fös. 22.12.2006
Þingmaðurinn Robin Hayes (R-NC) hefur lausn á ástandinu í Írak: snúa Írökum til kristni
Hayes lýsti því yfir á Rótarífundi í heimabæ sínum um daginn að Bandaríkjamönnum myndi ekki takast að stilla til friðar í Írak fyrr en búið væri að kristna alla djöfuls heiðingjana sem þar búa:
Stability in Iraq ultimately depends on spreading the message of Jesus Christ, the message of peace on earth, good will towards men. Everything depends on everyone learning about the birth of the Savior.
Hayes er vel þekktur fyrir sérkennilegar hugmyndir sínar um stríðið í Írak - hann er til dæmis einn fárra þingmanna sem enn trúa því að bandaríkin séu að vinna, og hefur reyndar fært rök fyrir því að vaxandi óöld í landinu sé til marks um hversu vel gangi að stilla til friðar...
Það er auðvelt að gera grín að Heyes, eða fárast yfir trúarofstæki Suðurríkjamanna. En raunverulega vandamálið er ekki trúarofstæki, per se, að bandaríkjaher fari að stunda trúboð meðal múslima (þó þeim væri kannski trúandi til þess) eða að utanríkisstefna Bandaríkjanna verði rekin sem krossferðir (þó Heyes virðist dreyma um það). Raunverulega vandamálið er að menn eins og Heyes hafa verið kosnir á þing, þar sem þeir fá að setja lög sem hafa áhrif á líf og framtíð heilla þjóða. Menn sem hafa svona brenglaðar hugmyndir um hvernig heimurinn raunverulega virkar geta aldrei leitt þjóðir neitt annað en út í glötun. Menn sem trúa því virkilega að það sé hægt að leysa borgarastríð (eða whatchamacallit) hinum megin á hnettinum með því að "spread the message of Jesus Christ" eiga ekki að fá að taka sæti á þjóðþingum. Svoleiðis menn geta aldrei fundið skynsamar eða vitrænar lausnir á nokkrum sköpuðum hlut! Meðan repúblíkanar eru að kjósa svona jólasveina á þing er ekki nema von að þeim gangi ílla að stjórna flóknu iðnríki í nútímanum.
Ein helsta ástæða þess að flokknum hefur gengið jafn ílla og raun ber vitni (samanber tap þeirra í kosningunum um daginn) er að þeir hafa of marga jólasveina eins og Robin Hayes innan sinna raða. Og því miður tókst demokrötunum ekki að fella alla þessa grasasna í seinustu kosningum. Vonandi hafa kjósendur Repúblíkana vit á að fella Hayes í prófkjöri fyrir næstu kosningar.
Update: Þessi frétt er búin að birtast á nokkrum pólítískum bloggsíðum (t.d. Carpbetbagger Report - upprunalega virðist hún hafa farið af stað af BlueNC). Upprunalega er frásögnin úr einhverju lókal smáblaði í Norður Karólínu - en enn sem komið er hefur enginn meiriháttar fjölmiðill fjallað um ummæli Hayes. Huffingtonpost og Raw Story pikkuðu þessa frétt reyndar upp fyrir stuttu, svo þess er vonandi stutt að bíða að hefðbundnu fjölmiðlarnir fjalli um Krossfarann Hayes.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: ímyndunarveiki, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.