mán. 8.1.2007
McCain segist ekki sjá af hverju það ætti að hækka skatta til að borga fyrir stríðið í Írak
Það eru auðvitað ekki fréttir að núverandi stjórnvöld í Washington skuli halda að það sé ábyrg pólítík að lækka skatta, auka niðurgreiðslur til landbúnaðar og annarra atvinnugreina, bæta við nýjum "entitlement programs" og reka kostnaðarsamt stríð. Það er auðvitað augljóst má að repúblíkanar hafa sýnt mikla ábyrgð þegar kemur að ríkisfjármálum!
En nýjasta yfirlýsing McCain um að hann sjái enga ástæðu til að hækka skatta til að borga fyrir kostnaðinn af stríðinu í Írak er samt merkileg. McCain var spurður að því hvort það væri ástæða til að hækka skatta á allra auðugustu skattgreiðendur til að borga fyrir risavaxið atvinnubótavinnuprógramm í Írak sem Bush vonast til að geti eitthvað slegið á upplausnina í landinu. McCain Í viðtali við Bloomberg fyrr í dag:
HUNT: Why not ask some wealthy Americans to pay more?
MCCAIN: Uh, umm, Im not sure that thats connected. I think if we have to, we ought to make some choices in defense spending if we need to.
HUNT: So you would resist asking more affluent Americans to pay more taxes to help support this war?
MCCAIN: Yeah, because then Im not sure what the point would be. I would certainly ask Americans to serve. I would ask them to make other sacrifices, but Im not sure I would want to raise their taxes just because were in a war.
Það hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir allt þetta rugl ef stjórnvöld hefðu kannski sest niður og skipulagt innrásina aðeins... Það hefði t.d. mátt gera einhver plön um hvernig ætti að friða landið? Þá hefði ekki þurft að koma til þess að Bandarískir skattgreiðendur þyrftu að borga risavaxin velferðarprógrömm í fjarlægum löndum! Og ef það á ekki að borga fyrir þetta írakska atvinnubótaverkefni með hærri sköttum, hvernig á þá að borga fyrir það?
Æ fleiri bandarískir fréttaskýrendur hafa bent á hversu óábyrg stefna Bush stjórnarinnar er - og að það sé ekki endalaust hægt að heyja stríð og reka ríkissjóð með svimandi halla. Í grein fyrir Washington Post í desember skrifaði E.J. Dionne:
It has always been true that the administration and its allies couldn't have it both ways. Their illogic has finally caught up with them. They claimed to be against big government so they could justify big tax cuts. But they were also for a big, activist foreign policy, especially after Sept. 11, 2001, which required a big military, and -- sorry to break it to you, guys -- a big military is a big part of big government. They were not willing to pay for a large enough military, and so now we, and especially our armed forces, are paying for their deficit in logic and courage.
Þessi ummæli McCain koma á sama tíma og skýrsla frá fjárlagaskrifstofu þingsins kemst að þeirri niðurstöðu að skattalækkanir Bush stjórnarinnar hafi fyrst og fremst gagnast fólki sem hefur meira en 1 milljón bandaríkjadala í árstekjur...
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, ímyndunarveiki | Facebook
Athugasemdir
"Það hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir allt þetta rugl ef stjórnvöld hefðu kannski sest niður og skipulagt innrásina aðeins... Það hefði t.d. mátt gera einhver plön um hvernig ætti að friða landið?" Þarna er ég nokkuð viss um að Bush og hans menn héldu eftir fall Saddam Hussein, að menn myndu lofsýngja USA og faðmast.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.