Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
fim. 29.3.2007
Ferðalög - Houston - Cancun
Við ákváðum að fara með börnin og baða okkur í bláum sjó fyrir ströndum Mexico yfir Spring Break - Mér skilst að það sé þráðlaust internet í sumarhúsinu, og kapalsjónvarp, svo ég get fylgst með dauðastríði Alberto Gonzales á milli þess sem ég drekk Corona á ströndinni! Við millilentum á George Bush international airport í Houston Texas, sem er hinn snyrtilegasti flugvöllur. Nema - það er ekkert þráðlaust internet neinstaðar á helv. flugvellinum! En svo sá ég hóp af fólki sitja í hnapp með fartölvur fyrir utan "The Presidents Club", sem er einhverskonar Saga-class lounge.
Ég settist niður og spurði flugmann frá Continental, sem sagði mér að þau væru að stela þráðlausu neti frá forsetaklúbbnum, svo ég slóst í hópinn... vegna þess að mér hafði ekki hugkvæmst að skrifa niður eða prenta út bókunarnúmerið á bílaleigubílnum okkar, eða heimilisfangið á hótelinu í Playa Del Carmen þar sem við verðum fyrstu næturnar!
Hinir netþjófarnir voru allir sammála um að þetta væri "allt Bush að kenna", netleysið þ.e...
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 27.3.2007
Hvíta Húsið styður ekki Gonzales? Bush er fullkomlega einangraður frá þingmönnum flokksins.
Þó forsetinn hafi opinberlega lýst yfir stuðningi við Gonzales virðist sem dómsmálaráðherran sé einn á báti. Samkvæmt heimildarmönnum Roll Call hefur Hvíta Húsið lítið sem ekkert gert til að sannfæra þingmenn eða senatora repúblíkana um að styðja Gonzales. Roll Call krefst áskriftar, en aðalatriði fréttarinnar eru Þessi:
Despite President Bushs unwavering public support for Attorney General Alberto Gonzales, the White House is doing little privately to lobby Republican Senators to get behind the embattled Justice Department chief, according to senior Senate sources. In fact, Senate Republicans said Monday that the administration essentially has been absent when it comes to courting defenders for the attorney general, who has been under fire for the controversial dismissal of eight U.S. attorneys. The only outreach from the executive branch so far to save Gonzales job, those Senate sources said, has come from the attorney general himself.
Þetta er merkilegt, sérstaklega í ljósi þess að flestir sem fylgjast með þessu máli telja að Hvíta Húsið hafi fyrirskipað hreinsunina - það er líka alveg klárt að demokratar gera sér vonir um að geta sýnt fram á að Karl Rove sé viðriðinn þetta mál allt. Kannski telur Hvíta Húsið að það sé vonlaust að reyna að bjarga Gonzales?
Önnur skýring er að Hvíta Húsið hefur núorðið mjög lítið áhrif meðal repúblíkana í þinginu. Bob Novak, sem verður seint sakaður um að vera "vinstrimaður" skrifaði grein í Washington Post í gær þar sem hann heldur því fram að Gonzales sé búinn að vera, bæði vegna þess að hann eigi enga stuðningsmenn meðal þingmanna, og líka vegna þess að forsetinn sé orðinn algjörlega einangraður.
"Gonzales never has developed a base of support for himself up here," a House Republican leader told me. But this is less a Gonzales problem than a Bush problem. With nearly two years remaining in his presidency, George W. Bush is alone. In half a century, I have not seen a president so isolated from his own party in Congress -- not Jimmy Carter, not even Richard Nixon as he faced impeachment.
Republicans in Congress do not trust their president to protect them. That alone is sufficient reason to withhold statements of support for Gonzales, because such a gesture could be quickly followed by his resignation under pressure.
Þingmenn flokksins treysta ekki forsetanum! Ef þingmenn Repúblíkanaflokksins treysta sér ekki til að styðja forsetann eða dómsmálaráðherra hans er ekki svo skrýtið að almenningur skuli hafa misst trú á "the decider". En þetta er ekki bara spurning um traust, heldur vanhæfni. Gonzales er ósköp einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn:
But not many Republican lawmakers would speak up for Gonzales even if they were sure Bush would stick with him. He is the least popular Cabinet member on Capitol Hill, even more disliked than Rumsfeld was. The word most often used by Republicans to describe the management of the Justice Department under Gonzales is "incompetent."
Það eru tvö "I-words" sem forsetar og ráðherrar óttast mest að heyra: Incompetency og Impeachment. Það er eitt að pólítískir andstæðingar skuli tala um impeachment og incompetency í sömu andrá og þeir nefna forsetann og ráðherra hans, en þegar repúblíkanar á borð við Chuck Hagel tala um impeachment og þingmenn flokksins nota orðið incompetency til að lýsa ráðherrum Bush er farið að fjara undna forsetanum! Bob Novak:
The I-word (incompetence) is also used by Republicans in describing the Bush administration generally. Several of them I talked to cited a trifecta of incompetence: the Walter Reed hospital scandal, the FBI's misuse of the USA Patriot Act and the U.S. attorneys firing fiasco. "We always have claimed that we were the party of better management," one House leader told me. "How can we claim that anymore?"
Þetta verður ein merkilegasta arfleið Bush stjórnarinnar. Demokratar hafa vælt um að Bush sé að rústa Bandaríkjunum, umhverfinu, millistéttinni, skólakerfinu - nú, og svo auðvitað Írak. Bob Novak bendir á að Bush er líka langt kominn með að rústa sínum eigin flokk!
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Samkvæmt nýrri könnun USA Today styður mikill meirihluti Bandaríkjamanna tilraunir þingsins til að komast til botns í saksóknarahreinsun Alberto Gonzales. Sama könnun sýnir að yfirgnæfandi meirihluti telur að saksóknararnir hafi verið reknir af pólítískum ástæðum, en ekki vegna þess að þeir hafi ekki staðið sig í starfi:
Based on what you have heard or read about the case, do you think the U.S. attorneys were dismissed primarily for political reasons (or) primarily because they were not doing their jobs well?
Political reasons | Not doing job well | No opinion | |
53 | 26 | 21 |
If Congress investigates these dismissals, in your view, should President Bush and his aides invoke "executive privilege" to protect the White House decision making process (or should they) drop the claim of executive privilege and answer all questions being investigated?
Invoke executive privilege | Answer all questions | No opinion | |
26 | 68 | 6 | |
In this matter, do you think Congress should or should not issue subpoenas to force White House officials to testify under oath about this matter?
Yes, should | No, should not | No opinion | |
68 | 24 | 7 |
Það er líka athyglisvert að fólk styður rannsókn þingsins, þrátt fyrir að meirihluti almennings telji að áhugi demokrata á þessu máli sé pólítískur, frekar en brennandi ást á réttlætinu. Það mun því verða mjög erfitt fyrir hvíta húsið að snúa almenningi gegn demokrötum í þessu máli! Bæði er stuðningur við rannsóknir er það mikill að það þarf eitthvað mjög dramatískt að gerast til að fólk snúist gegn þinginu, og svo mun Gonzales ekki græða neitt á því að mála demokrata sem "self serving partisans": Almenningur hefur engar gruflur um pólítískar mótvasjónir domokrata, en styður þá samt!
Eftir síðustu kosningar tóku margir fréttaskýrendur að halda því fram að Demokratar myndu ekki græða neitt á því að rannsaka stjórnina - almenningur væri andsnúinn slíkum rannsóknum, og líti á þær sem pólítískar nornaveiðar. Þessar tölur benda þó til þess að Bandarískur almeningur vilji að demokratar rannsaki embættisfærslur stjórnarinnar. Það kemur þó ekkert á óvart, því almenningur hefur takmarkaða þolinmæði gagnvart spilltum pólítíkusum, og hefur fullan skilning á því að þingið þurfi að veita framkvæmdavaldinu aðhald.
Glenn Greenwald á Salon.com rifjar upp eldri kannanir á afstöðu Bandaríkjamanna til þingrannsókna: Fyrir kosningarnar í fyrra gerði CNN könnun á afstöðu almennings til þingrannsókna demokrata:
Do you think it would be good for the country or bad for the country if the Democrats in Congress were able to conduct official investigations into what the Bush Administration has done in the past six years?"
- Good:57%
- Bad: 41%
- Unsure: 2%
Síðan þá hefur eitt breyst: Demokratar eru komnir til valda og eru byrjaðir að kalla til vitni. Frekar en að snúast gegn demokrötum hefur stuðningur almennings aukist. Ef þessar tölur breytast ekki má búast við því að næstu tvö ár verði nokkuð spennandi!
M
mán. 26.3.2007
Jeb Bush neitað um heiðursdoktorstitil
Prófessorar við Flórídaháskóla hafa þvertekið fyrir að veita Jeb litlabróður Bush heiðursdoktorstitil - þrátt fyrir að rektor skólans og Alumni félag hafi lagt hart að prófessorunum að samþykkja tilnefninguna. Opinber skýring er að Bush hafi ekki stutt háskólann nógu dyggilega.
"I really don't feel this is a person who has been a supporter of UF," Kathleen Price, associate dean of library and technology at the school's Levin College of Law, told The Gainesville Sun after the vote.
CNN og aðrir fréttamiðlar vitnuðu í frétt AP af þessu máli:
In rejecting the honor, some faculty members cited concerns about Bush's educational record in respect to the university. Some said his approval of three new medical schools has diluted resources. He also has been criticized for his "One Florida" proposal, an initiative that ended race-based admissions programs at state universities.
Annað eins ku víst aldrei áður hafa gerst í sögu háskólans:
University officials said they could not recall any precedent for the Senate rejecting the nominees put forth by the Faculty Senate's Honorary Degrees, Distinguished Alumnus Awards and Memorials Committee. The committee determines whether nominees deserve consideration according to standards that include "eminent distinction in scholarship or high distinction in public service."
Þetta kemur svosem ekki á óvart, því bandarískt háskólasamfélag er hreint ekki mjög vinveitt forsetanum og stóra bróður Jeb Bush. Hægrisinnaðir bloggarar eru líka sannfærðir um að þetta sé enn eitt dæmið um liberal bias og hatur allra háskólaprófessora á Bushfjölskyldunni. Cosmic Conservative skrifar:
You think this would have happened if G.W. Bush wasnt President? This is clearly a case of academic Bush Derangement Syndrome being taken out on G.W.s brother. This is also clearly an example of the complete lack of ethics and integrity of modern college academics and administrators. You can bet they all patted themselves on the back after this for having stuck it to the Bushes one more time.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að Cosmic Conservative hefur nokkuð til síns máls, en það er ekki rétt að það sé eitthvað "academic Bush Derangement Syndrome" sem ráði gjörðum prófessoranna. George W. Bush hefur unnið sér inn andúð háskólasamfélagsins með því að reka stríð gegn vísindamönnum og yfirleitt öllu sem stangast á við hugmyndir og hagsmuni stuðningsmanna sinna, þ.e. olíufyrirtækja og kristinna bókstafstrúarmanna.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 26.3.2007
Eru Tom DeLay, Bush íhaldsmenn?
Undanfarið hef ég tekið eftir því að repúblíkanar og bandarískir hægrimenn séu að velta því fyrir sér hvort leiðtogalið flokksins seinustu árin séu raunverulegir íhaldsmenn, eða kannski eitthvað allt annað. Þessi tilfinning sprettur auðvitað að hluta til af gremju margra yfir þvi hvernig Bush hefur tekist að reyta fylgi af flokknum með utanríkisstefnu sinni, og því sem virðist nærri botnlausu getuleysi þegar kemur að innanríkismálum. Það bætir ekki úr skák að menn eins og "the hammer", Tom DeLay, sem stýrði þingliði flokksins með harðri hendi, virðast hafa staðið fyrir nokkuð kerfisbundinni spillingu, þar sem lobbýistar á borð við Abramoff og þingmenn á borð við Duke Cunningham og Bob Ney versluðu með atkvæði og fjárframlög hins opinbera. Það er skiljanlegt að óbreyttir og heiðarlegir flokksmenn vilji sverja af sér þessa aula og skúrka.
En það býr annað og meira að baki þessu ergelsi. Bush og Tom DeLay hafa nefnilega ekki bara staðið sig illa í starfi eða gerst sekir um spillingu - þeir hafa nefnilega líka svikið margar grundvallarkennisetningar bandarískrar íhaldsmennsku. Bandarískir íhaldsmenn trúa nefnilega á fleira en helgi fánans eða jesú krist, öflugan her og "hefðbundin fjölskyldugildi", málefni sem er auðvelt að sjóða niður í "bumper stickers" og slagorð eins og "support the troops".
Bandarískir íhaldsmenn trúa t.d. á að takmarka eigi vöxt eða útþenslu ríkisins, og að ríkið - sérstaklega alríkið - eigi ekki að vera að vasast í lífi borgaranna. Bush hefur hins vegar aukið völd ríkisins, sérstaklega völd alríkisins, meira en nokkur forseti í seinni tíð. Íhaldsmenn trúa því líka að það eigi að takmarka ríkisútgjöld - ekki bara skattheimtu, heldur líka útgjöld. Bush hefur hins vegar aukið útgjöld meira en nokkur forseti í seinni tíð, ekki bara til hernaðar, heldur aðra fjárlagaliði. Á sama tíma hefur hann að dregið mjög úr skattheimtu, með þeim árangri einum að skuldir ríkisins hafa margfaldast. Þesskonar óráðsía er síst að skapi "fiscal conservatives".
Þessi gremja kom skýrt fram þegar David Keene, formaður American Conservative Union, skipaði Tom DeLay í stjórn félagsins. Keene sem er sjálfur vel þekktur K-Street lobbýisti hélt því fram að "kontaktar" DeLay myndu nýtast félaginu:
"When I introduced him (to ACU members) I said that, like a number of Republicans, Tom had done some work on the dark side," Keene recalled. "Now, he wants to harness his abilities for our agenda."
Keene said he has no second thoughts about keeping DeLay on the 33-member board, which receives no pay.
"Who can you think of better than Tom DeLay to be sitting in the room when you are setting priorities with Congress?" he asked.
Öðrum meðlimum stjórnarinnar fannst þetta hins vegar ekki alveg eins góð hugmynd, m.a. fyrrverandi formaður Repúblíkanaflokksins í Texas, Tom Pauken, sem sagði sig úr stjórninni í mótmælaskyni:
"I just think we need to break loose from what was happening with the Republican Party in the post-Reagan era," said Pauken, citing a number of concerns including the scandal involving lobbyist Jack Abramoff
Þrír aðrir stjórnarmenn sögðu af sér:
He was part of a congressional leadership that oversaw a massive expansion of the government, which conservatives opposed," said Robert Luddy, a North Carolina businessman among the board members who resigned. "It is one thing to call yourself a conservative, but you have to act on it."
The sentiment was echoed by political strategist Marc Rotterman, another board defector.
"Conservatives looked to Tom DeLay to cut government not grow it. He was complicit in the largest expansion of government in recent times."
Þetta er auðvitað ekkert meiriháttar upphlaup, og menn eru alltaf að segja sig úr félögum í mótmælum við hitt og þetta. Það sem er merkilegt er að Tom DeLay kom fram sem andlit flokksins, og hélt uppi járnaga í þingliði hans. DeLay hefur líka ræktað þá hugmynd að hann sé einhverskonar erkiíhaldsmaður, talsmaður og sérlegur verndari "íhaldsvængs" flokksins.
Það eru ekki bara stjórnarmenn American Conservative Union sem eru farnir að hafa efasemdir um að forystumenn flokksins séu raunverulega trúir hugmyndafræði flokksins. David Boaz, sem bloggar fyrir cato-at-liberty (sem er með betri stjórnálabloggsíðum hér vestra), skrifaði á föstudaginn grein um "hugmyndafræði" búshverja, þ.e. the "loyal bushies":
But there are few if any ideologues in this administration. What would their ideology be? Certainly not any previously known variant of conservatism. Compassionate conversatism?! Right...
The famous email about which U.S. attorneys should be fired said they would keep the loyal Bushies, not the conservatives. I dont think loyal Bushies are loyal to compassionate conservatism or country-club Republicanism; theyre personally loyal to George W. Bush, for some reason that passeth my understanding.
Consider a similar term: Reaganite. ... When someone says hes a Reaganite, he means that he adheres to the principles of lower taxes, less regulation, traditional values, and a strong national defense. When a Justice Department staffer asks if someone is a loyal Bushie, he means something entirely different.
Þó við getum haft ólíkar skoðanir á ágæti ríkisstjórnar Ronald Reagan er þó hægt að viðurkenna að Reagan hafði hugsjónir, og hugmyndir um hvernig ætti að stjórna Bandaríkjunum, og hverskonar þjóð Bandaríkjamenn væru og ættu að vera. Sú hugmyndafræði var kannski stundum frekar þunn, en hún var þó nógu sterk til þess að sameina Repúblíkanaflokkinn og leggja grunninn að 12 ára setu í Hvíta Húsinu og svo valdatöku flokksins í þinginu 1994. Bush og DeLay tókst hins vegar að tapa þingmeirihluta, og ef fram fer sem horfir, einnig Hvíta Húsinu. Boaz og aðrir sem líta til valdatíðar Reagan sem gullaldar Repúblíkanaflokksins sjá sem er: Bush er langt kominn með að drepa arfleið Reagan.
Ástæðan er sú að Bush og stuðningsmenn hans hafa akkúrat enga hugmyndafræði. Þeir eru ekki að vinna að einhverri hugsjón: Þeirra hugsjón eru völd. Og það eru akkúrat þannig menn sem hægrimenn og libertarians benda á þegar þeir vara við ofvexti ríkisins. Boaz lýkur pistli sínum með þessum orðum:
Ideology gets a bad name sometimes. But a commitment to a set of political principles is more deserving of respect than a regime of pure politics.
M
sun. 25.3.2007
Gonzales að tapa stuðningi Repúblíkanaflokksins
Þó forsetinn standi enn við bakið á Gonzales hefur hann hægt og bítandi verið að glata stuðningi annarra repúblíkana, þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa lýst yfir efasemdum um heiðarleika hans og getu til að sitja áfram í embætti. Og sömu sögu er að segja af sumum hægrisinnuðum bloggsíðum hér vestra: Gonzales þarf að víkja.
Carpetbagger Report, sem hefur undanfarna viku varla skrifað um annað en Gonzales, vitnar í þrjá hægrisinnaða bloggara, Ed Morrisey á Captaings Quarters, Rick Moran á Right Wing Nuthouse og Jonah Goldberg hjá National Review. Þessi gagnrýni er enganveginn á jaðri flokksins, því Captains Quarters er eitt af flaggskipum "the right wing blogosphere".
Have we had enough yet? I understand the argument that if we allow the Democrats to bounce Gonzales, theyll just aim for more, but Gonzales made himself the target here with what looks like blatant deception. I dont think we do ourselves any good by defending the serially changing stories coming out of Gonzales inept administration at Justice. One cannot support an Attorney General who misleads Congress, allows his staffers to mislead Congress, and deceives the American people, regardless of whether an R or a D follows his name or the majority control of Congress.
I will brook no excuses by commenters that Gonzalez misspoke, or forgot, or got a note from his mother that gave him permission to lie, or other excuses from the ever dwindling number of Bush diehards who visit this site. He is the frickin Attorney General of the United States fer crissakes! If there is anybody in government who needs to tell the truth, it is the guy responsible for enforcing the laws of land.
Some readers are cross with me for using the word lied in reference to Gonzales. Okay, he may simply have been deeply, deeply, confused, out of touch and unprepared to give a press conference which was supposed to put an end to the scandal and instead poured gasoline on it at a time when his boss, the President of the United States and Commander-in-Chief, had vastly more important things to deal with.
Þingmennirnir sem hafa lýst því yfir að Gonzales sé búinn að vera eru Chuck Hagel, sem er líka einn af forsetaframbjóðandum flokksins, Arlen Specter, sem er hæst setti repúblíkaninn í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar og Lindsey Graham, sem líka situr í nefndinni. Skv AP:
Chuck Hagel, R-Neb., Gonzales "does have a credibility problem. ... We govern with one currency, and that's trust. And that trust is all important. And when you lose or debase that currency, then you can't govern. And I think he's going to have some difficulties."
Hagel cited changing stories from the Justice Department about the circumstances for firing the eight U.S. attorneys. "I don't know if he got bad advice or if he was not involved in the day-to-day management. I don't know what the problem is, but he's got a problem. You cannot have the nation's chief law enforcement officer with a cloud hanging over his credibility," Hagel said.
Þetta er því ekki eitthvað "partisan" mál, nornaveiðar deomkrata gegn repúblíkönum. Skynsamari repúblíkanar gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að hafa dómsmálaráðherra eins og Gonzales.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 25.3.2007
Aldrei fleiri Bandaríkjamenn á móti stríðinu í Írak: 67%
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun ABC fréttastofunnar hafa óvinsældir íraksstríðsins hafa náð nýjum hæðum - stuðningur við stríðið og utanríkisstefnu forsetans hafa aldrei verið eins lítil. Á sama tíma hafa "vinsældir" forsetans aðeins aukist - (réttara væri að segja að óvinsældir hans hafi lítillega minnkað), því nú eru heil 36% aðspurðra ánægð með frammistöðu hans, samanborið við 33% fyrir mánuði! Eins og ABC bendir á, eru óvinsældir Bush meiri og langvinnari en þekkst hefur í meira en hálfa öld. Og hvað með "the surge"? Tveir þriðju þjóðarinnar eru á móti því snjalla útspili. En það er ekki bara að bandaríkjamenn séu súrir yfir stríðinu í Írak - meirihluti þjóðarinnar treystir forsetanum einfaldlega ekki, sérstaklega ekki þegar kemur að því að taka skynsamlegar eða réttar ákvarðanir um utanríkismál! Jei fyrir Bush!
Just 36 percent approve of his job performance overall, very near his career low of 33 percent last month. Bush hasn't seen majority approval in more than two years the longest run without majority support for any president since Harry Truman from 1950-53.
While rooted in Iraq, Bush's problems with credibility and confidence reach beyond it. Sixty-three percent of Americans don't trust the administration to convey intelligence reports on potential threats from other countries honestly and accurately. And 58 percent lack confidence, specifically, in its ability to handle current tensions with Iran. ...
The Democrats continue to lead Bush in other areas as well, including a 52-39 percent advantage in trust to handle terrorism ... The Democrats lead by wider margins in trust to handle the economy, despite its relatively good condition; the federal budget; and health care,
Bush hefur ósköp einfaldlega misst tiltrú mikils meirihluta bandarískra kjósenda: almenningur treystir honum engan veginn lengur. Og hvað finnst almenningi nú um að hafa gert innrás í Írak? Góð eða slæm hugmynd? Yfrignæfandi meirihluti fólks telur sér, eins og er, að innrásin var djöfulsins glapræði:
Sixty-four percent now say the war in Iraq was not worth fighting, up six points from last month to a new numerical high. (It was 63 percent in October.) A majority hasn't said the war was worth fighting since April 2004, and it's been even longer since a majority has approved of how Bush is handling it. Sixty-seven percent now disapprove; 55 percent disapprove strongly.
In a fundamental change, 56 percent now say U.S. forces should be withdrawn at some point even if civil order has not been restored in Iraq.
Saksóknarahneykslið þarf að skoða í þessu ljósi: Þjóðin hefur misst trú á getu forsetans til að reka helsta stefnumál repúblíkana seinustu sex árin, nefnilega stríðið gegn hryðjuverkum. Almenningur hefur líka séð, réttilega, að hann hefur klúðrað stríðinu í Írak. Þegar Gonzales verður tvísaga um saksóknarabrottreksturinn, og hvíta húsið kemur fram með hverja útskýringuna á fætur annarri á því hvað hafi ráðið brottrekstrinum er ekki skrítið að bandarískur almenningur sé efins, því forsetinn og ríkisstjórn hans hafa glatað trausti meirihluta þjóðarinnar. Og það er því ekki skrítið að fjölmiðlar, sem fyrir fáeinum árum þorðu ekki að spyrja óþægilegra spurninga um ímynduð gereyðingarvopn Saddam, þori nú að sauma að honum og Gonzales.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 24.3.2007
Dómgreindarskortur dómsmálaráðuneytisins: Hélt að saksksóknarahreinsunin myndi ekki komast í fréttirnar!
Vanhæfni starfsmanna Hvíta Hússins virðist engin takmörk sett. Það hefur oft veri ðbent á að meðlimir Bush stjórnarinnar séu furðulega dómgreindarlausir, sérstaklega þegar kemur að því að leggja mat á pólítískt ástand í Bandaríkjunum, og það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þeir hafi komið sér út í þennan senasta skandal. Vandamálið virðist nefnilega vera að Hvíta Húsið, og þó sérstaklega Dómsmálaráðuneytið hafi ekki gert sér neina grein fyrir því að almenningi myndi ekki standa á sama þó alríkissaksóknarar væru reknir án nokkurrar skýringar.
í gær voru gerð opinber fleiri skjöl varðandi aðdraganda saksóknarahreinsunarinnar, og fjölmiðlar eru enn að grafa í gegn um þessi skjöl öll. Það hefur þó þegar komið í ljós að Gonzales laug þegar hann sagði fjölmiðlum að hann hefði ekkert haft með brottreksturinn að gera (sjá færslu mína fyrr í gærkvöld). Raw Story flytir svo í morgun fréttir af því að topp talsmaður dómsmálaráðuneytisins taldi að enginn myndi taka eftir brottrekstrinum! (það hefur enn sem komið er enginn af stóru fjölmiðlunum tekið eftir þessari frétt, en skjölin voru gerð opinber í gærkvöld, og það tekur tíma að fletta í gegn um þau öll...)
Nearly three weeks before seven US attorneys were asked to submit their resignations, the top spokesperson for the Department of Justice expressed little concern and told a senior White House official that the firings probably wouldn't even become a "national story." The email conversations were revealed in an additional batch of 283 pages of documents turned over by the Bush Administration late Friday.
Þetta kemur fram í samskiftum Tasiu Scolinos, sem er Director of Public Affairs hjá dómsmálaráðuneytinu, Catherine J Martin, sem er Deputy Assistant to the President and Deputy Communications Director for Policy and Planning - bréfaskiptin áttu sér stað 17 November 17, tveimur vikum fyrir brottrekstur saksóknaranna, en um það leyti voru starfsmenn Hvíta Hússins að skipuleggja hvernig staðið yrði að brottrekstrinum. Skjölin sýna að sumir starfsmenn dómsmálaráðunetyisins höfðu áhyggjur af "political fallout", en Scolinos blés á slíkar áhyggjur:
"It's only six US attorneys (there are 94) and I think most of them will resign quietly - they don't get anything out of making it public they were asked to leave in terms of future job prospects," Scolinos wrote Martin.
Scolinos continued, "I don't see it as being a national story - especially if it phases in over a few months. Any concerns on your end?"
Þa fyrsta sem maður rekur augun í er að Scolinos veit ekki hversu margir alríkissaksóknararnir eru. Alls eru 93, en ekki 94 alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum. En það sem er furðulegast er að hún skuli virkilega ekki átta sig á þvi að það kunni einhver að veita því athygli að forsetinn sé að reka saksóknara í stórum stíl, á miðju kjörtímabili - nokkuð sem ekkert fordæmi er fyrir. Á því eru aðeins tvær mögulegar skýringar: Scolinos heldur virkilega að bandarískur almenningur og fjölmiðlar séu annað hvort sofandi eða fullkomlega jaded og áhugalausir um alvöru fréttir, eða Scolinos þekkir ekki til fordæmisins, og skilur ekki hversu áberandi þessi hópbrottrekstur mun verða.
Það er þó fleira merkilegt í þessum tölvupóstskiptum hennar, því það kemur fram að Scolinos fann upp skýringu Hvíta Hússins, að það væri verið að reka saksóknarana vegna innflytjendamála:
"The one common link here is that three of them are along the southern border so you could make the connection that DOJ is unhappy with the immigration prosecution numbers in those districts," Scolinos wrote
Það, að blaðafulltrúi dómsmálaráðuneytisins hafi fundið upp þessa skýringu bendir ekki til þess að hún sé mjög haldgóð!
En er við öðru að búast þegar stjórnmálamenn eru farnir að leyfa blaðafulltrúum að móta stefnu og sjá um dagsdaglegan rekstur landsins? Og sagði enginn Scolonos að það það væri kannski góð hugmynd að vera búinn að kynna sér mál áður en hún tjáði sig um þau, eða færi að gefa dómsmálaráherranum ráð?
M
lau. 24.3.2007
Gonzales tvísaga
Samkvæmt ABC sýna skjöl sem nú hafa verið gerð opinber að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, hafi persónulega samþykkt að átta alríkissaksóknarar voru reknir í fyrra.
Attorney General Alberto Gonzales approved plans to fire several U.S. attorneys in a November meeting, according to documents released Friday that contradict earlier claims that he was not closely involved in the dismissals. The Nov. 27 meeting, in which the attorney general and at least five top Justice Department officials participated, focused on a five-step plan for carrying out the firings of the prosecutors, Justice Department officials said late Friday.
There, Gonzales signed off on the plan, which was crafted by his chief of staff, Kyle Sampson. Sampson resigned last week in the wake of the political firestorm surrounding the firings.
Meira að segja Fox hefur flutt þessa frétt, enda er þetta stórmál, því það sýnir að Gonzales hefur logið að Bandarísku þjóðinni varðandi aðkomu sína að þessu máli öllu. Þessi frétt stangast nefnilega á við fyrri framburð hans. Gonzales hefur staðfastlega haldið því fram að hann hafi ekkert haft með brottreksturinn að gera. Fyrir hálfum mánuði síðan sagði hann: (Sjá Time)
I was not involved in seeing any memos, was not involved in any discussions about what was going on ... That's basically what I knew as attorney general." Gonzales then said he had accepted the resignation of his close collaborator and chief of staff Kyle Sampson, citing Sampson's role in orchestrating the firings.
Samkvæmt þessari fyrri sögu Gonzales átti þetta mál allt að vera runnið undan rifjum Sampson, og Gonzales staðhæfði að hann hefði ekki verið viðriðinn málið á neinn hátt.
Það kemur svosem ekki á óvart að Gonzales hafi logið um þetta - en það vekur spurningar: Hvað er satt í frásögn Gonzales og Hvíta Hússins? En ónei - samkvæmt Gonzales er það einhvernveginn stórhættulegt að leyfa sér að spyrja spurninga! Gonzales mætti í útvarpsviðtal í morgun til að stappa stálinu í stuðningsmenn sína (það er hægt að hlusta á upptökuna hér):
Listen, we made a decision at the Department as to the appropriate way forward. There was nothing improper about the decision here Theres no evidence whatsoever, and its reckless and irresponsible to allege that these decisions were based in any way on improper motives.
Það er "reckless" og "irresponsible" að leyfa sér að efast um heiðarleika ráðherrans? Jæja...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bush og Gonzales hafa reynt að halda því fram að þeir hafi rekið alríkissaksóknara vegna "performance related issues", þ.e. þeir hafi einhvernveginn ekki verið að standa sig í starfi. Sú skýring þykir frekar vafasöm, ekki síst í ljósi þess að skjöl hafa sýnt að dómsmálaráðuneytið hafði flokkað saksóknara eftir því hversu hollir þeir voru forsetanum, og rak svo fjölda saksóknara sem höfðu verið að rannsaka spillingu meðal Repúblíkana.
En jafnvel þó við kysum að trúa öllum skýringum Gonzales er þó eitt sem hann getur ekki skýrt: Þrír af brottreknu saksóknurunum höfðu verið á lista yfir 10 afkastamestu og duglegustu saksóknara Bandaríkjanna! Skv USA Today:
Three of the eight federal prosecutors ousted by the Justice Department as poor performers ranked in the top 10 for prosecutions and convictions by the nation's 93 U.S. attorneys, an analysis of court records shows.
Court records covering the last five years show large volumes of immigration cases helped U.S. attorneys Paul Charlton of Phoenix, Carol Lam of San Diego and David Iglesias of New Mexico consistently place in the upper tier among their peers. The analysis includes each U.S. attorney's per capita record of prosecutions, convictions and prison sentences.
A fourth former prosecutor, Daniel Bogden of Nevada, ranked among the top third of all U.S. attorneys during four of the past five years, according to federal data maintained by the Transactional Records Access Clearinghouse at Syracuse University.
Þetta eru sömu saksóknararnir og Gonzales segist hafa rekið vegna þess að þeir voru ekki að standa sig í stykkinu, og höfðu ekki verið nógu duglegir við að lögsækja innflytjendaglæpi... Þó það væri ekkert annað gruggugt við þetta mál allt, er þetta eitt nóg til þess að vekja alvarlegar spurningar.
The statistics raise questions about the criteria the Justice Department used to argue that the fired U.S. attorneys were dismissed over inadequate performance. Although the numbers appear to support Justice contentions that some attorneys were falling short of the administration's priorities, the statistics show that others were meeting goals.
"What is clear to me is that performance was not on the table in any credible way," said former Arkansas prosecutor Bud Cummins. Deputy Attorney General Paul McNulty has said Cummins was removed to make room for a former aide to Rove. ... In Arkansas, where Cummins was dismissed, there were gains in virtually every major criminal offense category during the past five years.
Þegar demokratar hafa tengt þetta mál við Karl Rove eru þeir nefnilega ekki að kokka upp einhverjar samsæriskenningar - ekki nóg með að Rove hafi verið involveraður í skipulagningunni, og að hún hafi gengið út á pólítískar hreinsanir. Þetta virðist líka hafa verið klassískt dæmi um bitlingapot!
M