Update á (mjög raunveruleg) krossferðaplön Robin Hayes til Írak!

The Real War on Christmas.jpg

Í gærkvöld - sem er snemma um morgun á Íslandi - skrifaði ég færslu um Robin Hayes, sem hefur talað opinberlega fyrir því að þátttaka Bandaríkjahers í borgarastríði Íraka meiki engan sens nema henni sé breytt í alvöru krossferð. Robin Hayes benti nefnilega á hið augljósa: það verður aldrei friður í Mið-Austurlöndum nema öllum aröbunum verði snúið til kristni!

Þessi hugmynd hefur reyndar áður verið rædd af stjórnmálaheimspekingum á borð við Ann Coulter - sem vildi reyndar líka að við myndum drepa alla leiðtoga arabaheimsins, en í kjölfar 9/11 hafði Coulter þetta að segja:

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity

Í allan dag hafa stjórnmálablogg í Bandaríkjunum verið að velta því fyrir sér hvort Hayes hafi virkilega sagt að það ætti að kristna Íraka - því það er almennt viðurkennt að Coulter sé ekki alveg í lagi í höfðinu, meðan Hayes er þingmaður á Bandaríkjaþingi, og orð hans hafa því aðeins meiri vigt en blaðrið í ómerkjungnum Coulter. Hayes er ekki heldur alveg eins blóðþyrstur og Coulter - vissulega er þetta trúboð hans ætlað til þess að dreifa fagnaðarerindinu, ást og náungakærleik, en svoleiðis bissness hefur yfirleitt ekki gengið alveg sársaukalaust fyrir sig, og fyrri tilraunir vesturlanda til að dreifa fagnaðarerindinu og hinni einu sönnu trú meðal íbúa Mið-Austurlanda hafa ekki allar mætt miklum skilningi... og allsendis óvíst að svona vangaveltur skiljist sem friðarboðskapur meðal óbreyttra borgara í Írak. En semsagt: hér er ljósmynd af forsíðu Concord Standard "Your Hometown Newspaper" sem flutti fréttina af krossferðaplani þingmannsins.

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband