Galin gamalmenni: Öldungadeildarþingmaðurinn Pete Domenici (R-New Mexico) ráfar um þingsali í náttfötunum

Domenici brosir sínu breiðasta.jpg

Bandaríkjamenn eiga það til að sinna ýmsum erindum í náttbuxunum - það er t.d. alsiða að háskólanemar mæti í náttbuxunum í skólann meðan próf standa yfir. Og yfirleitt kippir fólk sér ekki upp við að sjá fullorðið fólk á náttfötunum úti í búð. Ég veit ekki hvort þessi siður er bundinn við Miðvesturríkin, en það virðist vera almenn skoðun fólks að náttbuxur séu ásættanlegur klæðnaður í siðaðra manna samfélagi.

En það virðist sem þessi siður þyki ekki nógu fínn í Washington D.C., því á föstudaginn varð uppi fótur og fit þegar starfsmenn þingsins sáu til öldungadeildarþingmannsins Pete Domenici þar sem hann var á einhverju rápi, ógirtur, klæddur í náttbuxur og stóra skyrtu. Domenici, sem er 75 ára gamall, virtist vera á stefnulaus ráfi um ganga þinghússins í buxum sem sjónarvottar sögðu að gætu ekki hafa verið neitt annað en náttbuxur. Aðrir þóttust hafa séð Domenici á nærbrókinni... Samkvæmt The Hill: (The Hill krefst áskriftar, sem ég tími ekki að punga út, en Raw Story birti parta úr greininni):

We had a number of reports Friday that Sen. Pete Domenici (R-N.M.) was wandering the halls of Senate office buildings in his jammies, ... Two staffers said they saw the Senator wearing 'tartan' or 'buffalo plaid' pajama bottoms and a 'loose-fitting shirt.' By the end of the day, one informant called to say she heard Domenici was walking around in his boxers.

Domenici brást hinn versti við þessum aðdróttunum: 

What are people talking about ‘walking the halls’? I work!’” the 74-year-old Domenici said, sounding a tad indignant that folks would assume his lightweight wool plaid pants were pajamas. “These pants have two pockets like any else.”

They’re comfy, and they’re fun, he said. “People stop me to talk about them. They’re Christmasy, they’re black and white.”

Þannig eru semsagt buxur skilgreindar af orðskilgreiningarráðuneyti Repúblíkana? Eitthvað sem er með tvo vasa? Fyrir þarsíðustu jól keypti ég mér einmitt svona buxur, úr þykkri bómull með tveimur vösum. Það hafa þá verið fullkomlega legitimate vinnubuxur, samkvæmt Domenici? Domenici hefur reyndar eina afsökun: það eru að koma jól, og þessi náttbuxnaárátta bandaríkjamanna er yfirleitt verst í Desember. En hvenær urðu svartur og hvítur að "jólalitum"? Ég hélt að grænn og rauður væru "jólalitirnir".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband