Landamæragirðingin milli US og Mexíkó byggð af ólöglegum innflytjendum...

Þetta væri ágætis brandari ef það væri ekki satt. Reyndar voru bandarískir grínarar búnir að vera að segja brandara um að það yrði að ráða ólöglega innflytjendur til að byggja þessa sömu girðingu sem á að koma í veg fyrir að þeir komist til Bandaríkjanna. George Lopez hefur m.a. notað þetta skets í sinni rútínu.

Golden State Fence Company, sem sérhæfir sig í að reisa girðingar, hafði verið ráðið til að reisa girðingu San Diego og Mexíkó, en sú girðing átti að gera að verkum að ólöglegir mexíkanskir innflytjendur yrðu að leggja aðeins meira á sig til að geta komist til Bandaríkjanna. Þegar innflytjendaeftirlitið gerði athugun á starfsmönnum fyrirtækisins kom í ljós að þriðjungur allra starfsmanna girðingaverktakans voru ólöglegir innflytjendur!

Lögmaður fyrirtækisins viðurkennir að fyrirtækið hafi sennilega gerst brotlegt við lög, með því að ráða ólöglega innflytjendur, en bætir við "the case proves that construction companies need a guest-worker program". Það, og fáránleika þessa innflytjendamáls alls.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband