Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Bandaríska tollgæslan má gera ferðatölvur flugfarþega upptækar - án nokkurar skýringar

Customs agents.jpg

Það er því vissara að geyma ekki sannanir um alþjóðlega glæpastarfsemi, njósnir og hryðjuverk á harðadisknum þegar maður ferðast! Herald Tribune fjallaði í morgun um heimild bandarísku tollgæslunnar til að gera ferðatölvur flugfarðega upptækar. Fæstir hafa hugmynd um þessa heimild, en tollgæslan getur án þess að gefa neina skýringu gert tölvur upptækar og svo setið á þeim eins lengi og þeim sýnist meðan þeir eru að fara yfir allt sem tölvan hefur að geyma. Herald Tribune segist hafa heimildir um að saklausir ferðalangar hafi beðið meira en ár eftir því að fá tölvur til baka -

Appeals are under way in some cases, but the law is clear. "They don't need probable cause to perform these searches under the current law," said Tim Kane, a Washington lawyer who is researching the matter for corporate clients. "They can do it without suspicion or without really revealing their motivations." ... Laptops may be scrutinized and subject to a "forensic analysis" under the so-called border search exemption, which allows searches of people entering the United States and their possessions "without probable cause, reasonable suspicion or a warrant," a federal court ruled in July.

Í ljósi þess að tollyfirvöld virðast mega halda tölvum eins lengi og þeim sýnist er sennilega skynsamlegt að taka afrit af öllum gögnum áður en maður tekur fartölvuna með sér til eða frá Bandaríkjunum!

M


Bush notar aldrei tölvupóst, en finnst gaman að "googla": "like, I kind of like to look at the ranch on Google"

Bush að tölva.jpg

Forsetinn var spurður að því í viðtali við CNBC hvort hann hefði einhverntímann notað Google. Bush lýsti því yfir að hann hafi ekki mikið vit á tölvum, og sér væri eiginlega frekar ílla við þær, af því að þær eru fullar af allskonar "tölvupósti" sem fólk vilji að hann lesi. Það sama gildir hins vegar ekki um Google - því það sé nefnilega stórskemmtilegt að googla.

"One of the things I’ve used on the Google is to pull up maps. It’s very interesting to see that. I forgot the name of the program, but you get the satellite and you can — like, I kind of like to look at the ranch on Google, reminds me of where I want to be sometimes. Yeah, I do it some."

Aumingja Bush, situr einn í skrifstofunni sinni meðan Cheney, Rumsfeld og Rove eru uppteknir við að stjórna landinu, og googlar kort og gerfihnattamyndir af búgarðinum sínum. En það er þó gott að hann skuli ekki vera búinn að læra á afganginn af "the worldwide intertubes", því í þeim er margt fleira en draumórar um búgarða:

"I tend not to email or — not only tend not to email, I don’t email, because of the different record requests that can happen to a president. I don’t want to receive emails because, you know, there’s no telling what somebody’s email may — it would show up as, you know, a part of some kind of a story, and I wouldn’t be able to say, "Well, I didn’t read the email." "But I sent it to your address, how can you say you didn’t?" So, in other words, I’m very cautious about emailing."

Hvaða póstur nákvæmlega er það sem Bush er hræddur við að fá sendan? Hverskonar bissness eru Bush og aðstoðarmenn hans að reka sem gerir forsetann hræddan við að fá póst?! Maðurinn er of hræddur um að skilja eftir sig "a paper trail" og er svo upptekinn af því að vernda það sem heitir "plausible deniability" til að hann geti notað tölvupóst! En það er gott að Bush og félagar virðast geta lært af sögunni: Nixon lét taka upp allt sem fram fór á forsetaskrifstofunni. Bush er varkárari.

M


Art-o-meter mælir "suckage rating" listaverka...

artometer.jpg

Gizmodo fjallar um "the Art-o-meter" sem notar hreyfiskynjara til að mæla hversu lengi fólk stoppar til að horfa á listaverk, og gefur verkinu svo frá einni stjörnu til fimm... Gizmodo heldur því reyndar fram að mælirinn mæli "suckage rating", en ekki hversu lengi fólk horfi á listina. 

M


Leynivopn Ísraelshers: Klingon disruptors, Thalaron Cannons - bandarískir vísindamenn hanna "a cloaking device"

star-wars-in-space.jpg

Og hver myndi þá verða hissa á að frétta að Bandaríkjastjórn sé að búa sig undir geimhernað? Í morgun las ég frétt á the Guardian: "Gaza doctors say patients suffering mystery injuries". Samkvæmt the Guardian hafa læknar á Gaza verið að taka á móti mönnum með stórskrýtin skotsár:

Doctors said that, unlike traditional combat injuries from shells or bullets, there were no large shrapnel pieces found in the patients' bodies and there appeared to be a "dusting" on severely damaged internal organs.

"Bodies arrived severely fragmented, melted and disfigured," said Jumaa Saqa'a, a doctor at Shifa hospital, the main casualty hospital in Gaza City. "We found internal burning of organs, while externally there were minute pieces of shrapnel. When we opened many of the injured people we found dusting on the internal organs."

At the Kamal Odwan Hospital, in Beit Lahiya, deputy director Saied Jouda, said he had found similar injuries. "We don't know what it means - new weapons or something new added to a previous weapon," he said. "We had patients who died after stabilisation and that is very unusual."

Kannski ekki Thaleron rays? Ísreaelsher neitar því líka að hafa verið að gera tilraunir með ný vopn. En þá sá ég þessa frétt frá AP: "Scientists create cloak of invisibility" - en AP heldur því fram að vísidamenn í Bretlandi og Bandríkjunum hafi hannað einhverskonar cloaking device, og að í fyrstu tilraun hafi þeim tekist að láta koparhólk hverfa. Vísindamenn eru auðvitað hæst ánægðir með þessar fréttir:

the ideas raised by the work "represent a first step toward the development of functional materials for a wide spectrum of civil and military applications."

En gamanið var ekki búið, því þriðja fréttin sem ég las var frétt Washington Post um nýjustu geimáætlanir Bandaríkjaforseta: "Bush Sets Defence As Space Priority":

Bush's top goals are to "strengthen the nation's space leadership and ensure that space capabilities are available in time to further U.S. national security, homeland security, and foreign policy objectives" and to "enable unhindered U.S. operations in and through space to defend our interests there."

Það er augljóst að Mossad og Bandaríkjaher eru að undirbúa sig undir geimhernað: Cloaking devices, Klingon Disruptors, "Space Defence"! Það vantar samt ennþá transporters og Warp drive. En bíðum við. Fyrir örfáum dögum sá ég þessa frétt hjá Reuters: "Scientists teleport two different objects", og nú voru það danskir vísindamenn við Niels Bohr Institute sem fluttu nokkrar efnisagnir yfir stutta vegalengd:

The experiment involved for the first time a macroscopic atomic object containing thousands of billions of atoms. They also teleported the information a distance of half a meter but believe it can be extended further.

"Teleportation between two single atoms had been done two years ago by two teams, but this was done at a distance of a fraction of a millimeter," Polzik, of the Danish National Research Foundation Center for Quantum Optics, explained. "Our method allows teleportation to be taken over longer distances because it involves light as the carrier of entanglement," he added.

Að vísu er vísindamennirnir ekki alveg nógu sannfærðir um að þeir muni geta flutt fólk og stærri hluti á milli geimskipa alveg í bráð, og segja ekkert um "the development of functional ... military applications" eða hvort þessi tækni muni "enable unhindered U.S. operations in and through space to defend our interests there." En semsagt, nú vantar okkur bara Warp drive!

M


Tony Blair tekur: Should I stay or should I go og Bush: Sunday Bloody Sunday á YouTube

bush rocks.jpg

Bush og Blair rokka  á YouTube: Blair sýngur Clash Should I stay or should I go, og Bush U2 Sunday Bloody sunday. Bush myndbandið er að vísu nokkurra gamalt, en djöfulli gott. Bæði eru eftir einhvern Rx2008 - sem hefur líka sett saman myndband af Bush að syngja "Imagine" og "walk on the wild side".

M


Tekur 200.000 ár að afmá öll ummerki um manninn

timenile of doom.jpg

Hver hefur ekki velt því fyrir sér hversu lengi það myndi taka fyrir náttúruna að þurrka út öll ummerki um manninn, siðmenninguna, mannvirki, borgir og götur? Treehugger (via BoingBoing) er með gagnlega og auðlesanlega tímalínu fyrir þetta: hvenær gróður muni fela allar götur, hús hverfa og svo framvegis. Bráðnauðsynlegt fyrir alla post-apocalyptic dagdrauma! Verst að þessir umhverfisverndarsinnar virðast ekki skilja að það sem við viljum raunverulega vita er hvenær afkomendur mannkynnsins, sem hafa flúið undir yfirborðið og búa í yfirgefnum neðanjarðargöngum, munu þróa með sér telepatíska hæfileika!

M


Framlag HP til átraskana og útlitsdýrkunar

hpslimming.jpg

Hewlett Packard hefur þróað nýja ljósmyndatækni sem lætur konur á ljósmyndum líta út fyrir að vera grennri en þær raunverulega eru! Engir megrunarkúrar nauðsynlegir - nýjasta "photosmart" línan af myndavélum frá HP eru allar með innbyggum fídus sem lætur fólk líta út fyrir að vera nokkrum númerum minna en það raunverulega er. Á heimasíðu HP er þessu snillldarapparati lýst:

They say cameras add ten pounds, but HP digital cameras can help reverse that effect. The slimming feature, available on select HP digital camera models, is a subtle effect that can instantly trim off pounds from the subjects in your photos!

  • With the slimming feature, anyone can appear more slender—instantly.
  • The effect is subtle—subjects still look like themselves
  • Can be adjusted for a more dramatic effect
  • See a before and after version, then decide which to keep

Þetta er auvðitað jólagjöfin í ár: Nú vantar bara myndavélar sem hvita tennur, stækka brjóst og minnka rassa... þá getum við öll verið hamingjusöm?

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband