Bill O'Reilly viðurkennir að hann sé bara "pínkulítill og ómerkilegur" karl...

Jólastríð O'Reilly.jpg

Undanfarin ár hefur Bill O'Reilly búið til "fréttir" fyrir sjónvarps og útvarpsþætti sína með því að æsa sig yfir því að sumar verslunarkeðjur skuli voga sér að óska fólki "happy holidays" frekar en "merry christmas". Sú svívirða er, samkvæmt menningar og merkingarfræðingnum O'Reilly, auðvitað liður í einhverju dularfullu "stríði" vinstrimanna gegn jólunum og kristindómi.

Í gærkvöld fékk O'Reilly Kirsten Powers "democrat strategist" og Micelle Malkin, sem er hægrisinnaður bloggari og "Fox political analyst" í viðtal til að tala um ákvörðun Crate & Barrel að nota frasann "happy holidays", en talsmaður Crate & Barrel á að hafa sagt í viðtali við Minneapolis Star Tribune að starfsmenn fyrirtækisins þurfi að segja "happy holidays" af virðingu við viðskiftavini sem ekki eru kristnir:

Crate & Barrel has Jewish, Muslim and atheist customers, spokeswoman Betty Kahn said. "We would definitely not say Merry Christmas," she continued.

Þetta fannst O'Reilly hámark ósvífninnar, en þegar Powers neitaði að taka undir skoðanir O'Reilly, og Malkin var ekki nógu sammála honum virðist sem O'Reilly hafi fallist hendur:

O’REILLY: I am. I am that — Michelle, you — you know me. You know I am that petty, that if you’re going to annoy me like this because I just get annoyed. It’s a federal holiday. Say “merry Christmas,” say “happy holidays,” stand on your head. I don’t care. But to say, “We’re absolutely not going to say ‘merry Christmas’,” I’m not going there then. That’s how small I am. Am I wrong?

MALKIN: Well — well, look. On my aggravato-meter, it’s a two. On yours it sounds like it’s about a six with 10 being total eye-popping outrage. But so you’re not going to buy any crates or barrels. And you know…

O’REILLY: Right. There — I think it’s, you know. Isn’t it dumb?

POWERS: That you feel that way, yes.

O’REILLY: No, isn’t to dumb for a spokesman of a major — of a major company, where 80 percent of the country is Christian and 90 celebrates Christmas, isn’t it dumb, Michelle, to come out and say, “I’m absolutely not going to say that”?

Það er hægt að horfa á upptöku af O'Reilly viðurkenna innri smæð sína og ómerkilegheit á Think Progress.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að skoða þessa síðu í fyrsta skiptið í dag.  Er forvitinn að vita hvort höfundur þessa bloggs sé búsettur í USA. Hvað um það, ég er að vissu leiti sammála Bob O'Reilly.  Þetta er bara svona smáatriði sem fer í taugarnar á mér.  Jóilin eru hátíð kristinna manna. Svo "happy christmas" væri sú kveðja sem réttast væri að nota.  Kristnir menn hér í USA óska til dæmis Gyðingum "happy Hanukkaah" þó svo að þeir séu ekki sjálfir Gyðingar.

Ég vill líka benda á  að Crate&Barrell er í eigu Gyðinga.  (ég tek það sérstaklega fram að ég hef ekkert á móti Gyðingum).  En skildi sú staðreynd skipta máli í þessari umræðu?

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 04:46

2 Smámynd: FreedomFries

Vertu velkominn! Það er alltaf gama að sjá nýja lesendur! Og jú, vissulega er ég búsettur í Bandaríkjunum, og búinn að vera í mörg ár - sjá "um höfundinn" hér til hliðar. Ástæða þess að Bandaríkjamenn óska margir hvor öðrum gleðilegra hátíða, í fleirtölu, er sú að það eru þrjár hátíðir í lok desember: Kwanzaa, Hanukkah og jólin. Starfsmenn verslana geta ekki sagt hvort viðskiftavinirnir ætli sér að halda upp á jól, Hanukkah eða Kwanzaa, og þá er kurteisara að segja bara "happy holidays", og bandaríkjamenn elska kurteisi, meira en nokkuð annað! Um það snýst málið, þó Bill O'Reilly vilji reyna að láta eins og þetta snúist um einhverskonar stríð gegn "kristnum" Bandaríkjamönnum. Það er vissulega rétt að sumt af þessum pc vesenisgangi hefur farið út í öfgar, en ég hef fylgst með jólastríði O'Reilly undanfarin ár, og öfgarnar og ruglið er oftast hans megin, því eins og MediaMatters hefur bent á, hefur hann gerst sekur um að ljúga upp jólaofsóknum vinstrimanna þegar hann hefur ekki getað fundið nógu krassandi dæmi...

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 30.11.2006 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband