari, 53, of Ardsley, N.Y., pleaded not guilty in U.S. District Court in Manhattan to an indictment accusing him of terrorism financing, material support of terrorism and other charges. The charges carried a potential penalty of 95 years in prison.

Alishtari er einnig þekktur undir nafninu Michael Mixon, og hefur verið stórtækur fjársvikamaður:

He was also charged with money laundering for allegedly causing the transfer on Aug. 17 of about $25,000 from a bank account in New York to a bank account in Montreal, Canada. The money was to be used to provide material support to terrorist, prosecutors said.

The indictment also charged him with wire fraud conspiracy and wire fraud. It said he devised a scheme to administer and promote a fraudulent loan investment program known as "Flat Eletronic Data Interchange" through which Alishtari and others fraudulently obtained millions of dollars from investors by promising high guaranteed rates of return

Besti parturinn er að þessi Alishtari var líka í innsta hring repúblíkanaflokksins!

CBS News has confirmed that Alishtari is a donor to the Republican Party, as he claims on his curriculum vitae. ...

Alishtari also claims to be a lifetime member of the National Republican Senate Committee's Inner Circle, which the NRCC describes as "an impressive cross-section of American society – community leaders, business executives, entrepreneurs, retirees, and sports and entertainment celebrities – all of whom hold a deep interest in our nation's prosperity and security."

TPM hefur fylgt þessari GOP/Terrorist-kingpin sögu eftir - Alishtari segist einnig hafa verið meðlimur í einhverju "White House Business Advisory Committee"...

M


Málshöfðun gegn Borat í Bandaríkjunum - og Borat bannaður í Rússlandi!

Boratskjölin

Áður hafa samtök húmorslausra sígauna höfðað mál á hendur Borat í þýskalandi, en þetta er fyrsta málshöfðunin gegn honum í Bandaríkjunum! Tveir unglingspiltar sem birtast í Boartmyndinni hafa höfðað mál gegn Sasha Baron Cohen fyrir að hafa logið að sér, gabbað sig til þess að taka þátt í fylleríi og fyrir að hafa neytt sig til að horfa á klám... en það vita allir að heiðarlegir ungir menn myndu ekki drekka vín eða horfa á myndband með Pamelu Anderson og Tommy Lee Jones í rúmini nema tilneyddir af vondum dónum með yfirvaraskegg!

The plaintiffs -- listed as John Doe 1 and John Doe 2 -- were allegedly assured the film would not be shown in the U.S. and their identities would not be revealed. They were both selected to appear in the movie and, according to the suit, taken "to a drinking establishment 'to loosen up' and provided alcoholic beverages." They claim they signed the movie releases after "heavy drinking."

Kvikmyndatökumennirnir eiga að hafa hvatt þá til þess að halda áfram að drekka - og að Borat hafi þvínæst gabbað þá til þess að horfa á dónalegt myndband með sér.

The plaintiffs claim they suffered "humiliation, mental anguish, and emotional and physical distress, loss of reputation, goodwill and standing in the community..." because the movie was indeed released in the U.S.

Því það vita allir að í "the fratboy community" er ekkert meira niðurlægjandi en að standa fyrir fylleríisólátum, horfa á Pamelu Anderson nakta og hegða sér almennt eins og deli... Það er hægt að sjá afrit af málsskjölunum hér, og þau eru stórskemmtileg lesning.

Ungmennin krefjast þess að fá minnstakosti 25.000 dollara í bætur - en láta dómstólum eftir að ákveða hversu mikið beri að greiða sér fyrir allt hugarangrið.  

Í öðrum Borattengdum fréttum er það helst að velsæmis- og listmatsskrifstofa Rússlands (The Federal Culture and Cinematography Agency) hefur ákveðið að banna kvikmynd Borat! Ekki vegna þess að hann geri grín að Bandaríkjamönnum, heldur vegna þess að ritskoðunarapparatið telur að Rússar muni ekki fatta brandarana... Samkvæmt The Chicago Tribune:

An agency official, Yury Vasyuchkov, cited the film's potential to offend religious and ethnic feelings...

The agency's decision amounted to the first such restriction on a film's public distribution--pornography aside--since the Soviet system of censorship collapsed in the late 1980s. In doing so, Russia has gone further even than Kazakhstan, the country that bears the brunt of Baron Cohen's mock documentary by Borat, a boorish state television reporter who visits the United States.

Ég get ekki með neinu einasta móti skilið hvernig Borat getur æst til haturs á neinu öðru en Suðurríkjamönnum. En kannski hafa Rússar, Sígaunar og fratboys annarskonar húmor en við hin?

M


mbl.is Segjast hafa verið plataðir til að koma fram í mynd Borats
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af Borat og Kasakstan: Kasakar hóta Borat lifláti: "I'd kill this impostor on the spot"

Hundtyrkinn Borat.jpg

Kasakstanska þjóðin er viti sínu fjær af bræði yfir framferði og uppátækjum Borat. Alþýðunni er nefnilega alveg jafn misboðið og stjórnvöldum, sem keyptu auglýsingar í NYT til að leiðrétta misfærslur Borat. Og kannski er alþýðunni meira að segja misboðnara: Samkvæmt AP er einhver maður með fálka á götu í Almaty sem hatar Borat: "I'd kill this impostor on the spot". (AP lýsir manninum þannig: "Eltai Muptekeyev, who makes his living in Almaty by posing for photos with a blindfolded falcon clinging to a thick leather glove on his hand".)

Og hógværir stjórnmálamenn, meira að segja kurteisir sósíaldemókratar, eru líka móðgaðir:

"If it happened in a country where rules are more strict than ours, there would have been a government decree to destroy Borat," said Zharmakhan Tuyakbai, leader of the opposition National Social-Democratic Party.

Tuyakbai bætti við: "If I see him, I'll hit him in the face". Akkúrat. Í öllum réttarríkjum þar sem einhver virðing er borin fyrir lögum og reglu eru séð til þess að menn eins og Borat séu ekki að spilla almannafrið og sverta orðspor þjóðarinnar. Það sem er samt fyndnast við viðbrögð Kasakstana er ekki að þeim skuli finnast Borat hræðilega ófyndinn, heldur að þeir séu móðgaðir yfir því hvernig hann lítur út, því þeim finnst hann ekki líta út eins og Kasakstani: 

But many Kazakhs still bristle at the way they are being portrayed. Svetlana Chuikina, an anchorwoman on Kazakh television, said Borat didn't even look the part.

"He might look like a Turk, but definitely not like a Kazakh," she said.


Fyrstu fjórar mínúturnar úr úr Boratmyndinni á YouTube

Borat í bíkíníinu.jpg

Á Huffingtonpost er hægt að horfa á fyrstu fjórar mínúturnar úr nýju Boratmyndinni. Við sjáum heimabæ Borat, kynnumst áhugamálum hans (table tennis, disco dancing, photograph watching women do the toilet), og komumst að því að hann var sendur af upplýsingaráðuneyti Kasakstan til Bandaríkjanna til að finna svör við vandamálum Kasakstan. Kasakstan á nefnilega við þrjú vandamál að glíma: Economic, Social and Jew. Sígaunarnir eru augljóslega meira svona almennt nuisance en alvöru vandamál? (Myndbandið er hér)

M


Borat boðið í opinbera heimsókn til Kasakstan

borat_poster.jpg

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur kasakstanska utanríkisráðuneytið boðið Borat í opinbera heimsókn til Kasakstan. Fram til þessa hafa kasakstönsk stjórnvöld einbeitt sér að því að reyna að sannfæra lesendur New York Times um að Kasakstan sé fallegt og nútímalegt land. Utanríkisráðuneyti Kasakstan virðist nú hafa ákveðið að það væri auðveldara að reyna að sannfæra Borat um fegurð og ágæti Kasakstan:

"His trip could yield a lot of discoveries -- that women not only travel inside buses but also drive their own cars, that we make wine from grapes, that Jews can freely attend synagogues and so on," Aliyev told local news agency Kazakhstan Today late on Wednesday.

Eftir langa nefndarsetu og skýrsluskrif komst Utanríkisráðuneyti Kasakstan að því að það væri mikilvægt að hafa "a sense of humor" og að bera virðingu fyrir "other people's freedom of creativity", og að það væri fullkomlega gagnslaust að reyna að móðga eða lögsækja "listamenn". 

Aliyev said he understands why Kazakhs are unhappy about Cohen's character, Borat Sagdiyev. "But we must have a sense of humor and respect other people's freedom of creativity," Aliyev told Kazakhstan Today

"It's useless to offend an artist and threaten to sue him," Aliyev said. "It will only further damage the country's reputation and make Borat even more popular."

Það var kominn tími til þess að Kasakstanir gerðu sér grein fyrir því að Borat væri ekki alvarleg ógnun við orðstír Kasakstan!

M


Þriggja metra háir kannabisskógar valda herjum bandamanna í Afghanistan vandræðum

Canadians patrolling the weed.jpg

Rakst á þessa frétt hjá Reuters: "Troops battle 10-foot marijuana plants". Samkvæmt fréttinni eru kanadískar hersveitir í Afghanistan í mestu vandræðum með talíbana sem fela sig inní kannabísskógum. Skógarnir eru svo þykkir að kanadamennirnir þora ekki inn í þá af ótta við að verða fyrir launsátri. Rick Miller, yfirmaður kanadíska hersins í Afghanistan, segir farir sínar ekki sléttar:

"We tried burning [the forests] with white phosphorous -- it didn't work. We tried burning them with diesel -- it didn't work. The plants are so full of water right now ... that we simply couldn't burn them," he said.

Even successful incineration had its drawbacks.

"A couple of brown plants on the edges of some of those (forests) did catch on fire. But a section of soldiers that was downwind from that had some ill effects and decided that was probably not the right course of action," Hillier said dryly.

Nú auðvitað hefur það "some ill effects" að standa undan vindi þegar brenndir eru 3 metra háir kannabisskógar!

M

 


Bandaríkjaþing ætlaði að halda upp á "sigur" í Írak á næsta ári

crazy_frist.jpg

New York Times birti í morgun grein þar sem fjallað er um furðulegan lið í fjárlögum þessa árs - nefnilega 20 milljón dollara sem verja á til hátíðarhalda í Washington - "for commemoration of success" í Írak og Afghanistan. Og þar sem ekki tókst að eyða peningunum í ár, hefur liðurinn verið færður til næsta árs.

The original legislation empowered the president to designate “a day of celebration” to commemorate the success of the armed forces in Afghanistan and Iraq, and to “issue a proclamation calling on the people of the United States to observe that day with appropriate ceremonies and activities.”

Þetta finnst demokrötum auðvitað mjög sérkennilegt, og benda á að ef forsetinn hefði eytt örlítið minni tíma í að planleggja "Mission Accomplished" hátíðarhöld, væri betur komið fyrir bandaríkjunum og Írökum,

“If the Bush administration had spent more time planning for the postwar occupation of Iraq, and less time planning ‘mission accomplished’ victory celebrations, America would be closer to finishing the job in Iraq,” said Rebecca M. Kirszner, communications director for Senator Harry Reid of Nevada, the Democratic leader.

En það verður að segjast republikönum til varnar að þeir hafa verið að "hugsa utan kassans" undanfarna daga - samanber hugmyndir Bill Frist um að það sé líklega best að leyfa talíbönunum að stjórna Afghanistan.

"the people that call themselves the taliban... You need to bring them into a more transparent type of government... And if that's accomplished, we'll be successful."

Af orðum Frist að skilja myndi það að koma talíbönunum aftur til valda teljast sem "success" og þá væri væntanlega hægt að halda hátíðleg "the success of the armed forces in Afghanistan". En demokratar vilja ekki leyfa hernum að vera "successful" og hlupu upp til handa og fóta og ásökuðu Frist um að hafa gefist upp, og vera fylgjandi "cut and run" strategíu.

Phil Singer, spokesman for the Democratic Senatorial Campaign Committee, said, "Doctors are supposed to wear the white coat, not wave the white flag. Dr. Frist's proposal to surrender to the Taliban ignores the fact that they enabled the 9/11 hijackers, give safe haven to al-Qaida and remain hell-bent on destroying Western civilization."

En samkvæmt talsmanni Frist á hann alls ekkert að hafa sagt um talíbanana - hann hafi verið að tala um mikilvægi þess að "Afghan tribesmen" "often targeted by Taliban recruitment" hefðu sæti í stjórn landsins. En það er ekki það sama og "the people who call themselves the Taliban" - og það er eiginlega alveg sama hvernig Frist snýr þessum undarlegu ummælum sínum, eftir stendur að forystumenn republikanaflokksins trúa því ekki að það sé hægt að vinna stríðið í Afghanistan.

M


Bill Frist: Við þurfum að koma talibönunum aftur til valda...

bill_frist.jpg

Stríðsrekstur og utanríkisstefna ný-íhaldsmannanna sem stjórna Bandaríkjunum verður furðulegri með hverjum deginum. Seinasta tvistið er að Bill Frist lýsti því glaðhlakkalega yfir að það þyrfti sennilega að bjóða talibönunum að taka þátt í stjórn Afghanistan. Þetta er bráðgóð hugmynd, sennilega jafn góð og hugmynd BIll O'Reilly að koma Saddam Hussein aftur til valda.

Þá væri hringurinn fullkominn - við förum í stríð til þess að dreifa lýðræði og frelsi, því við hötum harðstjóra og ólýðræðisleg stjórnvöld meira en pláguna. Svoleiðis háleit markmið krefjast þess auðvitað að við sendum þúsundir manna út í opinn dauðann (og kannski drepst eitthvað af infæddum... en "democracy is messy", eins og Rumsfeld komst svo skáldlega að orði). Og sólundum milljörðum og aftur milljörðum af almannafé í þessar vonlausu herferð, jú og köllum alla sem voga sér að efast um að þetta sé klók utanríkispólítk "svikara" og ásökum þá um að hatast við "the troops". En svo kemur í ljós að þessir vondu svikarar sem efuðust um heilindi Rumsfeld og Bush höfðu á réttu að standa, og allt fer til helvítis - og hvað gerum við þá? Gefum Frist orðið:

"You need to bring them [the Taliban] into a more transparent type of government," Frist said during a brief visit to a U.S. and Romanian military base in the southern Taliban stronghold of Qalat. "And if that's accomplished, we'll be successful."

"Approaching counterinsurgency by winning hearts and minds will ultimately be the answer," Frist said. "Military versus insurgency one-to-one doesn't sound like it can be won. It sounds to me ... that the Taliban is everywhere."

Ha? Ég sem hélt að tal væri bara fyrir einhverskonar manndómsleysur og aumingja, Bandaríkin yrðu að sýna að þau væru sterk og óhrædd og létu engan bjóða sér byrginn? Ef þetta er ekki til marks um algjört gjaldþrot utanríkisstefnu republikanaflokksins veit ég ekki hvað.

M


Af steppum kasakstan

Kasakstan svefnpokar.jpg

Ég hef undanfarna daga verið að fylgjast með áróðursherferð Kasakstans hér í bandaríkjunum, og fundist frekar lítið til hennar allrar koma. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Kasakstan sé ein allsherjar póst-sovésk auðn, þar sem ekkert annað sé að finna en yfirgefnar herstöðvar, dump fyrir kjarnorkuúrgáng, skrælnaða bómullarakra og leyfar "virgin lands" Krustsjeff. Um daginn sat ég og drakk bjór með Denis vini mínum, sem er Rússi, en fæddur og uppalinn í Kasakstan, og hann var nokkurnveginn sammála mér. Jæja, næstum. Endalaus auðnin er víst voðalega falleg.

En það er fleira í Kasakstan en leifar hrunins stórveldis og efni í grín fyrir Borat. Þaðan skýtur rússneska geimferastofnunin upp geimflaugum sínum. Og fyrir þeirri stofnun hef ég alltaf borið mjög djúpstæða virðingu. Það er eitthvað mjög svo rómantískt við að vera "kosmonaut" en ekki "astronaut". 

Um daginn fjallaði BoingBoing um lendingu áhafnar 13 til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en með þeim var geimferðalangurinn Anousheh Ansari, en hún hafði verið gestur í ISSS í næstum tvær vikur. Á myndinni eru Ansari, og geimfararnir Pavel Vinogradov og Jeff Williams, öll vafin inní svefnpoka, og rússarnir í dúnúlpum í bakgrunni. Meðan Ansari var um borð hélt hún geimferðablogg um vangaveltur sínar og upplifanir þar sem hún sveif yfir jörðinni. Og þar fær maður að vita að geimurinn lyktar eins og möndlur! Þetta vissi ég allan tímann: Himnarnir lykta eins og möndlur og marsípan:

The time went by really slowly, but finally the moment arrived and they were ready to open the hatch. Mike and Misha called me closer and told me to take a good whiff because this would be the first time I would smell “SPACE.”

They said it is a very unique smell. As they pulled the hatch open on the Soyuz side, I smelled “SPACE.” It was strange… kind of like burned almond cookie. I said to them, “It smells like cooking” and they both looked at me like I was crazy and exclaimed:”Cooking!”

I said, “Yes… sort of like something is burning… I don’t know it is hard to explain…”

Það hlýtur að vera eitthvað mjög stórkostlegt að svífa yfir jörðinni. Þó það sé inní litlu málmhylki sem lyktar af möndlum. Reyndar lyktar blásýra líka eins og möndlur.

M


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband