fim. 28.12.2006
Bush viðurkennir að hann lesi dagblöð
Ég get ekki sagt að ég hafi lesið mikið af dagblöðum yfir jólin, eða yfirleitt fylgst með fréttum. Og þessvegna hef ég ekki heldur haft fyrir því að skrifa um uppátæki repúblíkanaflokksins eða tilvonandi þingmeirihluta. Það er samt af nógu af taka. T.d. æsingur Denis Prager yfir því að nýkjörinn þingmann okkar Minnesotabúa, Keith Ellison ætli að nota kóraninn þegar sver embættiseið og æsingur Virgil Goode yfir því að Ellison sé múslimi. En fyrir utan þetta Prager-Goode-Ellison mál allt virðast bandarískir pólítíkusar hafa haldið aftur af verstu vitleysunni yfir jólahátíðina. Jólin eru líka hátið fjölskyldutengdrar vitleysu, og síður hátið opinberra uppþota! (því ég tel dauðsföll auðvitað ekki til uppþota, þó þau séu kannski pólítískar fréttir.)
En það eru aðrir sem virðast hafa tekið upp á því að lesa dagblöð - New York Times birti á jóladag langa grein þar sem fjallað var um þá merkilegu uppljóstrun að forseti Bandaríkjanna, George W. Bush hafi hugsanlega lesið grein í dagblaði!
Flash! President Bush Says He Reads Papers
Is there hope for newspapers after all? Readers may be abandoning the printed versions, but over the last couple of years, at least one person seems to have started reading them, at least sometimes. He lives in the White House.
President Bush declared in 2003 that he did not read newspapers, but at his final news conference of the year last week, he casually mentioned that he had seen something in the paper that very day.
Asked for his reaction to word that Vice President Cheney would be called to testify in the C.I.A. leak case, the president allowed: I read it in the newspaper today, and its an interesting piece of news.
Þetta þykja auðvitað merkilegar fréttir, því forsetinn hefur ítrekað lýst því yfir að hann lesi ekki dagblöð. Í viðtali við Brit Hume á Fox fyrir þremur árum sagðist forsetinn stundum renna yfir fyrirsagnirnar:
I glance at the headlines just to kind of [get] a flavor for whats moving. I rarely read the stories, and get briefed by people who [...] probably read the news themselves.
Forsetinn reiðir sig nefnilega á fólk sem hann heldur að hafi sennilega fylgst með fréttum. En svo virðist sem þetta sé allt eitthvað málum blandið, því forsetafrúin þykist geta borið vitni um að forsetinn láti sér ekki nægja að lesa dagblöð, því hann drekki líka kaffi á morgnana. Tony Snow staðfestir þessar fréttir, en neitar að veita frekari upplýsingar:
Laura [Bush], said last week that she and her husband had read the morning papers for years. Weve done the same thing since we first got married, she told People magazine. We wake up in the morning and drink coffee and read the newspapers.
Tony Snow, the presidents press secretary, said in an interview he was certain Mr. Bush read the papers, though he was not sure which ones.
Þetta er allt hið undarlegasta mál - því forsetinn hefur áður lýst því yfir að hann fái heil fjögur dagblöð borin út í Hvíta Húsið, og að einstaka sinnum fletti hann þeim, þ.e. ef honum finnst einhver af fyrirsögnunum á forsíðunni áhugaverð:
I get the newspapers the New York Times, The Washington Times, The Washington Post and USA Today those are the four papers delivered ... I can scan a front page, and if there is a particular story of interest, I'll skim it.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, Fox News | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög merkilegt. Aðallega að þetta virðist benda til þess að forsetinn sé læs. Líka þess að það sé ekki mikið að gera fyrir rannsóknarblaðamenn núna í miðjum jólahátíðunum.
Annars er nokkuð til í því að leðtogar þurfa ekki endilega að lesa allt sjálfir. Þeir þurfa hins vegar að hafa vit á því að velja sér góða ráðgjafa og geta tekið ákvarðanir af innsæi þess sem hefur þúsund eyru og þúsund augu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.12.2006 kl. 12:35
Jólin eru svona tími! Þetta er líka til marks um vaxandi vilja fjölmiðla hér vestra til að fjalla á opinskáan hátt um þá augljósu staðreynd að maðurinn er vanhæfur! Og líka að reka göt í þessa ímynd sem forsetinn bjó til af sjálfum sér "Im the decider" - "MBA forsetinn", allur tíminn sem hann eyðir í Texas frekar en Washington, etc. Það hefur verið kerfisbundið unnið að því að gefa þá ímynd af honum að hann sé ekki einhver "fúll kerfiskarl" sem liggi yfir skýrslum, sé að eyða tíma með útlenskum diplomötum eða gera aðra svoleiðis hluti, því hann sé maður fólksins, og ef fólkið les ekki blöðin (sem fæstir bandaríkjamenn gera), þá lesi forsetinn ekki blöðin. Eftir kosningarnar 2000 var sú saga vinsæl að menn hafi kosið Bush vegna þess að þeir hefðu frekar viljað drekka bjór með honum en Gore. En semsagt, núna fyrst eru fjölmiðlar farnir að þora að benda á að þetta sé ekki besta leiðin til að velja forseta, og að kannski þurfi forsetinn að hafa eiginleika sem "venjulegt" fólk hafi ekki, eins og t.d. fylgjast vel með og vita hvað er að gerast í heiminum.
Með því að reiða sig á fréttir frá fólki sem "probably read the news themselves" tókst forsetanum að móta fullkomlega gagnslausa strategíu og reyta af sér allt fylgi!
M
FreedomFries, 2.1.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.