mið. 10.1.2007
Trúvillingurinn Pat Roberts og bandarískir evangelistar
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með bandarískum samfélagsmálum að sjónvarpspredikarinn Pat Robertson talar við guð. Á undanförnum árum hefur Robertson hvað eftir annað kveðið sér hljóðs í fjölmiðlum og þóst hafa átt í prívatsamtali við almættið um yfirvofandi heimsendi eða syndafall. Sá guð sem Robertson talar við hefur nefnilega ekki áhuga á neinu nema samkynhneigð og fóstureyðingum - jú, og svo því að refsa mannkyninu.
Frægasta yfirlýsing Robertson er vafalaust staðhæfing hans að hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 hafi verið refsing fyrir femínisma og samkynhneigð Bandaríkjamanna:
"I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU*, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'"
Síðan einhverntímann snemma á níunda áratugnum hefur Robertson, nokkurnveginn árlega, spáð fyrir um heimsendi rétt hanan við hornið, nú, eða einhverjar mjög stórkostlegar hörmungar aðrar. Árleg heimsendaspá Robertson fyrir 2007 (sjá líka hér) er reyndar nokkuð niðurvötnuð. Ekkert um endurkomu frelsarans, eða syndaflóð (heimsendaspáin fyrir 2006 gerði ráð fyrir syndaflóði...). Bara nokkur milljón manns, en guð var ekki með það á hreinu hvort það yrði í kjarnorkuárásum, eða einhverskonar öðrum hamförum:
Well, the other thing I felt was that evil men -- evil people -- are going to try to do evil things to us and to others during the last part of this year. I don't know whether it'll be in the fall or September or later on, but it will be the second half, somehow, of 2007. There will be some very serious terrorist attacks. The evil people will come after this country and there's a possibility that -- not a possibility, a definite certainty -- that chaos is going to rule and the Lord said the politicians will not have any solutions for it. There's just going to be chaos.
but it's going to happen, and I'm not saying necessarily nuclear -- the Lord didn't say nuclear -- but I do believe it'll be something like that -- they'll be a mass killing, possibly millions of people -- major cities injured.
Þessar stöðugu yfirlýsingar Robertson eru farnar að valda mörgum trúuðum Bandaríkjamönnum áhyggjum, því þær fá ómælda athygli í fjölmiðlum, og gera ekkert til að auka tiltrú sæmilega vitiborins fólks á evangelistum. Um helgina birti San Fransisco Chronicle grein um vaxandi gremju evangelista:
"It's downright embarrassing," said Todd Spitzer, pastor at Regeneration in Oakland and Dolores Park Church in San Francisco. "When he makes these statements and ties God's name to it, he's like the self-proclaimed spokesman for God and evangelical Christianity. It's an obstacle to us when we want to present a reasonable faith."
The more outrageous or quirky the comment, the quicker it zips into newspapers and television news programs and floods the Web. The result, evangelical ministers say, is that sincere believers get tarnished in the process.
... Evangelical ministers said they are constantly battling stereotypes of evangelicals as uncritical thinkers who are "marching lockstep to some leader." They said Robertson's comments only strengthen those misperceptions.
Vandamálið er að þeir sem tala opinberlega fyrir trúaða bandaríkjamenn og evangelista eru nánast allt skoffín á borð við Robertson: Seníl gamalmenni sem halda að þeir séu málpípur guðs - og sá guð er yfirleitt aðallega upptekinn af því að deila út eldi og brennisteini. Nú, eða þá hræsnarar á borð við Ted Haggard, sem hrökklaðist frá sem formaður Landssamtaka bandarískra evangelista eftir að í ljós kom að hann var hafði átt í löngu sambandi við karlkyns "escort" og keypt af honum spítt. (sjá nokkrar af færslum mínum um Haggard hér og hér) Meðan evangelistar leyfa svona mönnum að vera talsmenn sína er ekki von nema vitiborið og skynsamt fólk hafi efasemdir um hversu "reasonable" eða "sincere" trú þeirra er.
Bandarískir evangelistar eru líka margir byrjaðir að átta sig á því að femínismi, fóstureyðingar og samkynhneigð eru ekki alvarlegustu "vandamálin" sem mannkynið stendur frammi fyrir, og byrjaðir að beina sjónum sínum að raunverulegum vandamálum - eins og fátækt, félagslegu óréttlæti og umhverfisvernd. Umhverfisvernd heitir þá "creation care" - því það hlýtur að vera skylda okkar að fara vel um sköpunarverkið? Og það vita allir hvað nýja testamentið segir um fátækt og ríkidæmi.
Það skemmtilegasta við greinina í SFChronicle var að margir evangelistar eru ekki bara að missa þolinmæðina, þeir eru farnir að ásaka Robertson um trúvillu!
Several Bay Area evangelical ministers said Robertson's purported divine prophecies are heretical because the statements presume that he can add to the inerrant word of God, as written in the Bible.
"He's going beyond the authority of Scripture," said Lee. "He's walking out on his own plank."
Undanfarin tvö ár hef ég við og við rekist á greinar í bandarískum blöðum um kynslóðaskipti í flokki evangelista, og í ljósi þess hversu mikilvægur stuðningur þeirra er fyrir Repúblíkanaflokkinn, gæti breyting á hugmyndafræði og í leiðtogaliði "the moral majority" haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál.
M
*ACLU - the American Civil Liberties Union stendur vörð um stjórnarskrárvarin réttindi bandaríkjamanna, m.a. til trúfrelsis og málfrelsis. Maður þarf að vera andskoti afundinn afturhaldssinni, eða hafa mjög vonda samvisku, til að halda að ACLU sé einhverveginn and-amerískt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Satanismi, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það er merkilegt hvernig "the religious right" er búið að umsnúa og eyðileggja hina "kristnu trú" sem hér í gamla daga stóð fyrir kærleika, frið og sanngirni. Í þessu sambandi bendi ég á hina frábæru bók "Our Endangered Values" eftir forsetann fyrrverandi Jimmy Carter (sem by the way er "born again Christian" en þó ansi ólíkur "trúbræðrum" sínum Pat Robertson og Jerry Falwell)
Róbert Björnsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.