Ummæli Paul Craig Roberts, sem var aðstoðarfjármálaráðherra hjá Ronald Reagan eru til marks um hversu algjörlega George W. Bush hefur misst tiltrú bandarísku þjóðarinnar - ekki bara vinstri og miðjumanna, heldur líka repúblíkana og hægrimanna. Roberts er reyndar einhverstaðar á milli þess að vera klassískur íhaldsmaður og frjálshyggjumaður, frekar en "compassionate conservative" eins og Bush þykist vera - en það þýðir á mannamáli að hann sé "íhaldsmaður sem sé andsnúinn sköttum, aðhyllist ofvaxið ríkisbákn og vilji stórkarlalega utanríkisstefnu". (Roberts hefur ýmist verið flokkaður sem "Reagan conservative" og "paleo-conservative")
Í grein sem hann skrifar á AntiWar.com, líkti Roberts herstórnartækni og veruleikafirringu Bush við foringjann: (Greinina alla má lesa hér.)
Bush is like Hitler. He blames defeats on his military commanders, not on his own insane policy. Like Hitler, he protects himself from reality with delusion. In his last hours, Hitler was ordering non-existent German armies to drive the Russians from Berlin.
Roberts finnst líka óásættanlegt að "the surge" sem Bush heldur núna að eigi eftir að redda stríðinu í Írak skuli ekki virðast styðjast við neitt annað en óskhyggju - eða það sem verra er, það eigi að fjölga í herliði Bandaríkjanna í Írak af pólítískum ástæðum:
When word leaked that Bush was inclined toward the "surge option" of committing more troops by keeping existing troops deployed in Iraq after their replacements had arrived, NBC News reported that an administration official "admitted to us today that this surge option is more of a political decision than a military one." It is a clear sign of exasperation with Bush when an administration official admits that Bush is willing to sacrifice American troops and Iraqi civilians in order to protect his own delusions.
Mér hefur alltaf fundist hálf hallærislegt að líkja Bush við Hitler - eða repúblíkönum við nasista eða fasista. Bush er ekki Hitler, og Repúblíkanaflokkurinn er ekki fasistaflokkur. Að halda slíku fram gerir lítið úr raunverulegum glæpum Hitlers og fasistaflokka millistríðsáranna - meira að segja raunverulegir ný-nasistar og ný-fasistar í samtímanum eru ekki "eins og" nasistar eða fasistar millistríðsáranna. Að líkja Bush við Hitler er álíka klókt og að kalla alla vinstrimenn stalínista eða ásaka þá um ást á Sovétríkjunum eða Pol Pot. Svoleiðis hundalógík hefur alltaf farið í taugarnar á mér.
En Roberts passar sig á því að halda sér réttu megin við strikið í þessum pistli sínum - hann segir ekki að Bush reki nasíska innanríkispólítík, eða sé einhverskonar nútíma Hitler. Það sem hann segir er að herstjórn Bush og herstjórn Hitler sé óþægilega lík: Bush, líkt og Hitler á sínum tíma, neitar að horfast í augu við raunveruleikann, og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um þær ógöngur sem misheppnuð utanríkispólítík hans er komin í. Og líkt og Hitler heldur Bush að það sé hægt að tefla fram og til baka ímynduðum stórfylkjum ímyndaðra hermanna - því Bandaríkjaher býr ekki yfir öllum þessum tugþúsundum hermanna sem á að senda til Írak! Hernum hefur tekist að ná markmiðum um nýskráningar með því að taka við mönnum sem áður voru dæmdir óhæfir: menn sem hafa fallið úr grunnskóla, menn með sakaskrá - og hámarksaldur nýskráðra hermanna hefur verið hækkaður upp í 43 ár! Sérfræðingar í málefnum hersins segja að "military recruiters" séu "scraping the bottom of the barrel", og að það muni taka mörg ár að endurmanna herinn almennilegu og hæfu fólki og þjálfa alla þá nýliða.
M
AntiWar.com talar fyrir klassískri einangrunarstefnu, og er mjög "libertarian-leaning" en mjög margir bandarískir frjálshyggumenn eru einangrunarsinnar. Enda er það fullkomlega ósamrýmanlegt sannri frjálshyggju að styðja risavaxna ríkisrekna heri sem borgað er fyrir með skattlagningu!
This site is devoted to the cause of non-interventionism and is read by libertarians, pacifists, leftists, "greens," and independents alike, as well as many on the Right who agree with our opposition to imperialism. Our initial project was to fight for the case of non-intervention in the Balkans under the Clinton presidency...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að segja frá þessari áhugaverðu grein eftir P.C. Roberts. Ég las hana alla og hún er afskaplega vel skrifuð og áhugaverð.
Hversu mikið ætli sé eftir af umburðarlyndi bandarísku þjóðarinnar? Hversu langt þarf þessi stórhættulegi forseti að ganga í vitfyrringu sinni áður en hann verður stöðvaður. Auðvitað ætti núna strax að hefja þingrannsókn/-ir á störfum hans og alríkisstjórnarinnar. Svo þarf að bola honum úr embætti við allra fyrsta tækifæri, helst ekki síðar en í fyrradag.
Eftir á að hyggja er það sennilega ekki vegna umburðalyndis sem G.W. Bush er enn við völd. Hann er auðvitað enn við stýrið í umboði óttans sem hann og fylgilagshyski hans hefur ausið yfir þjóðina m.a. með lygavef. Óttinn er vitanlega eitt hræðilegasta afl sem til er í mannheimum og stór hluti Bandaríkjamanna virðist vera á valdi hans.
Ég, eins og fleiri, býð spenntur eftir að heyra hvað Bush segir í ræðunni sem er væntanleg innan fárra klukkutíma!
Gísli (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 21:50
Takk fyrir kommentið! Ég er mjög fylgjandi þingrannsóknum og eftirliti - ástæða þess hvernig er komið fyrir bandaríkjunum er ekki síst að þingið, undir stjórn repúblíkana, brást algjörlega eftirlitshlutverki sínu. Þingið getur auðvitað ekki rekið utanríkisstefnu eða háð stríð - það er í verkahring framkvæmdavaldsins, en þingið á að sjá til þess að framkvæmdavaldinu sé veitt eitthvað aðhald, að forsetinn þurfi að útskýra fyrir þjóðinn, kjósendum og skattgreiðendum hvernig hann ætli sér að ná þeim markmiðum sem hann segist hafa - eða jafnvel bara að útskýra hvaða markmið hann hafi!
En ég er ekki viss um að það væri mjög skynsamlegt að reyna að bola Bush frá völdum: Í fyrsta lagi myndi það þýða að Dick Cheney yrði forseti, og það er ekki víst að demokratar séu mikið hrifnari af honum! Ekki nema honum verði líka bolað frá völdum, og þá getur Nancy Pelosi orðið forseti - sem væri vissulega nokkuð svalt! Seinast þegar demokratar boluðu vanhæfum og veruleikafirrtum forseta repúblíkanaflokksins frá völdum (Richard Milhouse Nixon) olli það slíkum íllindum og langrækni meðal margra repúblíkana að þeir eru ennþá að reyna að hefna sín fyrir það! Málaferlin gegn Clinton voru t.d. mikið til tilkomin sem hefnd fyrir Nixon.
Varðandi ræðuna - erum við ekki búin að heyra þetta allt nokkrum sinnum á seinust vikum? Surge, surge, bla bla bla. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig fjölmiðlar og fréttaskýrendur, og svo "blogospherið" bregst við ræðunni. Ég lofa að skrifa um það í kvöld eða í fyrramálið!
Bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 10.1.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.