Færsluflokkur: Karlmennska

Bush vill bara skrifa með tússpennum!

Samkvæmt "frétt" US News neitar Bush Bandaríkjaforseti að skrifa með öðru en tússpennum, sem hann hefur látið framleiða sérstaklega fyrir sig - allir tússpennarnir hans eru semsagt sérstaklega merktir "Bush" og "Hvita Húsið"...

He asks for them by name," says a Bush insider, "and if someone hands him something else, he barks, 'Where's the Sharpie?'" How come? "They're so easy to use" ... 

Sharpie boss Howard Heckes, president of Sanford Brands North America, says lots of celebs-like tennis star Maria Sharapova-have personalized pens, but "it's pretty cool" to supply the prez. "Sharpies are good for the president of the United States or the president of the PTA [foreldrafélög í barnaskólum]."

Þetta eru sennliega elskulegustu fréttir sem mér hafa borist af forsetanum, og það er sannarlega róandi að hugsa um hann, sitjandi við skrifborðið, að tússa. Karlinum þykir svo vænt um tússpennana sína að hann er alveg handviss um að aðrir elski tússpennan líka, en Bush hefur lært að deila með öðrum. Bandarískir foreldrar eru alltaf að segja börnunum sínum að þau þurfi að "share" "Please George, you have to _share_ with the other kids."

Og það gerir Bush. US News segir að allir gestir í hvíta húsinu fái fína tússpenna að gjöf. Þetta þykir mér mjög fallegt að heyra.


Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_nursultan_nazarbayev.jpg

Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!

En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.

Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.

Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:

Lengi lifi Sasha Baron Cohen!

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband