Meira af Nígerísku hommahaturskirkjunni

Akinola erkibiskup útskýrir hvernig vestrænir hnignunarsjúkdómar eins og lýðræði, málfrelsi, og umburðarlyndi eru að ganga að hefðbundnu og heimaræktuðu Nígerísku mannhatri dauðu.jpg

Þetta hefur mjög lítið með Bandaríkin að gera - nema helst að einn af helstu talsmönnum hómófóbíu í Nígeríu, erkibiskup Akinola, þykir svo skeleggur andstæðingur siðspillingar að afturhaldssömustu kirkjudeildir bandarísku Biskipakirkjunnar í Virginíu ætla að segja skilið við bandarísku kirkjuna, og ganga í nýja hommahaturs-biskupakirkju sem Akinola leiðir. (Sjá færslu mína um það hér)

En semsagt: mannvinirnir í ríkisstjórn Nígeríu hafa, sennilega með dyggum stuðningi og áeggjan "orthodox" biskupakirkju Akinola, undirbúið löggjöf sem mun banna allt samneyti samkynhneigðra

LAGOS, Nigeria -- Lawmakers in Nigeria are debating a bill that would ban same-sex marriage and any form of association among gays, even sharing a meal at a restaurant

Few in Nigeria's deeply closeted gay community have publicly opposed the legislation, which proposes penalties of up to five years in prison and is widely expected to pass.

Nei ég skil það vel - Nígeríumenn taka ekki vel á samkynhneigð, þeir sem liggja undir grun eru lamdir eða hýddir opinberlega:

Engaging in homosexual acts is already illegal in Nigeria, with those convicted facing jail terms in the mainly Christian south and execution in the mainly Muslim north.

Other activities prohibited under the proposed law include belonging to gay clubs or reading books, watching films or accessing Internet sites that "promote" homosexuality.

Haruna Yerima, a member of Nigeria's House of Representatives, said he supported the proposed ban. Social contact between gays should be limited, he said, because it might encourage behavior that was "against our culture ... against our religion."

Þegar kirkjuleiðtogar fara um og básúna að samkynhneigð sé glæpur gegn guði og að það eigi að handtaka og fangelsa samkynheigða, fá menn svona löggjöf. Þegar kirkjan leggur blessun yfir mannhatur er útkoman löggjöf sem gengur út á mannhatur.

Það er líka athyglisvert að taka eftir því að næsta skrefið á eftir hómófóbíuskum lögum eru takmarkanir á málfrelsi, fundafrelsi og ritskoðun. Nígeríumenn þurfa sennilega að koma sér upp afhommunarráðuneyti sem les bækur og blöð og horfir á kvikmyndir og sjónvarpsefni til að ganga úr skugga um að það sé ekki að "hvetja til hegðunar sem er andstæð menningunni og trúnni..."

En Nígeríumönnum og trúarleiðtögum þeirra til varnaðar eru ekki allir eins fullir af fordómum og hatri og löggjafarþing landsins og erkibiskupar:

Even some conservative religious leaders say the bill goes too far. Though Bishop Joseph Ojo, who presides over the congregation at the evangelical Calvary Kingdom Church, contends gay relationships are "foreign to Africans" and should be outlawed, he adds that gays should "have freedom of speech and expression."

Nei, því samkynhneigð er vestrænn hnignunarsjúkdómur sem breiðist um með Will og Grace. Þetta sama viðhorf var opinber ríkisboðskapur í Sovétríkjunum og Rúmeníu. Reyndar er þessi heimspeki ekki svo frábrugðin hugmyndafræði kristinna evangelista í bandaríkjunum sem halda að samkynhneigð smitist í gegn um teiknimyndir, sjónvarp eða kvikmyndir, því í þeirra huga er samkynhneigð svo óeðlileg að hún geti ekki undir neinum kringumstæðum verið sumu fólki eðlislæg. Hún barasta hljóti að "smitast" einhverveginn. Seinasta snilldarútspil þeirra sem eru sannfærðir um að samkynhneigð sé áunnin paþológía er grein sem grein sem Jim Rutz, se er einhverskonar megakirkjuprestur og "kristinn" rithöfundur skrifar á World Net Daily (sem er víðlesin hægrisinnuð/íhaldssöm fréttasíða) um hættur sojavöru: Rutz heldur því fram að sojaát leiði til samkynhneigðar!

Það er sennilega yndislegt að vera í þessum félagsskap. Ég óska "orthdox" kirkjudeildum biskupakirkjunnar í Fairfax Virginíu til hamingju með að hafa bundið trúss sitt við skíthæla á borð við Akinola erkibiskup, og Akinola til hamingju með að geta bráðum búið í landi þar sem þjóðin hefur verið hreinsuð af samkynhneigð og komið hefur verið í veg fyrir að þeir smiti fleira fólk af þessari hættulegu lífstílsveiki sinni.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband